Það vantar yfirlýsingu KSÍ í þessa frétt.

Það vantar alveg yfirlýsingu KSÍ í þessa frétt en hún er svohljóðandi:

"Knattspyrnusamband Íslands fagnar því að forystumenn ÍA og Keflavíkur hafa náð niðurstöðu vegna atviks sem átti sér stað í leik liðanna í Landsbankadeild 4. júlí sl.  KSÍ harmar að markið umdeilda  sem samræmist ekki heiðarlegum leik, hafi ráðið úrslitum í leiknum og fer fram á það við leikmenn Knattspyrnufélags ÍA að slíkt endurtaki sig ekki.  Jafnframt hvetur KSÍ leikmenn, forystumenn og stuðningsmenn liða til þess að halda vöku sinni og standa vörð um heiðarlegan leik.  Með eftirfarandi málalyktum  ÍA og Keflavíkur er máli þessu lokið af hálfu KSÍ."

Með öðrum orðum. Það er mat KSÍ að leikmenn ÍA sýndu óheiðarlegan leik og þess er krafist að leikmenn ÍA geri slíkt ekki aftur.


mbl.is Mark ÍA stendur og sættir hafa náðst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Ótrúlegt og þeir vilja ekkert gera í málinu - algjört getuleysi KSI http://runarhi.blog.is/blog/runarhi/entry/264499/

Rúnar Haukur Ingimarsson, 17.7.2007 kl. 22:30

2 Smámynd: Grétar Ómarsson

ÍA svindluðu og komust upp með það, það er einfaldlega mín skoðun.

Þegar ég horfi á töfluna í deildinni, reikna ég alltaf eins og staðan á að vera, eða ÍA með 2 stigum minna en þeir eru með í dag og einu marki færra.

Grétar Ómarsson, 28.7.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband