Færsluflokkur: Bloggar
Þetta er skrýtið.
2.6.2007 | 09:07
Ef ég væri saklaus í svona máli, þá myndi ég aldrei greiða skaðabætur eða sáttagreiðslu eins og Hótel Saga kallar þetta. Ég held að Hótel Saga viti alveg upp á sig sökina og eru að reyna að breiða yfir þetta með því að greiða skaðabætur og loka málinu.
![]() |
Fallast á sáttagreiðslu vegna afboðunar klámráðstefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allir að gefa líffæri.
1.6.2007 | 22:40
Ég vona að þetta gabb verði til að opna augu fólks við því vandamáli sem er að of fáir eru tilbúnir til að gefa líffæri og vilja frekar að þau rotni heldur en að einhver sem þarf á þeim að halda til að geti lifað áfram fái þau.
Á 13. mínútna fresti er nýr einstaklingur settur á lista yfir líffæraþega. Á hverjum degi deyja 16 einstaklingar vegna þess að þeir fá ekki líffæri í tæka tíð. Þessar tölur eru svo sláandi að það er ekki annað hægt en að hugsa um það. Ísland er í einu af botnsætunum yfir þær þjóðir í Evrópu sem vilja gefa líffæri.
Huginn Heiðar sonur minn gekkst undir lifrarígræðslu í maí 2005 þegar hann var 6 mánaða gamall, hann er yngsti lifrarþegi Íslands. Hann gat ekki beðið eftir nýrri lifur þar sem biðin þá var 4-8 mánuðir og hann þurfti lifur strax. Það varð úr að mamma hans gaf honum hluta af sinni lifur. Mér finnst það ósanngjarnt að heilbrigt fólk þurfi að gangast undir mikla aðgerð á meðan eru fullt af líffærum grafin.
Þetta er mjög erfið ákvörðun að gefa líffæri eftir sinn dag, svo maður tali ekki um ef maður myndi missa barn að þurfa að taka ákvörðun um að gefa líffæri úr því. Fullt af fólki segir nei, það muni ekki gefa líffæri úr sínu barni. Þá spyr ég það ef barnið þeirra væri veikt, myndu þið þiggja líffæri fyrir það og þar kemst fólkið yfirleitt í vandræði. Gerið þið ykkur grein fyrir því að 2 ára barn sem er með alvarlegan hjartagalla og þarf að fá nýtt hjarta getur bara fengið hjarta úr látnum jafnaldra sínum. Ef enginn sem missir barn er til í að gefa líffærin þá munu mörg börn deyja sem eiga annars möguleika á að lifa.
Hugsið um þetta strax takið ákvörðun um að gefa líffæri, hvort sem úr ykkur og aðstandendum ykkar. Þá þurfið þið ekki að taka ákvarðanir á erfiðustu augnablikum í lífi ykkar.
![]() |
Raunveruleikaþáttur um nýrnagjafa reyndist gabb |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hið besta mál.
1.6.2007 | 19:46
Fyrst þegar ég heyrði fréttir af þessu fyrirhugaða banni sem er tekið í gildi, fannst mér það fáránlegt og vera dæmt til að mistakast. En því meir sem ég hugsa um það þeim mun sniðugra finnst mér það og eftir nokkur ár mun fólk finnast það fáránlegt að leyft hafi verið að reykja á veitingastöðum til ársins 2007.
Ég man nefnilega þá tíð þegar ég fór í banka um það leyti sem ég var að fara fyrst á vinnumarkaðinn, þá þótti eðlilegt að fólk væri að reykja á meðan það væri verið að bíða eftir afgreiðslu og seinni partinn á föstudögum þá var ekki líft í bönkum fyrir tóbaksmengun. Á þeim tíma var líka eðlilegt að inni í matvöruverslunum voru hundar hlaupandi um á meðan eigandinn var að velja í kvöldmatinn. Sem betur fer tíðkast þetta ekki lengur.
Ég held að breytingarnar í dag sé enn ein framþróunin í að vernda saklausa fyrir skaðsemi tóbaksins.
![]() |
Hvað mega veitingamenn gera fyrir reykingamenn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Harðir í horn að taka.
1.6.2007 | 19:36
![]() |
Tekinn með 2 kíló af fíkniefnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vinsælt blogg.
31.5.2007 | 23:43
Ég byrjaði að blogga fyrir viku síðan og hafði stór orð um hvernig ég gæti orðið vinsæll bloggari og gerði það meira í gríni en alvöru og núna viku síðar er ég örugglega hástökkvari vikunnar vegna þess að bloggið mitt er í 116 sæti yfir vinsælustu bloggin hér á blog.is.
Hvort þetta verði til að hvetja mig áfram veit ég ekki og ég er nokkuð viss um að flest ykkar sé sama um það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég styð leigubílstjórann í Róm sem vildi ekki keyra mig!
31.5.2007 | 22:57
Mér dettur í hug þegar ég var í Róm fyrir nokkrum árum og var að fara á fótboltaleik. Ég labbaði að næsta leigubíl og bað hann um að skutla mér á Olimpico-leikvanginn, hann harðneitaði því. Hann sagði að hann héldi með Lazio og keyrði ekki stuðningsmenn Roma!
![]() |
Leigubílstjórar mótmæla í Róm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bandaríkjamenn vilja hvalveiðar!
31.5.2007 | 22:10
Það er smá hræsni í fyrirsögninni hjá mér. Bandaríkin er nefnilega sú þjóð sem berst harðast gegn hvalveiðum og segja þau ómannúðleg og að dýrin séu yfir manninn hafinn. Samt vilja þeir auka kvóta Grænlendinga í frumbyggjaveiðum og af hverju? Jú Bandaríkjamenn stunda sjálfir frumbyggjaveiðar á hval og þess vegna finnst þeim allt í lagi að drepa þessi dýr ef frumbyggjar gera það.
Þegar ég var í Bandaríkjunum þá lenti ég nokkrum sinnum í harðri umræðu um hvalveiðar og þá kom mér á óvart hversu lítið Kaninn vissi um hvali. Þeir mótmæltu alltaf þegar ég sagði að Bandaríkin væru ein stærsta hvalveiðiþjóð heims og það sem meira var þeir voru nokkrir sem héldu að það væri bara ein hvalategund til!!
Þetta minnti mig á þegar ég var að vinna á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli um árið og þegar einn kaninn sagði mér að hann vildi að allar hvalveiðar væru bannaðar vegna þess að hvalirnir væru búnir að vera svo lengi til og þegar fram líða stundir þá geta menn farið að tala við hvali með tækni sem er verið að þróa og þá getur maðurinn fengið gríðarlegar upplýsingar um lífið á fyrri tímum þegar hvalirnir fara að segja frá því. Svona er Kaninn stundum!
![]() |
Grænlendingar fá aukinn hvalveiðikvóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Innilegar samúðarkveðjur.
30.5.2007 | 21:37
Ég hef fylgst með baráttu Ástu síðan á haust mánuðum. Ég dáðist alltaf að baráttuþreki hennar sem hún hafði allt til dauðadags og ekki síður af jákvæðni hennar og hvernig hún barðist við sjúkdóminn af jákvæðni og festu.
Ég sendi innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu Ástu. Hvíl í friði.
![]() |
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Draumurinn!
30.5.2007 | 19:01
Ég ætti að reyna að komast í samband við þjófana, ég hef nefnilega átt þann draum að eiga baðkar úr gulli.
![]() |
Gullbaðkar hvarf sporlaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kveðja til Berglindar.
30.5.2007 | 16:03
Ég hef verið að fá ósk um að breyta útliti á síðunni, þar sem viðkomandi átti erfitt með að lesa það sem ég hafði fram að færa. Sem mikill lýðræðismaður ákvað ég að fara að vilja viðkomandi og núna ætti þú að geta lesa bloggið mitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)