Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Til hamingju.
9.6.2007 | 11:40
Til hamingju Austfirðingar, þetta er eitt stærsta framfaraskref sem stigið hefur verið fyrir Austfirðinga í marga áratugi að minnsta kosti ef ekki frá upphafi. Álverið mun tryggja uppbyggingu landssvæðisins og koma í veg fyrir fólksflótta þaðan. Og aftur til hamingju.
![]() |
Álverið á Reyðarfirði opnað í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábær frétt.
9.6.2007 | 09:44
Þetta eru frábærar fréttir fyrir KR, núna þurfa þeir ekki að reka hann.
![]() |
Teitur Þórðarson orðaður við Motherwell |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Greyið konan.
8.6.2007 | 22:09
Hvenær ætlar ameríska réttarkerfið að láta Paris í friði, þetta kallast einelti. Má konu greyið ekki njóta þess að lifa í sínum heimi. Af hverju þarf hún að fara eftir lögum eins og aðrir?
![]() |
Hilton send aftur í fangelsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dýrt flipp.
8.6.2007 | 11:11
Þetta var dýrt flipp hjá stuðningmanni Dana. Hann á væntanlega yfir höfði sér háa skaðabótakröfu frá danska knattspyrnusambandinu, frá eigendum Parken, danska sjónvarpinu og örugglega fleirum. Ljósi punkturinn fyrir hann er sá að væntanlega verður styttra fyrir hann að fara á næstu heimaleiki Dana, sérstaklega ef leikirnir verða spilaðir í Svíþjóð.
![]() |
Svíþjóð dæmdur 3:0 sigur gegn Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það ætti að flengja hana...
8.6.2007 | 11:06
Paris Hilton er dæmi um manneskju sem er fræg fyrir það að eiga ríka foreldra. Hún starfar við það að vekja á sér athygli og gengur henni mjög vel í því starfi. Núna Þegar hún er hefur verið dæmd til fangelsisvistar þá biður hún um hjálp hjá ríka og fræga fólkinu til að losna undan fangavistinni og að sjálfsögðu kemst hún upp með það.
Ég held að fangelsisvistin geri lítið gagn fyrir hana og hún verður bara enn frægari fyrir vikið. Ég legg til að í stað fangelsisvistar þá verði einhver fenginn til að flengja hana almennilega, en það versta við þá refsingu er að ég held að henni mun örugglega þykja það gott að láta flengja sig.
![]() |
Parísi Hilton gert að mæta aftur fyrir dómara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég datt í lukkupottinn.
7.6.2007 | 22:53
Fyrir rúmu ári datt ég heldur betur í lukkupottinn þegar ég vann tæpa milljón Evra í Evrópulottóinu. Mér fannst það reyndar dálítið skrýtið þar sem ég hafði aldrei keypt miða í því! Ég hafði enga trú á þessu en ákvað samt að leika mér aðeins og eyða tíma svikarhrappanna. Ég sendi fax til þeirra með upplýsingum um mig og allt gekk ljómandi vel, ég fékk afrit af vinningsmiðanum og núna var ekkert að gera nema að fá vinninginn. Þeir vildu fá reikningsnúmer þar sem hægt var að leggja peninga inn og ég stofnaði reikning gaf hann upp og áfram hélt vinnan áfram hjá þeim þeir hringdu í mig nánast daglega og ég skildi ekki hversu þolinmóðir þeir voru og af hverju þeir væru ekki byrjaðir að reyna að ná einhverju af mér.
Um 3 vikum eftir að ég fékk bréfið frá þeim þá sögðu þeir að allt væri til reiðu og ég gæti fengið peningana greidda út. En lögmannsstofan sem sér um að greiða vinninga til þeirra sem búa utan Spánar tekur rúmlega 3.000 Evrur í þóknun og ég þarf að borgar þá upphæð til að fá vinningsupphæðina. Ég fæ að vita bankanúmer og helstu upplýsingar hvar ég eigi að leggja peningana inn. Daginn eftir er haft samband við mig ég spurður af hverju ég hafi ekki lagt upphæðina inn og ég segist ekki geta gert neitt núna þar sem ég er í vinnu og bið hann að hringja seinna (ég notaði þetta mjög oft). Hann hringir daginn eftir og segir að ég sé að falla á tíma og það verður að ganga frá þessu. Þá spyr ég hann af hvernig stendur á því að ég hafi unnið í lottóinu þar sem ég hef aldrei keypt miða í því og auðvitað var hann með svör á reiðum höndum. Það gerist oft að umboðsaðilar kaupa marga miða og til að villa um fyrir lottófyrirtækjunum þá skrifa þeir oft nöfn af handahófi sem kaupendur og stunda verða mistök hjá þeim þannig að peningarnir lenda hjá lögmannsstofunni og þá er reynt að hafa upp á réttum eigendum og í þessu tilfelli hafði einhver skráð mig fyrir vinningsmiðanum.
Ég legg til að hann leysi út vinningsmiðann fyrir mig og myndi fá fyrir vikið 50% af þessari milljón Evra. Hann segist ekki mega það. Ég tilkynni honum þá að ég muni ekki borga þessa upphæð og ég heyri vonbrigðin í gegnum símann og jafnframt segist ég vera með margar upplýsingar um hann eins og símanúmer, tölvupóst og heimilisfang í Madrid og ég sé að hugleiða að kæra hann fyrir að reyna svíkja peninga úr fólki. Við svo búið skellti hann á mig og ég hef ekki heyrt í honum aftur.
Ég skil vel að hann nái stundum að plata peninga úr fólki þar sem hann var mjög trúlegur og hafði alltaf svör á reiðum höndum. 3.000 Evrur eru ekki heldur stór upphæð miðað við að geta unnið eina milljón Evra. Hann náði ekki að svíkja peninga út úr mér og það sem ég er ánægðastur með er það að ég eyddi miklum tíma hjá honum og lét hann snúast töluvert í kringum mig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lindeman bin 50 Shiraz.
7.6.2007 | 22:19
Lindeman bin 50 Shiraz er ástralskt rauðvín meðalfyllt, þurrt og og milt. Það hentar vel með öllu kjöti og sérstaklega vel eitt og sér.
Tegund: Lindeman bin 50 Shiraz.
Framleiðsluland: Ástralía.
Verð í vínbúðum: 1.350 krónur.
Einkunn: 3 (mjög gott)
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sem betur fer.
7.6.2007 | 16:08
Ég var farinn að hafa verulegar áhyggjur af heilsu hennar og fagna því að hún hafi verið látin laus úr fangelsi. Þetta er mjög gott fyrir réttarkerfið og skapar gott fordæmi fyrir hina ríku.
![]() |
Látin laus samkvæmt læknisráði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ótrúlegt.
7.6.2007 | 12:22
Mér finnst ótrúlegt að fólk skuli ekki hugsa betur um öryggisbúnað barna. Hvað er þetta fólk að hugsa, finnst þeim allt í lagi að leggja börn sín í svona hættu eða er það ekkert að hugsa um afleiðingarnar ef slys verður.
![]() |
Börn í lífshættu vegna skorts á öryggi í bifreiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skammist ykkar.
6.6.2007 | 20:53
Þvílík niðurlæging. Ég hef aldrei séð annað eins og ég vil ekki sjá svona hluti aftur. Liðið var gjörsamlega áhugalaust og leyfðu Svíunum að ganga yfir sig. Auðvitað bera leikmennirnir mikla ábyrgð og þeir stóðu ekki undir henni. Ég tel þjálfarann bera mestu ábyrgðina í þessum leikjum. Hann valdi liðið og hann á að velja besta liðið og hann á að sjá til þess að leikmennirnir komi vel tilbúnir í leikinn og það hefur klikkað. Jackie Charlton sá ágæti þjálfari sagði þegar hann var spurður hvernig hann færi að því að láta leikmennina koma svona tilbúna í alla leiki og hann svaraði að þeir leikmenn sem eru ekki tilbúnir að gefa allt í leikina þeir eru ekki valdir í liðið. Þarna hefur Eyjólfur klikkað illilega, annað hvort er hann að velja leikmenn sem hafa engann áhuga á að spila fyrir Ísland eða þá að hann nær ekki að byggja upp stemninguna fyrir leiki. Ef Eyjólfur fer ekki að geta stjórnað liðinu eins og þjálfari þá á hann hætta.
Ég legg til að KSÍ fari að ganga aðeins á sjóðinn sinn og ráði heimsklassa þjálfara ( Capello og Lippi eru á lausu ). Mér finnst fáránlegt að á meðan íslensk knattspyrna sé að grotna niður þá stækka bankainnistæða KSÍ um svo háar upphæðir að ég skil það ekki. Það er gott mál að græða, en það má ekki koma niður á íþróttinni og það er að gera það núna.
![]() |
Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)