Ætli þeir séu skyldir Bjarna Guðjóns?

Það getur ekki verið annað en þessir nemendur séu skyldir þeim feðgum Bjarna og Guðjóni. Ég vona að þessum nemendum verði refsað af skólayfirvöldum fyrir uppátækið.


mbl.is Laxerolía í samlokum í Brekkubæjarskóla á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þykir þú nú heldur dónalegur.

Stefanía E. Hallgrímsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 16:25

2 identicon

Sæll Mummi.

 Þessi ummæli þín er með ólíkindum dónaleg og segja kannski meira um þig en þá feðga. Ég er t.d. skyld þeim Guðjóni og Bjarna og er stolt af því.

sigrún Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 16:51

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Mummi! þú ert ekki bara dóni heldur hefuðu greinilega átt atburðasnauða æsku.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.10.2007 kl. 17:15

4 identicon

Góður Mummi

Njáll (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 18:20

5 Smámynd: Mummi Guð

Kannski er ég dónalegur að koma með svona athugasemd. En fyrir mér er Bjarni Guðjónsson gangandi dæmi um óheiðarleika. Það ætti að vera mynd af honum í alfræðiorðabókinni þar sem talað er um óheiðarleika, en þetta er bara mín skoðun. Ég ber mun meiri virðingu fyrir gjaldkera ÍA sem stal peningum frá íþróttafélaginu, hann játaði þó sitt brot.

Ég skal ljúflega biðja þetta unga fólk afsökunar á því að tengja þau við Bjarna og Guðjón.

Högni, þekkir þú mig? ég held ekki, úr því þú kemur með svona komment. Sennilega á orðatiltækið "margur heldur mig sig" vel við hjá þér.

Mummi Guð, 15.10.2007 kl. 18:53

6 identicon

Sæll

Núna þykir mér þú ganga full langt. Ef þú ert að tala um markið umdeilda síðan í sumar, þá margbaðst Bjarni afsökunar á því og ætlaði sér fyrir það fyrsta aldrei að skora það. Það sem þú berð það saman við er ekki einu sinni svaravert. Þú spyrð Högna hvort að hann þekki þig ekki. Þú þekki ekki Bjarna né Guðjón og ættir ekki að dæma fólk nema vera þess fullviss að þú sért betri.

Ég get ekki dæmt þig en mér svíður svona málflutningur.

Með vinsemd

sigrún Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 20:24

7 Smámynd: Mummi Guð

Á ég að segja þér dálítið, ég nenni ekki að tala um þessa feðga. Eina sem ég ætla að segja er það að þeir sem halda að markið hafi verið óviljaverk eru blindir.

Mummi Guð, 15.10.2007 kl. 20:30

8 identicon

Sá sem ekki nennir að ræða veit að öllu jöfnu að hann hefur rangt fyrir sér. Ég er ekki blind og var á vellinum en varst þú þar,

sigrún Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 20:36

9 Smámynd: Mummi Guð

Ég nenni ekki að ræða þetta vegna þess að það mun engin niðurstaða koma. Ég mun áfram vera sannfærður um það að Bjarni hafi skorað markið af ásetningi og þú munt áfram vea sannfærð um að þetta hafi verið slys. Þess vegna nenni ég ekki að ræða þetta frekar.

Ég var á leiknum og sat í stúkunni hjá stuðningsmönnum Keflavíkur. Þurfti meðal annars að ganga fram hjá þér eftir leikinn þar sem þú sast hjá stuðningsmönnum ÍA.

Mummi Guð, 15.10.2007 kl. 20:50

10 identicon

 Allt í kringum þetta var leiðinlegt, markið sjálft og allt sem skeði á eftir.  Við gætum trúlega rökrætt þetta í allan vetur og verið ósammála. En svona samlíkingar eru samt frekar lélegar.

sigrún Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 20:58

11 identicon

Hahaha. Ég er viss um að þeir séu skyldir þeim feðgum, enda óheiðarlegagenið allsráðandi þar.

Ætli skagamenn séu jafnstoltir af þessum strákum sem settu laxerolíuna í samlokurnar, eins og þeir eruu stoltir af þeim feðgum. Kannski var þetta slys, þeir ætluðu að hella olíunni niður í vaskinn en hittu ekki og olían lenti óvart á samlokunum. Svipað og "slysið" hjá Bjarna í sumar.

Skagamenn þið eigið að skammast ykkar.

Jóhann (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 08:07

12 identicon

Einn fyndinn, þessi biturleiki er nú ekki allveg að gera sig. Kannski hefðu Keflvíkingarnir ekki verið svona klikkaðir og þannig þá hefðu þeir getað gefið þeim mark en nei sorry, sýndu þroska og hættu að væla yfir þessu máli.

Bjössi og Viddi (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 09:53

13 identicon

Okkur þykir þú nú frekar dónalegur af fullorðnum manni. 

sem góðvinkonur þessara stráka viljum við bara segja að þetta var  nú ekkert slys með laxarolíuna, heldur bara smá djók og getið þið ekki verið að líkja því við markið hjá Bjarna. Sem við héldum  nú að væri löngu gleymt og grafið, en greinilega eru sumir keflvíkingar ennþá bitir eftir þann atburð.

 Er réttlátt að segja að allir Skagamenn eigi að skammast sín? þar sem það voru aðeins þrír strákar ábyrgðir af þessu??? 

Dúna og Heiða (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 11:54

14 identicon

Smá bernskubrek hjá drengjunum sem þeir læra vonandi af.

Keflvíkingar eru nú ekki barnana bestir og hafa aldrei verið

Garðar Kúld (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband