Köngulóavinafélagið gagnrýnir dauðadóminn.

Þetta er fyrsta blogg mitt sem meðlimur í Köngulóavinafélaginu.

Ég er að búa mig undir að stofna Köngulóavinafélagið, vegna þess að mér finnst könguló lifa við mikla fordóma (aðallega frá kvenmönnum). Þessi dýr eru saklaus og falleg og verður það mitt markmið að minnka fordóma gegn könguló og kenna fólki að lifa með þessum yndislegum dýrum.

Ég fordæmi þennan dauðadóm yfir saklausa dýrinu.


mbl.is Tarantúlan reyndi að flýja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála!

Tarantúlur eru algeng gæludýr erlendis. Þetta er bara eins og með margt annað. Það er allt bannað hérna á Íslandi!!!

Andri (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 22:36

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Vissulega nauðsynlegar skepnur Köngulær,og margar flottar tegundir til.Best að þú bara skráir mig inn í félagið góða og hver veit nema við verðum einn daginn stærri en liverpool klúbburinn á Íslandi.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 5.2.2008 kl. 22:44

3 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Já nákvæmlega. Ég átti tarantúlu sem gæludýr þegar ég bjó erlendis, hún var alveg frábær, agalega góð og mjög falleg, bleik:)

Margrét Elín Arnarsdóttir, 5.2.2008 kl. 22:45

4 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Já og skráðu mig í félagið:)

Margrét Elín Arnarsdóttir, 5.2.2008 kl. 22:51

5 Smámynd: Fjóla Æ.

Ekki skrá mig í þetta félag þitt og ekki halda félagafundi heima hjá þér heldur bara hugsunin ein...

Fjóla Æ., 6.2.2008 kl. 00:40

6 Smámynd: Mummi Guð

Miðað við viðbrögðin þá ætti þetta félag fljótlega að verða stærra en Liverpool-klúbburinn. Við værum líka stoltir af að vera í þessu félagi.

Fjóla. Ég skal ekki halda fund heima hjá mér. Að minnsts kosti ekki á meðan þú ert heima. En kannski verður þetta eins og með fótboltann og þú færð áhuga á köngulóm!

Mummi Guð, 6.2.2008 kl. 17:19

7 Smámynd: Ellý

Sammála þessu. Var ekki hægt bara að senda hana út eða á safn eða eitthvað?

Ég á bágt með að koma við köngulær en mér finnst þær mjög skemmtileg og falleg dýr. Það situr bara enn í mér þessi hrollur sem alinn var upp í manni. 

Ellý, 7.2.2008 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband