Flott byrjun hjá Óla!
4.2.2008 | 21:21
Ég get nú ekki annað en hugsað með hrylling ef þetta sé það sem koma skal hjá landsliðinu undir stjórn Óla Jó. En aftur á móti þá vil ég frekar að Ísland tapi æfingaleikjunum heldur en leikjunum í stóru keppnunum. Vonandi er Óli að nota tækifærið að sía út þá leikmenn sem eiga ekkert erindi í landsliðið, svo þegar HM byrjar í haust þá verður Óli kominn með réttu blönduna og stigin halast inn. Kannski er þetta fjarlægur draumur hjá mér!
Annað tap á Möltu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já Mummi draumar manns eru jú stundum vissulega bara draumar,ég vona samt að Óla gangi vel og nái að gera gott lið á ný.Það hlýtur að birta fyrr en seinna hjá Landsliðinu okkur og vonandi verður það í tíð Óla Jó.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 4.2.2008 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.