Færsluflokkur: Íþróttir

Skelfileg uppákoma.

Þetta er atburður sem ég hefði aldrei trúað að ættu eftir að gerast í landsleik Dana og Svía, tveggja þjóða sem eru þekktar fyrir vináttu og frændskap.


mbl.is Svíum dæmdur 3:0 sigur á Dönum á Parken eftir árás á dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði.

Þvílík vonbrigði að tapa fyrir Liechtenstein sem er lítið betra en þokkalegt firmalið. Ég kalla þetta tap þar sem við töpuðum 2 stigum. Það var lítið sem gladdi augað í leiknum. Brynjar Björn, Árni Gautur og Matthías voru skástir. Ég veit ekki hvað Veigar Páll var að gera en ég hef alltaf haft mætur á honum þannig að frammistaða hans voru mikil vonbrigði fyrir mig og ótrúlegt að Jolli skyldi leyfa honum að vera inn á í 72 mínútur. Það eina sem gladdi mig var frammistaða Birkis og Theódórs en þeir áttu mjög góða innkomu. Gula spjaldið hjá Eið sagði allt um frammistöðu hans, þó hann segir að hann hafi ekkert sagt við dómarann og Liechtensteinar hefðu vælt í dómaranum um að gefa honum spjald þá var þetta réttilega gult spjald.

Mikið vorkenni ég KR-ingum, bæði félagslið þeirra og landslið geta ekki baun, en ég er Keflvíkingur og get verið stoltur að mínu félagsliði!


mbl.is Jafntefli gegn Liechtenstein og Eiður í leikbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott fyrir Chelsea.

Flott hjá Chelsea að fá enn einn leikmanninn til að brjóta niður. Eflaust veit Pizarro ekki hvað hann er að gera og heldur að þetta sé eitthvað skref fram á við. Ég er ansi hræddur um að hann eigi eftir að fá færri tækifæri en Shaun Wright-Phillips.

Ég vorkenni samt mest af öllu Steve Sidwell, frábær leikmaður sem á ekkert erindi til geðsjúklingsins Mourinho. Ég býst ekki við að Sidwell fái mörg tækifæri enda að slást við Essien, Lampard, Joe Cole, Obi-Mikel, Ballack, Robben, Kalou og Wright-Phillips um sömu stöðuna.


mbl.is Claudio Pizarro kominn til Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drykkjuskapur á Laugardalsvelli.

Ég vil benda áhugamönnum um íslenska knattspyrnu á bloggsíðu Henrys Birgis þar sem hann er að fjalla um misrétti á Laugardalsvelli hvað varðar áfengis og tóbaksnotkun. Á meðan VIP-aðallinn fær að drekka bjór og reykja í VIP-stúkunni þá þurfa aðrir knattspyrnuáhugamenn að sitja undir því að starfsmenn vallarins gramsa í töskum þeirra í leit að bjór til að gera upptækan.


Stjörnustríðið.

Það er ótrúlegt hvað KR-ingar geta verið slappir, sitja núna í botnsætinu í úrvalsdeildinni og það þrátt fyrir að kaupa alla bestu leikmenn Íslands sem voru á lausu. Pétur Marteins, Atla Jó, Jóa Þórhalls og Óskar Örn og þegar það gekk ekki upp þá bættu þeir Rúnari Kristins á innkaupalistann og hann átti að breyta öllu. Þeir eru með dýrasta þjálfara Íslands og hann er ekki að sýna neitt. Stundum finnst mér eins og hann viti ekki um hvað fótbolti snýr. Hann getur alla vega ekki séð hæfileika í leikmönnum samanber Gunna Kristjáns.

Í kvöld tapaði KR fyrir Víking sem KR-ingar kalla oft KR-B vegna þess að margir leikmenn Víkings eru KR-ingar sem fengu engin tækifæri með KR og þjálfari Víkings er líka KR-ingur.

Nú ætla ég að gefa ykkur KR-ingum ráð, hættið að reyna að kaupa ykkur titil, þá fer þetta kannski að ganga hjá ykkur. Þið getið keypt leikmenn en þið kaupið ekki liðsanda og félagshjarta.


mbl.is KR-ingar sitja á botninum eftir fjóra leiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá þeim.

Ég samgleðst Derby-mönnum að vera kominn í hóp þeirra bestu. Mér finnst samt að mínir menn í Crystal Palace hefðum átt að fara upp. En ég verð bara að bíða í ár til viðbótar eftir því.


mbl.is Derby upp í úrvalsdeildina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Totti engum líkur.

Francesco Totti er búinn að sýna það í vetur að hann er sennilega besti knattspyrnumaður heims í dag. Frábær leikmaður og frábær leiðtogi á vellinum. Benedikt er Páfinn í Róm, en Totti er Guðinn.


Helvítis gungur eru dómarar orðnir.

Ég vil byrja að segja að ég er stuðningsmaður Keflavíkur í fótboltanum. Eftir 3 leiki í deildinni þá er ég nokkuð sáttur við mína menn þó ég vildi auðvitað að við værum efstir í deildinni. Það sem ég ætla að skrifa um hérna eru dómararnir sem mér finnst vera orðnir ansi huglausir.

Í fyrsta leiknum á móti KR slær einn leikmanna KR einn Keflvíkinginn og það fyrir framan aðstðoardómarann sem sér þetta og ákveður að hæfileg refsing er gult spjald!! og af hverju? Jú hann vissi ekki hvað hefði gerst áður og hélt jafnvel að þetta væri hefnibrot. Hann var að hugsa um að reka báða leikmennina af leikvelli, en ákvað að koma með "Salomonsdóm" og gefa KR-ingnum gult spjald. Í knattspyrnulögunum stendur ef þú slærð leikmann eða til hans þá er það rautt spjald. Hann átti að gefa Atla rautt spjald og í raun var ekkert annað hægt að gera.

Í leik tvö á móti FH kemst einn Keflvíkingur einn í gegn eftir 40 sekúndur og er togaður niður af varnarmanni FH, það er beint rautt spjald. Líkt og í KR-leiknum þorði dómarinn ekki reka manninn út af og gaf honum gult spjald.

Í leik þrjú á móti Breiðablik gerist það að Keflavík jafnar leikinn á síðustu mínútunni. Það er Guðjón Árni varnarmaðurinn öflugi sem skorar markið og fagnar eins og varnarmanni sæmir og hleypur  í átt til áhorfenda og hvað gerist? Þegar Guðjón helypur framhjá einum leikmanni Breiðabliks þá sparkar hann í Guðjón sem fellur illa við það og þetta gerðist fyrir framan dómarann og eins og fyrri daginn þá þorði hann ekki að spjalda manninn. Ég verð að hrósa þó dómaranum fyrir að þora að dæma víti á Keflavík fyrir ekki neitt.

Eftir að hafa horft á fyrstu þrjár umferðirnar í boltanum þá er ég sannfærður um það að á síðasta dómaraþingi hafi verið samþykkt að leggja Keflavík í einelti.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband