Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Atlantsolía.
6.6.2007 | 17:21
Mikið er ég ánægður með að Atlantsolía sé á olíumarkaðinum, ef stóru olíufélögin þrjú væru enn allsráðandi þá væri lítraverðið örugglega 130-140 krónur. Það er stórmerkilegt að Atlantsolía sem er minnsta félagið haldi bensínverðinu niðri.
![]() |
Skeljungur og N1 hækka verð á eldsneyti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott ráð.
6.6.2007 | 17:13
Ég vona að umræddur ökumaður lesi þetta blogg, ég ætla nefnilega að gefa honum ráð sem ég hef notað með góðum árangri í mörg ár. Ef þú mætir alltaf of seint í vinnuna þá skaltu leggja fyrr af stað. Og ef þetta hefur verið einstakt atvik þá er sniðugt að hringja í yfirmanninn og segja honum að þú mætir aðeins of seint og keyra síðan í rólegheitum í vinnuna.
Í von um að þú farir eftir þessu næst.
![]() |
Hraðakstur vegna vinnunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skelfileg frétt.
5.6.2007 | 19:20
Sorgleg frétt og fær mig til að hugsa til Starfsfólksins á Children's hospital of Pittsburgh sem framkvæmdi lifrarígræðsluna á Hugin. Allt frábært starfsfólk þar og ég efast ekki um að þeir sem fórust hafi líka verið frábært fólk. Svona skurstofuteymi eru mjög mikilvæg er þetta gríðarlegt áfall fyrir spítalann.
Ég hugsa líka til sjúklingsins, hann var búinn að bíða lengi eftir nýju líffæri og þegar kallið kemur með von fyrir hann og fjölskyldu hans þá gerist þetta.
![]() |
Teymi skurðlækna fórst í flugslysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég skil ekki...
5.6.2007 | 18:52
Ég get ekki skilið af hverju það þarf að kalla þetta svæfing í vísindaskyni. Mér finnst eiginlega verið að misnota orðið "vísindaskyn". Ég hef séð hvernig mávarnir eru og finnst ástandið á tjörninni skelfilegt, það þarf að fækka þessum fljúgandi rottum og eru allar tilraunir tl þess að fækka þeim af hinu góða.
![]() |
Svefnlyfjum beitt á sílamáv í vísindaskyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áfram svo.
5.6.2007 | 12:55
Flott mál að taka einokunarfyrirtækin í gegn. Ég legg til að næst verða tryggingafyrirtækin tekin fyrir!
![]() |
Húsleit í húsakynnum MS, Auðhumlu og Osta- og smjörsölunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stupid criminal.
4.6.2007 | 23:49
Þetta er það sem Jay Leno myndi kalla stupid criminal. Það eru svona náungar sem gera "dagbók lögreglunnar" að gamanlestri.
![]() |
Seinheppinn brotamaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lúser að verja lúser.
4.6.2007 | 20:14
Mér fannst Teitur Þórðarson dálítið aumkunarverður í fréttum á Stöð2 í kvöld þegar hann var verja Eyjólf Sverrisson landsliðsþjálfara. Mér finnst nefnilega margt líkt með landsliðinu og KR, þeir eru með marga góða leikmenn sem eru að reyna að berjast um sæti í liðinu samt koma leikmenn illa undirbúnir í leikina, áhugalausir og kærulausir. Að sjálfsögðu vissi Teitur ekki hvað Eyjólfur gæti gert til að rífa liðið upp, ef hann vissi það þá gæti hann líka leyst vandamál KR-inga.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábær afreksmaður.
4.6.2007 | 16:18
![]() |
Boxari hjálpar Viktori Þór til síns fyrsta sigurs í formúlu-3 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrirmyndarfjölskylda.
4.6.2007 | 16:16
Eða er þetta það sem stjórnarmálamenn kölluðu sprotafyrirtæki fyrir kosningarnar? Lítil fjölskyldufyrirtæki sem eiga að geta stækkað og dafnað.
![]() |
22 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta er hneyksli.
4.6.2007 | 16:13
Þetta er hneyksli, enda finnst framsóknarmönnum að þeir eigi einkarétt á að svíkja kosningaloforð.
![]() |
Segir kosningaloforð um Vaðlaheiðargöng svikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)