Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Þá er það komið í ljós!
3.6.2007 | 23:51
Þessi frétt kemur örugglega öllum stuðningsmönnum Liverpool á óvart. En við hinir brosum út í annað. Ég er nokkuð viss um að mínir menn í Crystal Palace séu ekki ofarlega á listanum, enda þekkt prúðmenni. Þeir eru svo prúðir að það næsta sem þeir hafi komist ólátum var þegar Eric Cantona stökk upp í stúku og misþyrmdi einum stuðningsmanni Palace um árið.
![]() |
UEFA: Liverpool með verstu áhorfendur í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir eru hugrakkir hjá 365.
3.6.2007 | 20:27
Egill Helgason er síðasti maður sem ég vildi reita til reiði.
![]() |
365 miðlar hóta Agli lögbanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Meira af líffæragjöfum og ígræðslum
3.6.2007 | 18:35
Ég var að skrifa hugleiðingar um líffæragjafir og líffæraígræðslur á heimasíðu Hugins Heiðars. Hægt er að sjá greinina hérna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ársbirgðir af pulsum?
3.6.2007 | 14:50
Hvað ætli hann Joey Chestnut borði mikið af pulsum á ári úr því hann borða 60 pulsur á 12 mínútum? Þetta eru ekki amarleg verðlaun, ekki bara fékk hann ársbirgðir af pulsum heldur líka 250 dollara inneignarnótu í verslun, sem er samkvæmt mínum reikningum um 16.000 krónur.
Miðað við hvað maðurinn heitir þá ætti hann frekar að keppa í hnetuáti.
![]() |
Heimsmet: Borðaði tæplega 60 pylsur á 12 mínútum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir eru ekki blankir hjá West Ham.
3.6.2007 | 11:02
Ætli það dugi fyrir West Ham að kaupa og kaupa til að ná árangri? Ekki dugir það hjá KR!
![]() |
Þrír orðaðir við West Ham í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Peter Lehmann Weighbridge Shiraz
2.6.2007 | 22:35
Peter Lehmann Weighbridge Shiraz er ástralskt rauðvín, það er stamt með sterku berjabragði. Það hentar vel með kjúklingum og pasta.
Tegund: Peter Lehmann Weighbridge Shiraz.
Framleiðsluland: Ástralía.
Verð í vínbúðum: 1.360 krónur.
Einkunn: 1 (allt í lagi).
Skelfileg uppákoma.
2.6.2007 | 20:36
Þetta er atburður sem ég hefði aldrei trúað að ættu eftir að gerast í landsleik Dana og Svía, tveggja þjóða sem eru þekktar fyrir vináttu og frændskap.
![]() |
Svíum dæmdur 3:0 sigur á Dönum á Parken eftir árás á dómara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vonbrigði.
2.6.2007 | 19:48
Þvílík vonbrigði að tapa fyrir Liechtenstein sem er lítið betra en þokkalegt firmalið. Ég kalla þetta tap þar sem við töpuðum 2 stigum. Það var lítið sem gladdi augað í leiknum. Brynjar Björn, Árni Gautur og Matthías voru skástir. Ég veit ekki hvað Veigar Páll var að gera en ég hef alltaf haft mætur á honum þannig að frammistaða hans voru mikil vonbrigði fyrir mig og ótrúlegt að Jolli skyldi leyfa honum að vera inn á í 72 mínútur. Það eina sem gladdi mig var frammistaða Birkis og Theódórs en þeir áttu mjög góða innkomu. Gula spjaldið hjá Eið sagði allt um frammistöðu hans, þó hann segir að hann hafi ekkert sagt við dómarann og Liechtensteinar hefðu vælt í dómaranum um að gefa honum spjald þá var þetta réttilega gult spjald.
Mikið vorkenni ég KR-ingum, bæði félagslið þeirra og landslið geta ekki baun, en ég er Keflvíkingur og get verið stoltur að mínu félagsliði!
![]() |
Jafntefli gegn Liechtenstein og Eiður í leikbann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Getur þetta verið?
2.6.2007 | 16:35
Þessi frétt kemur mér mjög á óvart, enda hef ég aldrei bendlað Nígeríumenn við svindl!
![]() |
Tvö þúsund nemendur svindluðu á inntökuprófi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver er að ljúga?
2.6.2007 | 16:32
Það þarf að rannsaka þetta betur. Það gengur ekki að við þurfum að vera í óvissu um hvort Andrew og Sarah séu gift eða ekki. Þetta skiptir höfuðmáli, heitir Sarah Cooksey eða Speaker (ég veit ekki hvort nafnið sé verra). Er Angelos Roussos bæjarstjóri að ljúga eða er Andrew að ljúga.
Ég bíð spenntur eftir frekari fréttum af þessu máli.
![]() |
Grísk yfirvöld segja berklasjúkling ekki hafa kvænst þar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)