Færsluflokkur: Íþróttir
Er þetta viðunandi?
13.6.2007 | 12:31
Það er ekki hægt að segja að þetta sé góður árangur. Ísland situr núna í 109 sæti ásamt Azerbadijan. Listinn er mjög forvitnilegur og má sjá á honum mörg landslið sem eru ofar en Ísland á listanum en samt teljum við þessi lönd standa Íslandi langt að baki í knattspyrnunni. Lönd eins og Botswana, Gabon, Benin, St. Vincent, Equatorial Guinea, Bahrain, Mozambik, Haiti, Zimbabve, Jordanía. Qatar, Kýpur, Grænhöfðaeyjar, Oman, Burkina Faso, Zambia og Uzbekistan. Ég hálf partinn skammast mín fyrir það að Ísland sé lélegra í fótbolta en þessi lönd og þrátt fyrir að Geir Þorsteinsson segi að þessi listi skiptir engu máli, þá gerir hann það eða gerir hann það bara þegar Ísland er ofarlega á listanum?
Kíkjum á annað, það er hversu mikið Ísland hefur fallið á listanum síðan Guðjón Þórðar hætti með liðið.
1999: 43 sæti.
2000: 50 sæti.
2001: 52 sæti.
2002: 58 sæti.
2003: 58 sæti.
2004: 93 sæti.
2005: 94 sæti.
2006: 93 sæti.
2007: 109 sæti.
Er þetta viðunandi?
Ísland í 109. sæti á FIFA listanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er þetta ekki áhætta?
12.6.2007 | 19:56
Leikmannasamtökin reyna að leysa mál Bartons | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Teitur er heitur!
10.6.2007 | 21:58
Voða eru KR-ingar þolinmóðir, hversu lengi ætla þeir að sætta sig við hæfileikalausan þjálfara. Ekki kvarta ég og nú er bara spurning hvort Teitur verður enn að þjálfa KR í fyrstu deildinni á næsta ári.
KR enn án sigurs eftir 3:1 tap gegn ÍA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hættulegt starf.
9.6.2007 | 17:21
Að vera dómari er orðið að einu hættulegasta starfi í heimi. Dómarar er barðir af áhorfendum og leikmönnum í hverri viku. Þess á milli eru þeir sakaðir um kynþáttahatur og að þiggja mútur. Af hverju eru heilbrigðir menn að gerast dómarar?
Ráðist á dómara í sögulegum sigri Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Frábær frétt.
9.6.2007 | 09:44
Þetta eru frábærar fréttir fyrir KR, núna þurfa þeir ekki að reka hann.
Teitur Þórðarson orðaður við Motherwell | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dýrt flipp.
8.6.2007 | 11:11
Þetta var dýrt flipp hjá stuðningmanni Dana. Hann á væntanlega yfir höfði sér háa skaðabótakröfu frá danska knattspyrnusambandinu, frá eigendum Parken, danska sjónvarpinu og örugglega fleirum. Ljósi punkturinn fyrir hann er sá að væntanlega verður styttra fyrir hann að fara á næstu heimaleiki Dana, sérstaklega ef leikirnir verða spilaðir í Svíþjóð.
Svíþjóð dæmdur 3:0 sigur gegn Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skammist ykkar.
6.6.2007 | 20:53
Þvílík niðurlæging. Ég hef aldrei séð annað eins og ég vil ekki sjá svona hluti aftur. Liðið var gjörsamlega áhugalaust og leyfðu Svíunum að ganga yfir sig. Auðvitað bera leikmennirnir mikla ábyrgð og þeir stóðu ekki undir henni. Ég tel þjálfarann bera mestu ábyrgðina í þessum leikjum. Hann valdi liðið og hann á að velja besta liðið og hann á að sjá til þess að leikmennirnir komi vel tilbúnir í leikinn og það hefur klikkað. Jackie Charlton sá ágæti þjálfari sagði þegar hann var spurður hvernig hann færi að því að láta leikmennina koma svona tilbúna í alla leiki og hann svaraði að þeir leikmenn sem eru ekki tilbúnir að gefa allt í leikina þeir eru ekki valdir í liðið. Þarna hefur Eyjólfur klikkað illilega, annað hvort er hann að velja leikmenn sem hafa engann áhuga á að spila fyrir Ísland eða þá að hann nær ekki að byggja upp stemninguna fyrir leiki. Ef Eyjólfur fer ekki að geta stjórnað liðinu eins og þjálfari þá á hann hætta.
Ég legg til að KSÍ fari að ganga aðeins á sjóðinn sinn og ráði heimsklassa þjálfara ( Capello og Lippi eru á lausu ). Mér finnst fáránlegt að á meðan íslensk knattspyrna sé að grotna niður þá stækka bankainnistæða KSÍ um svo háar upphæðir að ég skil það ekki. Það er gott mál að græða, en það má ekki koma niður á íþróttinni og það er að gera það núna.
Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lúser að verja lúser.
4.6.2007 | 20:14
Mér fannst Teitur Þórðarson dálítið aumkunarverður í fréttum á Stöð2 í kvöld þegar hann var verja Eyjólf Sverrisson landsliðsþjálfara. Mér finnst nefnilega margt líkt með landsliðinu og KR, þeir eru með marga góða leikmenn sem eru að reyna að berjast um sæti í liðinu samt koma leikmenn illa undirbúnir í leikina, áhugalausir og kærulausir. Að sjálfsögðu vissi Teitur ekki hvað Eyjólfur gæti gert til að rífa liðið upp, ef hann vissi það þá gæti hann líka leyst vandamál KR-inga.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er það komið í ljós!
3.6.2007 | 23:51
Þessi frétt kemur örugglega öllum stuðningsmönnum Liverpool á óvart. En við hinir brosum út í annað. Ég er nokkuð viss um að mínir menn í Crystal Palace séu ekki ofarlega á listanum, enda þekkt prúðmenni. Þeir eru svo prúðir að það næsta sem þeir hafi komist ólátum var þegar Eric Cantona stökk upp í stúku og misþyrmdi einum stuðningsmanni Palace um árið.
UEFA: Liverpool með verstu áhorfendur í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir eru ekki blankir hjá West Ham.
3.6.2007 | 11:02
Ætli það dugi fyrir West Ham að kaupa og kaupa til að ná árangri? Ekki dugir það hjá KR!
Þrír orðaðir við West Ham í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)