Almunia á ekkert erindi í enska landsliðið.
25.12.2007 | 23:20
Ég skil ekki þennan orðróm um að það ætti að velja Almunia í landsliðið á næsta ári þegar hann gæti orðið gjaldgengur með enska landsliðinu. Það er ekki að ástæðulausu að Spánverjar hafa aldrei séð ástæðu til að velja hann í spænska landsliðið. Hann er einfaldlega ekki í neinum landsliðsklassa.
Það er rétt sem Wenger segir að Almunia hafi ekki verið með neina ferilskrá þegar hann kom til Arsenal, en hann er bara að spila vegna þess að hann er skásti markmaðurinn hjá félaginu. Jens Lehman hefur haldið Almunia út úr hópnum á undanförnum árum, en eftir skelfileg mistök hvað eftir annað í haust neyddist Wenger að setja Almunia í liðið. Arsenal hefur verið að spila frábærlega að undanförnu og eru efstir í deildinni, en það segir ekki að markmaðurinn þeirra sé besti markmaðurinn í deildinni. Þetta er dálítið sem hefur einkennt íslenskan hugsunarhátt að velja alltaf markmanninn í besta íslenska liðinu í landsliðið. Tveir síðustu varamarkmenn Íslands hafa verið Kristján Finnbogason sem var í landsliðinu þegar KR var upp á sitt besta og síðan FH hafa verið í toppbaráttunni var Daði Lárusson valinn, en ég tel Daða vera einn slakasta markmanninn í Landsbankadeildinni.
England hefur verið í markmannskrísu undanfarin ár og hefur mér fundist fáránlegt tryggð og trú McLaren á Paul Robinson, þrátt fyrir fáránleg mistök hvað eftir annað, þá var hann með áskrift að landsliðssætinu. Að mínu mati eru bestu ensku markmennirnir David James og Robert Green og þeir eiga að fá tækifæri með Englandi, mun frekar en Almunia.
![]() |
Almunia til í að spila fyrir England |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jólakveðja.
23.12.2007 | 19:55
Ég vil óska öllum bloggvinum mínum og öllum þeim sem hafa villst inn á bloggið mitt á árinu gleðilegra Jóla og takk fyrir samskiptin og vináttuna á árinu.
Ég vil setja inn eitt myndband hér inn, en það er eiginlega skylda að horfa á þetta myndband fyrir jólin svo hægt sé að komast í jólaskap.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Dálítið fyrir þá sem vilja komast í jólaskap.
22.12.2007 | 18:54
Ég ákvað að setja inn hina einu sönnu Kók jólaauglýsingu, þar sem svo margir segjast ekki komast í jólaskap fyrr en þeir séu búnir að heyra og sjá auglýsinguna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Afmælisbarn dagsins: -Fjólan.
22.12.2007 | 00:09
Ég vil óska afmælisbarni dagsins innilega til hamingju með daginn. En það er Fjólan mín sem á afmæli í dag. Fjóla tekur á móti afmæliskveðjum á heimasíðu sinni.
Til hamingju með daginn ástin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eru brauðstangir ekki matur?
21.12.2007 | 23:43
Á föstudögum tíðgast á mínu heimili að fá ruslmat á föstudagskvöldum og oft verður Dominos fyrir valinu og varð Dominos fyrir valinu í kvöld. Við pöntuðum tvennutilboð eins og svo oft áður, en þá pantar maður pizzu og brauðstangir og færð aðra pizzu fría. Mjög hentugt fyrir stóra fjölskyldu. Við fáum að vita hvenær pizzan verði klár og skömmu síðar fæ ég sms sem segir að pizzan sé komin í ofninn og við getum sótt hana á ákveðnum tíma og allt í lagi með það.
Ég mætti fljótlega eftir það á Dominos og pizzan var klár en ekki brauðstangirnar. Halló ég pantaði pizzu og brauðstangir og pöntunin átti að vera tilbúin. Mér er sagt að bíða og ég geri það eins og prúðum pilti sæmi. Skömmu seinna kemur maður og liggur honum mikið á og hann fær sömu sögu og ég pizzan er tilbúin en ekki brauðstangirnar. Hann brýnir röddina og segir að hann sé tímabundin og maturinn á að vera til. Þá segir afgreiðslustúlkan viltu þá ekki sleppa brauðstöngunum! Ég sá hökuna á manninum detta í gólfið "nei ég er búinn að borga fyrir brauðstangirnar!" svaraði hann og þá segir afgreiðslustúlkan. "Okkur finnst svo leiðinlegt þegar brauðstangirnar klárast!" Maðurinn horfði á stúlkuna og ég sá að hann hugsaði er hún svona vitlaus eða...!
Ég þurfti að bíða í 15 mínútur eftir brauðstöngunum og þá var komin löng röð viðskiptavina sem átti pizzu en þurfti að bíða eftir brauðstöngunum. Ég fékk brauðstangirnar loksins 30 mínútum eftir að maturinn átti að vera klár og ég kom heim skömmu seinna með kalda pizzu og heitar brauðstangir.
Mér þótti fyndin svörin hjá afgreiðslustúlkunni þegar hún var að svara tímabundna manninum, vegna þess að þessi vinnubrögð er frekar regla en undantekning hjá Dominos í Keflavík. Ég get ekki skilið af hverju brauðstangirnar eru aldrei til þegar ég sæki matinn, ég pantaði pizzu og brauðstangir og það er eins og þeir hjá Dominos halda að það sé aðalatriðið að pizzan sé klár, en viðskiptavinurinn getur alveg beðið eftir brauðstöngunum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ein spurning sem ég vil fá svar við.
21.12.2007 | 12:47
Eftir lestur þessara fréttar, þá er ein spurning sem ég hefði áhuga á að fá svar við.
Gísli Hrafn, ætlar þú að hætta að nauðga um jólin?
![]() |
Ekki um jólakort að ræða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hver er maðurinn?
20.12.2007 | 00:11
Ég ætla að koma með smá spurningaleik, kannski ekki að hætti Kalla Tomm þar sem ég ætla að gefa smá vísbendingu. Spurt er um mann og er mynd af honum hér fyrir neðan. Ég vil athuga hvort einhver viti hver maðurinn er og vísbendingin sem þið fáið er að hann átti afmæli í gær og hélt upp á 49 ára afmælið sitt.
Ég hvet ykkur til að klikka á myndina og stækka hana, þá getið þið kannski frekar þekkt manninn.
Hver er maðurinn?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Afmælisbarn dagsins: -Christopher Hamill.
19.12.2007 | 00:37
Í dag á afmæli Christopher Hamill, hann fæddist í Wigan í Englandi 19. desember 1958. Hann reyndi fyrir sér í tónlistinnin bæði í samstarfi með öðrum tónlistarmönnum og í hljómsveitum. Hann var meðal annars í pönkhljómsveitinni Vox Deus og í hljómsveitinni Crosswords. En hann sló fyrst í gegn með laginu "Too Shy" þegar hann var í hljómsveitinni Kajagoogoo. Christopher eða Limahl eins og hann kallaði sig naut mikillar vinsældar á "eighties" tímabilinu og varð hárgreiðsla Limahls nokkurskonar merki tímabilsins. Limahl var ekki lengi í Kajagoogoo og haustið 1983 var hann rekinn úr hljómsveitinni, við brottreksturinn dó frægðarsól Kajagoogoo, en Limahl hóf sólóferil sem varð hvorki langur né merkilegur. En hann náði þó að gera tvö lög sem urðu gríðarvinsæl. Það voru lögin "Only For Love" og "Neverending Story" úr samnefndri mynd. Það lag er án efa vinsælasta lag Limahls frá upphafi og eitt af minnistæðustu lögum "eighties" tímabilsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tyrkland að búa sig undir þjóðarmorð.
16.12.2007 | 10:04
Þetta er enn eitt skrefið hjá Tyrkjum að hefja þjóðarmorð gegn Kúrdum. Þetta er búið að liggja lengi í loftinu, Tyrkirnir hafa smá saman verið að búa sig undir að hefja þjóðarmorðið og í nótt tóku þeir enn eitt skrefið. Mér finnst að Sameinuðu Þjóðirnar og vestræn lýðræðisríki eiga að taka sig saman í aðgerðum gegn Tyrklandi áður en þeir ná fremja frekari glæpi gegn Kúrdísku þjóðinni.
Það segir ýmislegt um Tyrkland að þeir fela sig á bak við PKK-samtökin og segjast vera að verja Tyrkland gegn þeim samtökum og þess vegna ráðast þeir á Kúrda. En Tyrkir vilja ekki að fólk viti að PKK séu ung samtök sem voru stofnuð vegna stöðugra árásar frá tyrkneska og íraska hernum á Kúrda. PKK hafa því miður farið niður á sama plan og Tyrkir og beita ofbeldi gegn saklausu fólki og fyrir það réttlæta Tyrkir árásirnar á Kúrda.
![]() |
Tyrkir gerðu loftárásir á Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Afmælisbarn dagsins: -Göran Bror Benny Anderson.
16.12.2007 | 00:13
Í dag á afmæli Göran Bror Benny Anderson, hann fæddist 16 desember 1946 í Stokkhólmi í Svíþjóð og er því 61 árs í dag. Benny hætti í skóla 15 ára og eignaðist sitt fyrsta barn 16 ára gamall og sitt annað barn 18 ára með fyrstu kærustunni sinni, Christina Grönvall. Benny og Christina voru saman í hljómsveitinni Elverkets Spelmanslag, sem var sænsk þjóðlagahljómsveit. Næsta hljómsveit sem Benny var í var The Hep Stars og naut hún mikillar vinsældar í Svíþjóð.
Í júní 1966 hitti Benny Björn Ulvaeus og fóru þeir að semja lög saman, auk þess þá var Benny í samstarfi með Lasse Berghagen og sömdu þeir lag saman sem hafnaði í öðru sæti í sænsku forkeppninni fyrir Eurovision 1966. Í þeirri keppni kynntist Benny Anni-Frid Lyngstad og urðu fljótlega par, á sama tíma kynntist Björn ungri söngkonu, Agneta Faltskog og stofnuðu þau fjögur hljómsveitina ABBA.
ABBA sló eftirminnilega í gegn þann 6. apríl 1974, þegar hljómsveitin flutti lagið Waterloo í Eurovision keppninni og vann hana. Eftir það lá leiðin hratt upp á við og fylgdu margir smellir í kjölfarið. ABBA lagði upp laupanna 1982 og reyndi Benny fyrir sér eftir það á sólóbrautinni án þess að ná einhverjum vinsældum. Benny samdi líka söngleiki ýmist einn eða með öðrum með misjöfnum árangri. Honum tókst einna best upp með söngleikinn Chess sem hann samdi ásamt Tim Rice.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)