Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Hræðilegar fréttir.

Það að heyra að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi brotlent eru skelfilegar fréttir. Fréttir af þyrlu Landhelgisgæslunnar hafa yfirleitt verið þannig að þyrlan er bjargvætturinn. Þannig að fréttir að slys hafi orðið hjá þyrlunni og að hún hafi brotlent í sjónum eru enn skelfilegri. Ég vona að allt gangi vel og að áhöfninni hafi ekki orðið meint af þessu slysi. Þó það sé búið að tilkynna að áhöfninni hafi verið bjargað og enginn hafi slasast þá vita allir að svona áföll geta lagst þungt á menn. En þessir menn sem eru hjá Landhelgisgæslunni eru hetjur og hafa margsannað það.


mbl.is Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti í sjónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af líffæraígræðslum.

HuginnHeidarÍ dag var umfjöllun í Fréttablaðinu um líffæraígræðslur og biðina eftir að fá nýtt líffæri. Þetta mál er mér hjartans mál þar sem sonur minn gekkst undir lifrarígræðslu tæplega 6 mánaðar gamall. Núna er rúm tvö ár liðin frá því aðgerðin var gerð og hefur nýja lifrin virkað fullkomlega, en því miður fékk Huginn lungnasjúkdóm eftir aðgerðina og er hann enn að berjast við þann sjúkdóm.

Ég og Fjólan mín vorum sammála þegar Fréttablaðið hafði samband við okkur og bað okkur um að segja hvað okkur finndist um líffæraígræðslur og sérstaklega hinn litla vilja Íslendinga til að gefa líffæri. Á síðasta ári voru tekin líffæri úr 6 látnum Íslendingum, sem er skelfilega lág tala. Hún er svo lág að hún gerir Ísland að því landi sem gefa einna fæst líffæri í allri Evrópu og erum við þar í hópi með þjóðum eins og Rúmeníu og Albaníu. Hvernig stendur á því að svona vel upplýst þjóð vilji ekki gefa líffæri? Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst vegna þess að við hugsum ekki um þessi mál og þegar kemur að þeim degi að við þurfum að taka svona ákvörðun þá erum við ekki í stakk búin til þess. Ef ég væri ekki búin að hugsa þessi mál og ég myndi missa barn, þá Þætti mér það mikill dónaskapur og mikil svívirða að biðja mig um að taka líffæri úr því.

Þess vegna segi ég. Hugsið um þessi mál og takið ákvörðun strax, það er alltaf hægt að breyta henni síðar. Hugsið um það að ef þið eigið barn sem myndi deyja, væru þið tilbúin að gefa líffæri úr því. Ef svarið er nei, en ef eitthvað kæmi upp hjá barninu og það þyrfti nýtt líffæri, myndu þið þiggja það?


Maður vikunnar. -Þorsteinn Atli Georgsson.

Maður vikunnar að þessu sinni er vinnufélagi minn Þorsteinn Atli Georgsson. Heiðurinn fær Steini fyrir að vera ín fyrsta sinn í byrjunarliði Keflavíkur í alvöru leik. Steini átti ágætan leik og hélt út í allar 90 mínúturnar.

steini

Maður vikunnar: Þorsteinn Atli lengst til hægri.


Reitt ungt fólk.

Voðalega er þetta fólk reitt út í lífið. Í stað þess að njóta lífsins og koma sínum málstað á framfæri með eðlilegum hætti. Þá ráðast þau á saklausa íbúa og lögregluna. Hverju heldur fólk að það geti fengið fram með illu? Þau fá nákvæmlega ekkert með illu, nema slæma umfjöllun sem skaðar málstaðinn. Ef þetta fólk vill breyta einhverju þá verða þau að nota aðrar aðferðir en að loka götum, vera með ólæti og ráðast á lögregluna


mbl.is Mótmælendur Saving Iceland loka Snorrabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skorað fyrir gott málefni.

Bæði FH og ÍA Söfnuðu 30.000 krónur fyrir gott málefni, með því að skora eitt mark. FH styrkir Barnaheill, en ÍA styrkir Geðhjálp. Ætli það sé tilviljun að lið sem Guðjón Þórðarson þjálfar styrkir Geðhjálp? Ég bara spyr.


mbl.is FH og ÍA skildu jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af alþjóðlegum viðskiptum.

Ég hef verið þekktur fyrir ýmislegt annað en að stunda alþjóðleg viðskipti. Ég hef reyndar verið að kaupa dvd myndir og fótbolta treyjur á netinu, en lítið annað. En í vor fengum við styrk til bílakaupa og ákváðum í stað þess að kaupa bíl á almennum markaði, að kaupa bíl í Bandaríkjunum og fluttum hann til landsins. Við vorum mjög heppin með bílinn og hvernig viðskiptin gengu fyrir sig, og trúum við því að með því að kaupa bílinn í gegnum Shopusa.is þá spöruðum við okkur um eina milljón króna og það munar um minna. Ég bloggaði um viðskiptin og það er hægt að lesa um þau hér.

Ekki nóg með að ég keypti bílinn í Bandaríkjunum heldur þurfti ég að selja gamla bílinn minn og í dag seldi ég hann og ég seldi hann til Danmerkur. Ég þarf reyndar ekki að standa í því að senda bílinn út, heldur afhenti ég bílinn í Hafnarfirði eftir að hafa fengið staðfestingu frá Danmörku um að búið væri að borga bílinn.

Í dag sótti ég líka Benzann minn og fékk nýsprautaðan og flottan bíl. Ekki amalegt að fá bílinn nýsprautaðann vegna þess að það þurfti að skipta um startara í honum. Ég fékk líka flottan reikning, hann var ekki flottur fyrir mig heldur frekar fyrir bókarann hjá Ræsi. Ég spurði hvort ég væri að borga sprautninguna líka, en svo var ekki -var mér sagt. En þrátt fyrir allt þá var föstudagurinn þrettándi ágætur dagur.


Föstudagurinn þrettándi?

Ég gæti haldið að föstudaginn þrettándi væri að skella á!


mbl.is Talsverður erill hjá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bókabrenna?

Er Tinni orðin stærsta ógn Bretlands? Er Stóri-bróðir byrjaður með bókabrennurnar þar sem öllu sem er óþægilegt fyrir hann er eytt. Er Tinni virkilega svona slæmur að það þurfi að brenna bækurnar hans. Hvað um allar bækurnar sem eru virkilega ljótar.

Hvað með allar kvikmyndirnir sem eru ekki góðar samkvæmt bresku jafnréttisnefndinni, á ekki að banna þær líka?


mbl.is Tinni fjarlægður úr barnabókahillum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf að sprauta bílinn til að laga startarann?

Litli Benzinn minn er bilaður. Hann vildi ekki starta og ef ég ætlaði að fara eitthvað á honum þá þurfti ég að ýta bílnum í gang. Auðvitað gengur það ekki til lengdar og ég fór með bílinn á verkstæði, en þar ræður ríkjum eigandinn sem er reddar öllum hlutum eins og ekkert sé. En aldrei þessu líkt þá gat hann ekkert gert fyrir mig, þar sem að það þarf að taka vélina úr bílnum til að komast í startarann. Ég fór þá með bílinn í Ræsi sem er verkstæði sem sérhæfir sig í Benz-bílum. Ætli það sé ekki lítið að gera á verkstæðinu hjá Ræsi, þar sem við vitum allir að Benzar bila sjaldan.

Allt í lagi með það. Ég átti von á að Benzinn yrði tilbúinn í gær og þegar ekki var búið að hringja í mig í morgun þá hringdi ég í Ræsi til að forvitnast um bílinn og fékk það svar að þeir ætluðuð að athuga með bílinn og hringja síðan í mig aftur. Þegar ekki var búið að hafa samband við mig um 3 leytið þá hringdi ég aftur í Ræsi. Eftir að ég sagði hver ég væri varð starfsmaðurinn skömmustulegur og sagði að búið væri að gera við bílinn en það væri verið að sprauta hann núna! Sprauta hann? Ég varð eðlilega eitt spurningamerki. Þá sagði starfsmaðurinn að það hefði orðið óhapp á verkstæðinu og það væri verið að laga bílinn og hann væri í sprautningu.

Ég get alveg sagt ykkur að þetta var eitthvað sem ég átti ekki von á og gat ekki annað brosað á meðan starfsmaðurinn var að afsaka sig. Núna bíð ég spenntur eftir að fá bílinn aftur og fá að vita hvað gerðist.


Er Tinni kynþáttahatari?

Ég trúi ekki að það sé verið að reyna að banna Tinna bækurnar og saka Hergé, Tinna og félaga um kynþáttafordóma. Ef það þykir ástæða að banna Tinna þá ætti að banna flestar bækur sem gefnar hafa verið út.

Ég legg til að stofnaður verður stuðningshópur sem hefur það að markmiði að verja Tinna fyrir illum öflum. Ég vil nefnilega að börnin mín fái að kynnast Tinna og Tobba, Kolbein Kaftein, Skafta og Skapta, Jósef, prófessor Vandráð og að sjálfsögðu Valíu Veinólínu og öllum þeim persónum sem komu fram í bókunum.


mbl.is Tinni í Kongó of fordómafullur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband