Færsluflokkur: Bloggar

Bobby Fischer og fötluðu stæðin.

fatlaðÞá komið að smá bloggi hjá mér. Í stuttu máli þá skellti ég, Fjólan og Huginn okkur í sveitinar á fimmtudaginn. Þar sem sumarbústaðadvöl okkar gekk svo vel þá var fannst okkur snjallræði að prófa það að fara í sveitina með Hugin. Ferðin gekk vel nema þegar við komum í Staðarskála. Þannig var að við stoppuðum í Borgarnesi og þegar við komum að Hyrnunni var bíll í fatlaða stæðinu, en það stæði notum við þegar við erum með Hugin, enda töluvert umstang í kringum hann. Við lögðum við bensíndælu og settum bensín á bílinn. Við horfðum síðan á það þegar fullfrískur aðili skokkaði í bílinn í fatlaða stæðinu og keyrði í burtu. Eftir smá stopp í Borgarnesi héldum við af stað og stoppuðum síðan aftur í Staðarskála og þar var bíll í fatlaða stæðinu sem mátti ekki vera þar frekar en bíllinn í Borgarnesi.

Ég gerðist svo grófur að leggja bílnum mínum fyrir aftan hinn bílinn á meðan við tókum Hugin út úr bílnum. Þegar við erum nýbúin að taka hann út úr bílnum og ég held á súrefniskútinum og Fjóla er með Hugin í fanginu þá kemur ungur maður varla mikið eldri en tuttugu ára út út Staðarskála og segir mér að færa bílinn þar sem hann er að fara, ég gapi að undrun yfir samviskuleysi hans. Ég hélt nú að menn kynnu að skammast sín þegar þeir leggja ólöglega í fötluðu stæðin en núna veit ég betur. Ég spurði hann hvort hann mætti leggja í þetta stæði og hann sagði að hann mætti það ekki en hann hefði ætlað að stoppa stutt svo honum fannst það í lagi. Ég varð aftur kjaftstopp og loks þegar ég fékk málið þá sagði ég nei, ég ætlaði ekki að færa bílinn og gekk inn í Staðarskála. Hann varð mjög reiður og öskraði eitthvað á eftir mér sem ég náði ekki hvað var. Síðan fylgdist ég með honum þegar hann náði að keyra framhjá bílnum mínum enda er var það lítið mál þar sem við hliðina á fatlaða stæðinu er rútustæði þar sem engin rúta var. Af hverju þessi ungi maður lagði ekki þar veit ég ekki, sennilega vegna þess að hann ræður ekki við fílelfdan rútubílstjóra, en á auðvelt með að ráða við þá fötluðu.

Það má kannski segja að viðbrögð mín hafi ekki verið rétt og ég hefði átt að færa bílinn og málið væri dautt, en þegar ungur og ófatlaður einstaklingur leggur í svona stæði vegna þess að hann þarf bara að kaupa eina pulsu og kók og ekkert meira og er síðan með dónaskap og síðan kann hann ekki að skammast sín fyrir að leggja þar sem hann lagði. Þá hef ég ekki mikinn áhuga á einhverri greiðasemi á móti.

Annars gekk ferðin vel og við áttum góðar stundir í sveitinni. Huginn sýndi allar sínar bestu hliðar fyrir ömmu sína og afa sem voru að sjálfsögðu mjög sátt við kappann. Við fórum síðan heim í gær laugardag og ástæðan fyrir því að við fórum heim á laugardeginum var sú að við ætluðum að losna við alla helgartraffíkina og gerðum það. Við fórum líka norður á fimmtudeginum til að losna við helgartraffíkina en þar misreiknuðum við okkur þar sem við lentum í allri helgartraffíkinni og vorum einn af örfáum bílum sem voru á norðurleið sem voru ekki með hjólhýsi eða fellihýsi í eftirdragi. Hinir bílarnir sem drógu ekkert voru húsbílar.

fischerVið komum heim í gær og erum búin að eiga rólega daga heima. Fjólan var reyndar að djöflast í dag að byggja sólpall en ég sat inni og horfði á Hugin og hugsaði um sjónvarpið. Ég þurfti reyndar að skreppa aðeins út í dag og versla smá og hver haldið þið að hafi verið fyrsti maðurinn sem ég hitti,  enginn annar en Bobby Fischer. Ég var að pæla í að bjóða honum heim og hjálpa mér með skákirnar sem ég er að tefla á itsyourturn.com en kunni ekki við það. Ég veit ekki heldur hvað Fjólunni myndi finnast um það ef ég kæmi með Bobby heim.


Dæmt til að mistakast.

casablancaÉg held að þetta geti ekki orðið góð mynd. Ég er búinn að sjá alltof margar endurgerðir af góðum og klassískum myndum og því miður þá finnst mér þær nær undantekningalaus mun verri en frumgerðirnar, svo vægt sé til orða komist. Þar sem mér finnst Casablanca en vera ein besta mynd sem gerð hefur verið þá get ég ekki annað en hugsað til hryllings um það að það eigi að reyna að endurgera myndina og af öllum stöðum þá á að gera það í Bollywood. Ég skil reyndar ekki af hverju hin eina og sanna Leoncie hafi ekki fengið hlutverk Ilse Lund. Síðast þegar heyrðist í Leoncie þá var hún að "meika" það í Bollywood.


mbl.is Casablanca endurgerð í Bollywood
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann ætti frekar að...!

50 cent ætti frekar að hóta því að gefa út fleiri plötur ef næsta plata myndi seljast í færri eintökum en sú síðasta. Ég er viss um að platan myndi rokseljast og  það væri líka eini möguleiki 50 cents til að selja mér plötu með sér!


mbl.is 50 Cent hótar að hætta að gefa út fleiri sólóplötur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær tónlistarmaður en.....

Ég fór á tónleika með Rolling Stones í Pittsburgh 2005, tónleikarnir voru frábærir. Ekki skemmdi fyrir að Pearl Jam var að hita fyrir gömlu karlana. Ég tók smá myndband á tónleikunum og skellti því á netið eins og siður er. Myndbandið er hér.

 

 


mbl.is Tók pabba í nefið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart.

AkureyriMerkiMér finnst þessi krafa ekki koma á óvart. Birgir Torfason segir í fréttinni að kaupmenn hafi tapað tugum miilljóna með þeirri ákvörðun bæjarstjórans að banna ungmennum til Akureyrar. Ég veit ekki hvort Birgir er að tala um einstaka kaupmenn eða hvort heildartap kaupmanna sé tugir milljóna. Í Morgunblaðinu í morgun er grein eftir Aðalstein Árnason kaupmann, hann staðhæfir að heildartekjur sem kaupmenn urðu af með því að banna ungmennum að koma til Akureyrar sé í kringum 360 milljónir


mbl.is Hvetja til afsagnar bæjarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyfð og bönnuð einkanúmer.

Það er vinsælt að fá sér einkanúmer á bíla, það vita kannski ekki margir að nokkur einkanúmer hafa verið bönnuð og eru nokkrar ástæður gefnar fyrir því að númerin hafa verið bönnuð en þær eru, "Getur valdið óþægindum og sársauka", Fallið til að valda hneykslun og getur haft óþægindi í för með sér", "Getur valdið ruglingi". Númerin sem hafa verið bönnuð eru 15 talsins og eru POLICE, KILLER, ÖKUNÁM, BAKKUS, FUCKU2, KILLR, FÍKNÓ, FATAL, STUNTS, STUNT, DEVIL, Ó GUÐ, SATAN, NAZI OG KLÁM. Á sama tíma eru leyfð númer eins og IH8MYX, IH8 50, BAD BOY, BYSSUR, 2 BAD, 26Y4U, 2DIE4, 2HOT4U, SEX, SÆKÓ, SHOGUN, 666, 6 TOY, EAT ME, RAFTUR, RACER, HR1SV1 og URNEXT.

Ég skil ekki hvernig einhver getur bannað sum númer en leyft önnur, Af hverju er KILLER bannað en URNEXT leyft, af hverju er RACER leyft en STUNT bannað og af hverju er FATAL bannað getur einhver sagt mér það? Síðan er það NAZI, ég þekki mann sem heitir Jónas og er kallaður Nazi. Hann var ekkert sáttur við nafnið fyrst og byrjaði að skrifa það með z-u og síðan þá hefur nafn hans alltaf verið skrifað Nazi og hann getur ekki fengið einkanúmer með sínu nafni þar sem að það getur valdið óþægindum og sársauka hjá einhverjum. Sama er með bróðir minn hann Óla. Hann hefur alltaf skammstafað nafn sitt sem Ó Guð, eins og ég geri Mummi Guð. Hann getur ekki fengið einkanúmer með sínu nafni. Af hverju í andskotanum (fyrirgefið blótið) er ÖKUNÁM bannað?

Hverjir eru það sem banna sum einkanúmer og leyfa önnur? Eru einhverjar reglur sem þau fara eftir eða er það bara geðþótta ákvörðun þeirra sem ráða hvaða nöfn eru leyfð.  

Að lokum verð ég að koma því á framfæri að mér finnst skandall að "félagi" minn Árni Johnsen skuli hafa einkanúmerið ÍSLAND. Það hljóta flestir vera sammála mér í því að landráðamaður sem hefur hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir að stela íslenska fánanum hafi númerið ÍSLAND.


Þetta skýrir margt.

Núna skil ég af hverju McDonald's er svona vinsælt. Þeir eru svo duglegir að auglýsa að fólk trúir því að varan sé betri! McDonald's er að minnsta kosti ekki svona vinsælir vegna gæða eða góðs matar. Þetta kallast máttur auglýsinga.


mbl.is Allur matur góður ef hann er merktur McDonalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arfaslakir KR-ingar.

Ég horfði á leikinn í kvöld og það kom mér á óvart hversu arfaslakir KR-ingarnir voru. Það var bara eitt lið á vellinum, stundum virtist sem KR-ingarnir ætluðu að fara að spila fótbolta en þá byrjuðu Valsmenn bara aftur og KR-ingarnir urðu eins lömb. Það er oft talað um að heimavellir sumra liða sé ljónagryfja, mér finnst KR völlurinn vera eins og kattakassi, þangað koma allir og gera þarfir sínar og enginn segir eða gerir neitt.

KR liðið sýndi litlar framfarir frá því Teitur var með liðið, enda kannski ekki von þar sem Logi er bara búinn að vera með liðið í 10 daga. Ég held samt að KR hafi gert rétt með því að losa sig við Teit og Logi er tvímælalaust betri kostur en Teitur, en ég hefði haldið að það hefði verið hægt að finna betri þjálfara en Loga, þó hann hafi náð góðum árangri með KF Nörd.


mbl.is Valur sigraði KR 3:0 í Vesturbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær fær almenningur að fara til Surtseyjar?

surtseyHversu lengi á Surtsey að vera lokuð fyrir almúgann. Ég skil vel að eyjan er merkileg rannsóknarstöð en af hverju fá sumir að fara þangað en aðrir ekki. Ég er ekki að tala um að opna eyjuna algjörlega heldur að leyfa fólki að fara í smá skoðunarferð á ákveðnum dögum. Þetta yrði mikill innblástur fyrir Vestmannaeyjar þar sem fleiri ferðamenn myndu koma til þeirra og hægt væri að stýra ferðatímanum að vissu leyti.

Ég gæti til dæmis séð að Surtsey væri opin fyrir ferðamenn kannski 10-12 daga á ári og þeir sem hefðu áhuga á heimsækja eyjuna þyrftu að panta ferðina með fyrirvara og að sjálfsögðu þyrfti að takmarka fjöldann (alla vega til að byrja með). Ferðamennirnir þyrftu að gangast undir sömu reglur og þeir sem fá að heimsækja eyjuna núna.

Ég skil nefnilega ekki af hverju ég og fleiri mega ekki heimsækja Surtsey eins og aðra staði á Íslandi á sama tíma má aðallinn heimsækja eyjuna. Það eru nefnilega ekki bara vísindamenn sem heimsækja Surtsey.


mbl.is Hrunið hefur úr grynningum við Surtsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er ekki 100 mínútur í klukkutímanum?

usafaniFyrir tveim árum bjó í Bandaríkjunum í 6 mánuði, nánar tiltekið í Pittsburgh. Það sem kom mér mjög á óvart var það hvað kaninn er með allt öðruvísi kerfi á öllum hlutum. Þá er ég að meina í öllum tölum. Þeir nota ekki metrakerfið, þeir nota tommur, fet, jarda og mílur. Ég man eitt sinn þegar ég var að keyra á ókunnugum vegi, það voru vegaframkvæmdir og ég þurfti að hafa alla athygli á að fara út af veginum á réttum stað. Síðan kom skilit sem sagði ég átti að beygja eftir 1 mílu, skömmu síðar 0,7 mílur og ég hélt áfram og þá kom skilti og sagði að ég átti að beygja eftir 1.500 fet. Mér krossbrá og þurfti að byrja að reikna hvað langt væri í að beygja. Af hverju gat næsta skilti ekki verið 0,5 mílur, nei það hefði verið of einfalt kaninn verður að gera svona lagað flókið.

Ég fór eitt sinn í verslun og var að kaupa kjöt og eins og hagsýnum heimilsföður er venja þá ákvað ég að bera verðið saman á tveim kjötbitum sem ég hafði áhuga á að kaupa. Nei þá var á öðrum bitanum sagt hvað pundið kostaði og á hinum hvað únsan kostaði. Það var ekki einu sinni hægt að bera saman verð á sambærilegri vöru vegna þess að það eru svo margar einingar sem kaninn notar. Hér á Íslandi hefði maður í mesta lagi lent í að vandræðast að bera saman 1,5 kg eða 1500 grömm.

Kaninn skilur ekki af hverju við þurfum að vera öðruvísi, en hann skilur ekki að hann er öðruvísi en aðrir með því að halda þessu kerfi. Þegar ég  benti honum á af hverju væri allt á Olympíuleikum samkvæmt metrakerfinu átti hann fá svör, af hverju er keppt í 100 metra hlaupi en ekki í 328 feta hlaupi eins og kaninn myndi örugglega vilja. Sama sagan í sundi, stangarstökki, hástökki og öllum öðrum greinum. Af hverju eru þjóðaríþróttirnar hjá kananum hafnarbolti og ruðningur, íþróttir sem engar aðrar þjóðir stunda af einhverju viti. Af hverju á knattspyrnan ekki upp á pallborðið hjá kananum, en knattspyrnan er langvinsælasta íþróttagrein heims.

Aftur að metrakerfinu. Ég skildi aldrei af hverju kaninn væri ekki með 100 mínútur í klukkutímanum svo hann væri með allt öðruvísi en við. Af öllum þessum rugluðu mælieiningum var samt eitt sem sló mig algjörlega út af laginu, það var þegar mæla átti bensíneyðslu á bíl. Við reiknum það þannig að hvað eyðir bíllinn mörgum lítrum á hundrað kílómetrum. Kaninn mælir eyðsluna þannig að hvað kemst bíllinn margar mílur á einu galloni af bensíni. Reynið að reikna út hvað bíll sem kemst 15 mílur á einu galloni eyðir mörgum lítrum á hundrað kílómetrum, ekki langar mig til að reikna það út!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband