Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Ég er búinn að taka ákvörðun.

Ég er búinn að taka ákvörðun, ég ætla að hætta að nota  og kaupa kínverskt tannkrem.

 Hvernig er þetta annars, ef fólk notar tannkrem með frostlögi, losnar það ekki við tannkul?


mbl.is Varað við kínversku tannkremi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakannanir.

Ég skellti inn minni fyrstu skoðanakönnun og er hún efst til vinstri á síðunni. Endilega takið þátt í henni.


Þetta er skrýtið.

Ef ég væri saklaus í svona máli, þá myndi ég aldrei greiða skaðabætur eða sáttagreiðslu eins og Hótel Saga kallar þetta. Ég held að Hótel Saga viti alveg upp á sig sökina og eru að reyna að breiða yfir þetta með því að greiða skaðabætur og loka málinu.


mbl.is Fallast á sáttagreiðslu vegna afboðunar klámráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir að gefa líffæri.

Ég vona að þetta gabb verði til að opna augu fólks við því vandamáli sem er að of fáir eru tilbúnir til að gefa líffæri og vilja frekar að þau rotni heldur en að einhver sem þarf á þeim að halda til að geti lifað áfram fái þau.

Á 13. mínútna fresti er nýr einstaklingur settur á lista yfir líffæraþega. Á hverjum degi deyja 16 einstaklingar vegna þess að þeir fá ekki líffæri í tæka tíð. Þessar tölur eru svo sláandi að það er ekki annað hægt en að hugsa um það. Ísland er í einu af botnsætunum yfir þær þjóðir í Evrópu sem vilja gefa líffæri.

Huginn Heiðar sonur minn gekkst undir lifrarígræðslu í maí 2005 þegar hann var 6 mánaða gamall, hann er yngsti lifrarþegi Íslands. Hann gat ekki beðið eftir nýrri lifur þar sem biðin þá var 4-8 mánuðir og hann þurfti lifur strax. Það varð úr að mamma hans gaf honum hluta af sinni lifur. Mér finnst það ósanngjarnt að heilbrigt fólk þurfi að gangast undir mikla aðgerð á meðan eru fullt af líffærum grafin.

Þetta er mjög erfið ákvörðun að gefa líffæri eftir sinn dag, svo maður tali ekki um ef maður myndi missa barn að þurfa að taka ákvörðun um að gefa líffæri úr því. Fullt af fólki segir nei, það muni ekki gefa líffæri úr sínu barni. Þá spyr ég það ef barnið þeirra væri veikt, myndu þið þiggja líffæri fyrir það og þar kemst fólkið yfirleitt í vandræði. Gerið þið ykkur grein fyrir því að 2 ára barn sem er með alvarlegan hjartagalla og þarf að fá nýtt hjarta getur bara fengið hjarta úr látnum jafnaldra sínum. Ef enginn sem missir barn er til í að gefa líffærin þá munu mörg börn deyja sem eiga annars möguleika á að lifa.

Hugsið um þetta strax takið ákvörðun um að gefa líffæri, hvort sem úr ykkur og aðstandendum ykkar. Þá þurfið þið ekki að taka ákvarðanir á erfiðustu augnablikum í lífi ykkar.


mbl.is „Raunveruleikaþáttur“ um nýrnagjafa reyndist gabb
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott fyrir Chelsea.

Flott hjá Chelsea að fá enn einn leikmanninn til að brjóta niður. Eflaust veit Pizarro ekki hvað hann er að gera og heldur að þetta sé eitthvað skref fram á við. Ég er ansi hræddur um að hann eigi eftir að fá færri tækifæri en Shaun Wright-Phillips.

Ég vorkenni samt mest af öllu Steve Sidwell, frábær leikmaður sem á ekkert erindi til geðsjúklingsins Mourinho. Ég býst ekki við að Sidwell fái mörg tækifæri enda að slást við Essien, Lampard, Joe Cole, Obi-Mikel, Ballack, Robben, Kalou og Wright-Phillips um sömu stöðuna.


mbl.is Claudio Pizarro kominn til Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið besta mál.

Fyrst þegar ég heyrði fréttir af þessu fyrirhugaða banni sem er tekið í gildi, fannst mér það fáránlegt og vera dæmt til að mistakast. En því meir sem ég hugsa um það þeim mun sniðugra finnst mér það og eftir nokkur ár mun fólk finnast það fáránlegt að leyft hafi verið að reykja á veitingastöðum til ársins 2007.

Ég man nefnilega þá tíð þegar ég fór í banka um það leyti sem ég var að fara fyrst á vinnumarkaðinn, þá þótti eðlilegt að fólk væri að reykja á meðan það væri verið að bíða eftir afgreiðslu og seinni partinn á föstudögum þá var ekki líft í bönkum fyrir tóbaksmengun. Á þeim tíma var líka eðlilegt að inni í matvöruverslunum voru hundar hlaupandi um á meðan eigandinn var að velja í kvöldmatinn. Sem betur fer tíðkast þetta ekki lengur.

Ég held að breytingarnar í dag sé enn ein framþróunin í að vernda saklausa fyrir skaðsemi tóbaksins.


mbl.is Hvað mega veitingamenn gera fyrir reykingamenn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harðir í horn að taka.

Þeir eru harðir í horn að taka tollverðirnir í Leifsstöð. Frábært starf sem þeir eru að vinna þar og ekki má gleyma tollhundunum sem þefa allt uppi.
mbl.is Tekinn með 2 kíló af fíkniefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband