Færsluflokkur: Bloggar
Játning.
6.8.2007 | 23:50
Ég verð að gera eina játningu hér á blogginu, þar sem enginn klukkaði mig þá kem ég bara með játninguna fyrir mig. Þannig er að ég forfallinn krembrauðsfíkill. Ég veit það eru ekki margir sem borða Krembrauð frá Freyju, en mikið svakalega er það gott. Ég man þegar ég var lítill að fá fékk ég stundum krembrauð, en þá voru aðrir tímar en núna. Innflutningur á sælgæti var bannaður á öllu sælgæti nema Prins Póló og við urðum að gera okkur íslenska framleiðslu að góðu. Þá var ekki byrjað að framleiða Djúpur og Freyjudraum þannig að úrvalið var ekki mikið. Fyrir nokkrum árum kynntist ég krembrauði aftur fyrir tilviljun og hef borðað það reglulega síðan. Það er stór galli við krembrauðið það er hvað það endist stutt og verður fljótt vont. Ég var búinn að fá mig fullsaddann af því að kaupa krembrauð sem stóðst ekki væntingar mínar, þá datt mér snjallræði í hug. Ég kaupi krembrauðið alltaf í sömu búðinni, þá veit ég að það er hreyfing á því og það verður ekki gamalt. Síðan ég byrjaði að gera þetta þá hef ég alltaf fengið nýtt og gott krembrauð. Fyrir ykkur sem viljið kaupa nýtt og gott krembrauð sem stenst mínar væntingar, þá versla ég alltaf mitt krembrauð í Samkaup Strax á Hringbrautinni í Keflavík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Frábært framtak.
6.8.2007 | 20:44
Mér finnst frábært að svona mót séu haldin þar sem ágóðinn rennur til góðra mála. Ég er félagi Í Einstökum Börnum og veit alveg hversu gott og öflugt þetta félag er og það að peningarnir koma félaginu vel. Ég set báða þumlungana upp fyrir skipuleggjendum mótsins og DHL.
![]() |
Sigurpáll sigraði í Einvíginu á Nesinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hverju er fólk að blogga?
5.8.2007 | 22:53
Af hverju er fólk að blogga? Þetta er spurning sem hvílir á ansi mörgum og flestir hafa sitt álit á því. Þeir sem blogga ekki halda því fram að þetta sé viss tegund af athyglissýki og þeir sem blogga halda flestir því fram að þeir séu blogga vegna þess að þeir halda að þeir hafa frá einhverju að segja.
Það er smá ástæða fyrir því af hverju ég er að blogga. Þannig er að í nóvember 2004 eignaðist ég mikið veikt barn og ég og Fjólan héldum úti heimasíðu á Barnalandi um baráttu hans. Við skrifuðum inn á heimasíðuna nánast daglega frá nóvember 2004 til mars 2007. Oft langaði okkur að tala um mál sem okkur fannst ekki eiga heima á síðunni hans, en gerðum það ekki. Ég reyndi nokkrum sinnum að byrja að blogga en það gekk ekki upp af einhverjum ástæðum. Þegar Fjólan fór síðan að tala um að fara að blogga þá hvatti ég hana til þess og skráði hana inn á blog.is. Í kjölfarið fór ég að blogga, en ég hafði skráð mig inn nokkrum mánuðum fyrr án þess að blogga. Þar sem ég er heima flest kvöld og helgar þá hef ég nægan tíma til að setjast niður við tölvuna og pikka inn nokkrar línur. Mér finnst það eiginlega bara gaman.
Það eru margir sem eru duglegir að blogga við fréttir til að fá fleiri heimsóknir á síðuna þeirra og margir eru ansi duglegir að gagnrýna þá. Mér er nokkuð sama hvort fólk hafi eitthvað að segja þegar þeir blogga fréttir, þegar ég hef lesið færslur hjá sumum sem hafa ekkert að segja þá hætti ég að skoða færslurnar frá þeim. Ósköp einfalt.
það er samt ein tegund af bloggi sem fer í taugarnar á mér. Það er þegar fólk er að blogga um viðkvæmar fréttir og er að segja eitthvað sem það má kannski hugsa en aldrei segja, hvað þá að birta á prenti. Ég vil ekki nefna nein dæmi, en það þarf ekki að fara lengra en í síðustu viku til að sjá skelfileg blogg, sem hefði aldrei átt að vera birt. Annað sem fer í taugarnar á mér það er þegar fólk er að nota bloggið til að koma með fréttir eða upplýsingar sem eiga ekkert erindi inn á bloggsvæði, til dæmis að birta nöfn manna sem hafa látist af slysförum eða koma með ótímabærar dánartilkynningar. Ég hef nokkrum sinnu séð það þegar fólk er að nafngreina fólk sem hafa látist fljótlega eftir slys, ég skil ekki hvaða hvatir liggja þar að baki. Af hverju leyfir fólk ekki svona tilkynningum fara sína venjulegu leið?
Ekki alls fyrir löngu kom upp sérstakt mál svokallað Lúkasarmál, þar sem hundur var drepinn og maður nánast tekinn af lífi fyrir að drepa hundinn. Síðan kom hundurinn fram sprelllifandi og hress og hundamorðinginn var saklaus. Þessi aðili er núna búinn að kæra 70 manns fyrir að níða sig opinberlega og sumir voru jafnvel kærðir fyrir að vera með hótanir í garð hans. Það að svona mál hafi komið er skelfilegt, en samt ágætt að málið varð svona borðleggjandi. Ég vona að ákæruvaldið taki þetta mál að festu svo þeir sem hafa sest í dómarasæti á netinu undir nafnleynd geri sér grein fyrir að netið er ekkert leikfang fyrir óvita.
Þrátt fyrir þetta allt þá ætla ég að halda áfram að blogga um það sem mér finnst, ef ég sé einhverja frétt sem mig langar að blogga við þá geri ég það og spyr engan að því. En ég mun ekki blogga við fréttir þar sem mannlegir harmleikir eru og ég mun ekki blogga við fréttir sem eru viðkvæmar fyrir suma.
Bloggar | Breytt 6.8.2007 kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Veit kaninn ekki að það er hægt að millifæra?
5.8.2007 | 20:12
Í fréttinni á vef Víkurfrétta stendur, "Upphæðin var ekki millifærð eins og gengur og gerist í nútíma viðskiptum heldur kom ávísun upp á 10 milljónir dollara í pósti". Þá er spurning hvort að kaninn viti ekki hvort það sé hægt að millifæra? Ætli ávísunin hafi komið í ábyrgðarpósti?
![]() |
Fékk 10 milljóna dala ávísun senda í pósti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ætli þeir eigi ekki laxerolíu í Kalkútta?
5.8.2007 | 17:36
Ég hefði haldið að það væri ódýrara og einfaldara að láta greyi karlinn laxera.
![]() |
Gleypti hálsmen og var gert að borða 50 banana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið minnir þetta mig á þegar hópur fólks úr klámiðnaðinum ætlaði að koma í skemmtiferð til Íslands. Þá tók fámennur minnihlutahópur sig og blaðraði um hættuna af því að fá þennan hóp til landsins og margir tóku undir þessi fáránlegu rök meðal annars borgarstjórinn í Reykjavík og hótelstýran á Hótel Sögu gerði sér lítið fyrir og tilkynnti hópnum að hann væri ekki velkominn á hótelið og hún missti vinnuna í kjölfarið.
Núna er þetta svipað á Akureyri. Nokkrir aðilar hafa blásið upp hættunni af ungu fólki og bæjarstýran tók undir þessi orð og bannaði ungu og sjálfráði fólki að koma til Akureyrar. Ætli hún muni missa vinnuna eins og hótelstýran á Hótel Sögu?
![]() |
Meirihluti bæjarstjórnar gegn takmörkunum á tjaldsvæðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ábyrgur faðir.
4.8.2007 | 13:24
Mikið svakalega er Eddie orðinn ábyrgur, hann er búinn að viðurkenna að eiga barnið en hann hefur hingað til neitað því þrátt fyrir að DNA rannsóknir sýndu að hann eigi barnið. Ég er viss um að hann hafi ekki tekið þessa ákvörðun sjálfur, heldur hefur lögrfæðingur hans eða einhver ábyrgur aðili neitt hann til að viðurkenna barnið og bent honum á að DNA rannsóknir væru nokkuð öruggar.
Mér finnst að Mel B ætti að gefa karlinum langt nef, fara fram á gott meðlag og gleyma honum síðan. Hann er búinn að sína hvað hann er mikill karakter en hann sagði Mel B upp á meðan hún var ólétt í beinni útsendingu í einhverjum spjallþætti.
![]() |
Murphy viðurkennir að eiga barn með Mel B |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kominn heim úr fríi.
3.8.2007 | 21:18
Þá er ég kominn heim eftir vikufrí, ég eyddi fríinu í sumarbústað með frúnni og fjórum af fimm börnum. Það var bara Natan sem komst ekki með okkur, enda nóg að gera í vinnunni hjá honum. Þó hans hafi verið saknað þá skemmtum við okkur hin konunglega. Toppurinn í ferðinni var að Huginn skyldi geta komið með okkur og verið allan tímann, en það var dálítið sem við áttum ekki endilega von á. Við breyttum sumarbústaðinum bara í sjúkrahús. Það að hafa farið í bústaðinn var dálítið djarft af okkur, en það gekk upp. Þrátt fyrir að vera á nokkuð stórum bíl, Dodge Grand Caravan þá þurftum við að fara tvær ferðir með allt dótið heim úr bústaðnum og það segir ýmislegt um þau tæki og tól sem fylgja Hugin.
Það gekk mikið á í þjóðfélaginu á meðan ég var í fríi, ég vil þó ekki tala um harmleiki eða sorglegar fréttir enda finnst mér það ekki eiga heima hér á blogginu. Ég vil frekar tala um þá leiðu frétt að KR hafi skipt um þjálfara, Teitur var rekinn í hans stað var ráðinn Logi nokkur sem hefur gert garðinn frægan sem þjálfari KF nörd. Mér finnst það mjög leiðinlegt að KR hafi rekið Teit enda er ég ekki stuðningsmaður KR og hef haft lúmskt gaman af óförum þeirra í sumar. Ég hef reyndar ekki heldur mikið álit á Loga, en fyrir KR-inga geta ég ekki annað sagt að þetta getur ekki versnað.
Af öðrum fréttum ber fréttin af Árna Johnsen og Þjóðhátíðarnefndinni í Vestmannaeyjum hæst. Þar sakar Árni Þjóðhátíðarnefndina um að hafa rekið sig sem kynni á Þjóðhátíð vegna pólítskra hagsmuna. Þjóðhátíðarnefnd svaraði vel fyrir sig með fréttatilkynningu,
Í yfirlýsingunni segir Þjóðhátíðarnefnd ummæli Árna leirburð, og vera bæði ósönn og ærumeiðandi. Páll hafi ekki svarað með þeim hætti sem Árni lýsir, hann hafi þess í stað sagt spurninguna ósanngjarna, þar sem Þjóðhátíðarnefnd blandi ekki pólitík við sín störf. Í yfirlýsingunni ítrekar Þjóðhátíðarnefnd ástæðu þess að Árna var gert að hætta sem kynnir. Það hafi verið í kjölfar þess að Árni hafi slegið söngvarann Hreim Heimisson á Brekkusviðinu árið 2005. Nefndin segir að öll vitni að atburðinum hafi verið sammála um að Árni hafi slegið Hreim. Í framhaldi segir í yfirlýsingu Þjóðhátíðarnefndar: Þessi atburðarás varð til þess að Þjóðhátíðarnefnd tók þá ákvörðun einróma að skipta um kynni. Það skal tekið fram að þetta er ekki í fyrsta og eina skiptið sem Árni missir stjórn á sér á Brekkusviðinu og sýnir af sér dómgreindarskort." Þjóðhátíðarnefnd segir að ummæli Árna í Þjóðhátíðarblaðinu séu aumkunarvert yfirklór, sem nefndin kjósi að skoða sem tæknileg mistök. Í niðurlagi yfirlýsingarinnar segir: Nefndin treysti sér einfaldlega ekki lengur til að bera ábyrgð á Árna Johnsen sem kynni á Brekkusviðinu. Það er lykilatriði í málinu. Lái okkur hver sem er." Ég verð að segja að staðan sé Árni - Þjóðhátíðarnefnd 0-3 og öll mörkin voru sjálfsmörk Árna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Atvinnumótmælendur óskast.
26.7.2007 | 12:17
Í Fréttablaðinu í dag er auglýst eftir atvinnumótmælendum, er auglýsingin svohljóðandi:
Atvinnumótmælendur vantar núna. Reynsla æskileg en allir velkomnir. Borgað samkvæmt taxta, bónus fyrir kranakilifur. Sendið umsóknir á atvinnumotmaelendur@gmail.com.
Af hverju ætli það sé verið að auglýsa eftir atvinnumótmælendum núna?
![]() |
Átta mótmælendur handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vondir vinnuveitendur.
25.7.2007 | 20:35
Ég tek það skýrt fram að ég veit ekki hvort það sem ég ætla að segja eigi við þessa frétt, en þessi frétt rifjar upp fullt af sögum af lélegum vinnuveitendum.
Þannig er það oft að vinnuveitandinn sem á bílinn neitar að lagfæra hann, vill ekki láta skoða hann eða jafnvel neitar að kaupa dekk undir hann þegar bíllinn er gatslitnum dekkjum. Ef starfsmaðurinn fer fram á lagfæringar þá honum sagt að þegja og skipta sér ekki af þessu, ef hann vill ekki keyra bílinn þá er alltaf hægt að finna annan starfsmann. Ég veit dæmi um að bílstjóri sem keyrir um 50 tonna bíl lenti í svona stríði við yfirmann sinn vegna þess að yfirmaðurinn vildi ekki kaupa ný dekk undir bílinn. Síðan eru þessir vinnubílar stórhættulegir í umferðinni, oft eru þeir bílar sem verst er hugsað um vinnubílar og þegar eitthvað gerist þá er ökumaðurinn ábyrgur fyrir lélegu ástandi bílsins.
![]() |
Bremsur gáfu sig á óskoðuðum bíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)