Skeljungur býður 12 króna afslátt af eldsneytisverði.
14.12.2007 | 16:37
Skeljungur hefur ákveðið að bjóða félögum í Ferðaklúbbnum 4x4 12 króna afslátt af eldsneytisverði frá 1. janúar 2008. Ef þú ert félagi í ferðaklúbbnum 4x4 og ert með "Shell Vildarvinur 4x4 félagsskírteini" þá færðu 12 krónu afslátt af eldsneytinu. Auk 12 krónu afsláttarins þá býður Skeljungur fjöldan allan af öðrum afsláttum til korthafanna og auk þess verða auglýst sérstaklega önnur tilboð og afslættir til korthafanna. Hægt er að sækja um kortið á síðu ferðaklúbbsins.
Mér finnst Skeljungur vera senda kaldar kveðjur til þeirra viðskiptavina sinna sem keyra um á fólksbílum og hafa ekki kost á að ganga í ferðaklúbbinn. 12 króna afsláttur er gríðarmikill afsláttur og mér finnst ósanngjarnt af Skeljungi að velta kostnaðinum á óbreytta eldsneytiskaupendur sem þekkja ekki afsláttafrumskóginn. Kannski er þetta afsláttur sem olíufélögin eru að gefa valinkunnum viðskiptavinum, en við sem kunnum ekki á afsláttarkjörin þurfum að borga fullt verð og greiða niður eldsneytisverðið til jeppakarlanna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábær leikur hjá Englendingum.
13.12.2007 | 20:58
Það lítur út fyrir að Enska knattspyrnusambandið sé að ráða fremsta knattspyrnuþjálfara í heimi til að stjórna enska landsliðinu. Capello á frábæran þjálfaraferil að baki með Milan, Juventus, Roma og Real Madrid og hefur gert öll þau lið sem hann hefur þjálfað að meisturum. Hann varð Ítalíumeistari sem þjálfari 1992, 1993, 1995, 1996 og 2001. Hann varð ítalskur bikarmeistari 1992, 1993, 1994 og 2001. Hann varð Spánarmeistari 1997 og 2007. Hann vann meistaradeildina 1994 með Milan þegar þeir unnu Barcelona í einum besta knattspyrnuleik sögunnar. Milan varð síðar það ár meistari meistaranna í Evrópu.
Capello á líka frábæran knattspyrnuferil að baki en hann spilaði á ferli sínum með SPAL, Roma, Juventus og Milan. Sem leikmaður varð hann Ítalíumeistari 1972, 1973, 1975 og 1979 og varð ítalskur bikarmeistari 1969 og 1977. Þá lék Capello 32 landsleiki fyrir Ítalíu.
Það eru margir sem segja að Englendingar eigi að ráða enskan þjálfara. Það eru rök sem ég skil að úr því að leikmennirnir þurfi vera að Englendingar, af hverju þarf þjálfarinn ekki að vera það? En ef Englendingar vilja ná árangri þá er viturlegast að ráða erlendan þjálfara. Það hefur sýnt sig að enskir þjálfarar hafa ekki náð góðum árangri hvorki með landslið né félagslið á undanförnum áratugum. Núna eru komin 15 ár síðan enskur þjálfari vann enska meistaratitillinn, en það gerðist síðast 1992 þegar Howard Wilkinson gerði Leeds að enskum meisturum. Sven Göran Erikson er sá þjálfari sem hefur náð bestum árangri með enska landsliðið í langan tíma og hann er líka fyrsti og eini landsliðsþjálfari Englands sem ekki er enskur, þangað til núna.
Englendingar er góð knattspyrnuþjóð með marga frábæra leikmenn, helsti galli Englendinga er að þeir halda að þeir séu bestir í fótbolta, en það er ekki rétt. Þess vegna held ég að það sé sterkur leikur að ráða útlending og ekki er verra að það sé Fabio Capello. Capello er nefnilega rétti maðurinn til að koma Englendingum í skilning um að ef þeir vilja vera bestir þá þurfa þeir að vinna fyrir því.
![]() |
Ráðning Capellos staðfest með fyrirvara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Smásagnasamkeppni.
12.12.2007 | 20:44
Ég var að fá fréttabréf Málbjargar, en fyrir þá sem ekki vita þá er Málbjörg samtök fólks sem stama. Í fréttabréfinu er meðal annars kynnt smásagnasamkeppni sem Málbjörg er að efna til. Öllum er heimil þátttaka, en sögurnar verða að vera á íslensku og fjalla um stam á einn eða annan hátt. Dómnefnd er skipuð fólki sem stamar og sérfræðingum í ritsmíðum og velur hún bestu og sthyglisverðustu sögurnar. Nánari upplýsingar um smásagnasamkeppnina er að finna á heimasíðu Málbjargar.
Mér finnst þetta bráðsniðug hugmynd hjá Málbjörgu. Ég þekki vel til þessa máls þar sem einn sonur minn stamar, en því miður þá er lítið efni til um stam, hvort sem það er fræðsluefni eða sögur. Í flestum þeim sögum sem ég hef lesið þar sem sögupersóna stamar, þá er sá sem stamar oftast klikkaður eða minnipokamaðurinn í sögunni. En í rauninni er það ekki svo, þar sem flestir sem stama sem ég þekki eru bráðgáfað og skemmtilegt fólk. En þið sem lesið þetta og þykist vera með smá rithöfund í ykkur, endilega skrifið eina stutta og góða sögu og sendið hana inn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þungur dómur.
11.12.2007 | 16:56
Ég er nokkuð viss um að margir öfgafeministar finnist þetta þungur dómur, þar sem það virðist vera sannfæring þeirra að karlar nauðga, en konur nauðga ekk. Ef karlmaður myndi gera þetta við tólf ára stúlku sem þessi kona gerði þá yrði allt brjálað, en það er í lagi að kona geri þetta. Það sýnir bara að konan sé heilbrigð og klár að ná sér í unga hjásvæfu og ekki er verra að hún gerði það fyrir framan karlinn.
Núna var í fréttum fyrir örfáum vikum að vestrænar konur flykkjast til Kenía í kynlífsferðir. Þær leigja sér unga menn og oft leigja þær sér nokkra menn og láta þá þjóna sér á meðan dvöl þeirra stendur. Fréttin var á léttum nótum og var talað við kynlífsþrælana og voru þeir hæstánægðir með þetta líferni sitt. Fá borgað og í staðinn þurfa þeir að sofa hjá konunum. Ef þessi frétt væri með öfugum formerkjum, karlar að kaupa sér svona þjónustu í vanþróuðu landi þá væri allt brjálað og karlarnir sakaðir um mannsal og þrælahald, en ekki í þessari frétt konur mega fara í kynlífsferðir.
![]() |
29 ára kona eignaðist barn með 14 ára pilti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Pittsburgh Steelers í beinni í kvöld.
9.12.2007 | 15:58
Loksins, loksins er sýndur leikur með Pittsburgh Steelers í sjónvarpinu í kvöld. Ég er búinn að bíða lengi eftir að fá sjá leiki með þeim í vetur og loksins í kvöld gerist það. Steelers hefur spilað vel í vetur og eru búnir að vinna 9 leiki af 12 og síðustu 6 leikir þeirra hafa endað með sigri. En andstæðingarnir í kvöld eru ekki af verri endanum, New England Patriot sem hafa unnið alla 12 leiki tímabilsins og velflestir sem fylgjast með NFL-deildinni telja að New England sé algjört yfirburðarlið í deildinni og fátt mun koma í veg fyrir að þeir vinni Ofurskálina í vetur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Maður vikunnar: -Vífill Atlason.
9.12.2007 | 15:38
Maður vikunnar að þessu sinni er Vífill Atlason, það er eiginlega ekki hægt að velja annan þar sem Vífill hefur farið á kostum í tveim prakkarastrikum. Fyrst plataði hann starfsmenn forseta Bandaríkjanna og svo fréttastofu Stöðvar 2. Ég er kannski orðinn svo gamall að ég hef ekki alveg sama húmor og aðrir fyrir þessum prakkarastrikum, en það skiptir ekki máli í þessu tilfelli þar sem Vífill er maður vikunnar.
Maður vikunnar: Vífill Atlason.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yfirlýsing frá mér vegna afmælis eða jólagjafar.
6.12.2007 | 15:43
Ég vil setja inn yfirlýsingu frá mér vegna jóla og afmælisgjafar. Þið sem eru að hugsa um gjafir handa mér, þá vil ég taka sérstaklega fram að ég kæri mig ekki um að fá Búbbana á DVD í pakkann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Vífill er búinn að fara sínu síðustu ferð til Bandaríkjanna.
6.12.2007 | 15:24
Töluverðar líkur eru á að Vífill sé búinn að fara sína síðustu ferð til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn hafa verið þekktir fyrir að taka ekki vægt á grínistum sem grínast á kostnað CIA. Má alveg búast við því að Vífill verði settur á svartan lista hjá CIA og verði þar með óheimilt að koma til landsins í framtíðinni. Kannski var þetta djók þess virði, alla vega fær hann sína 15 mínútna frægð.
![]() |
Skagapiltur pantaði viðtal við Bush |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Enn eitt málið sem lögreglan upplýsir.
6.12.2007 | 07:57
Í gær þegar lögreglan sendi frá sér þessa mynd og bað almenning um aðstoða sig við að upplýsa málið, þá fóru margir bloggverjar hamförum og sögðu að lögreglan ættu miklu frekar að einbeita sér að alvöru málum en svona smá málum. Mér fannst lögreglan gera hárrétt, Það voru litlar vísbendingar um ökumanninn svo þeir leituðu eftir aðstoð almennings og það varð til þess að ökumaðurinn gaf sig fram.
Ég er sammála lögreglunni að þetta brot hafi verið frekar alvarlegt þar sem maðurinn sýnir einbeittann brotavilja og undirbýr sig væntanlega fyrir þetta og hefur þar að auki barn með sér í bílnum. Síðan er spurning, á lögreglan ekki að rannsaka öll mál eða á hún að ákveða hvaða mál er alvarleg og þess eðlis að leggja vinnu í, þó ég haldi að ekki hafi verið lögð mikil vinna í þetta mál. Það er kannski ekki mjög alvarlegt að keyra á 83 þar sem hámarkshraði er 60. En hvar eru mörkin eru þau í 83, 90 eða 100.
Tveir þumlar upp fyrir lögreglunni að leysa málið á einfaldasta hátt.
![]() |
Ökufantur gaf sig fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Afmælisbarn dagsins: Eddie "The Eagle"
5.12.2007 | 12:03
Í dag á afmæli Eddie "The Eagle" Edwards, hann er fæddur 5. desember 1963 og er því 43 ára gamall. Eddie er þekktastur fyrir skíðastökk sín en hann keppti meðal annars á Ólympíuleikunum í Calgary í Kanada 1988. Eddie varð ekki frægur fyrir hæfileika sína í skíðastökki, heldur frekar vegna takmarkaðra hæfileika í íþróttinni. Hann var mun þyngri en aðrir keppendur á Ólympíuleikunum, þó hann hafi líka verið meðal þeirra lágvöxnustu. Síðan var hann mjög nærsýnn sem háði honum mikið. Hann hafði heldur engan þjálfara, heldur sá hann alveg um að þjálfa sig sjálfur þó hann hafði enga kunnáttu í þeim efnum. Ekki varð það til að bæta árangurs hans að hann var mjög lofthræddur.
Áður en Eddie lagði skíðastökkið fyrir sig starfaði hann sem múrari, hann tók þátt í sínu fyrsta stórmóti 1987, heimsmeistaramótinu í skíðastökki og hafnaði í síðasta sæti og eftir það var hann settur á heimslistanum og þar sem hann var eini breski keppandinn, þá dugði það til að hann kæmist á Olympíuleikana 1988. Þar hafnaði hann í síðasta sæti bæði af 70 og 90 metra palli, en þrátt fyrir það þá varð hann gríðarlega vinsæll og var sennilega vinsælasti keppandinn á þeim leikum. Í ræðu á lokaathöfn leikanna sagði forseti leikanna; "At this Games some competitors have won gold, some have broken records and one has even flown like an eagle." Við þessi orð brutust út gríðarleg fagnaðarlæti meðal um 100.000 áhorfanda sem fylgdust með lokaathöfninni og kölluðu nafn hans "Eddie!, Eddie!..." Var þetta í fyrsta sinn í sögu Olympíuleikanna sem einstakur keppandi er nefndur í lokaræðu Olympíuleikanna. Þrátt fyrir að vera seint talinn til betri skíðastökkvara í heimi er hann besti skíðastökkvari sem Bretar hafa átt og á Eddie fjölmörg bresk met í skíðastökki. Ólíkt flestum öðrum íþróttamönnum, þá varð Eddie vinsælli og vinsælli eftir því sem hann stóð sig verr.
Árið 1990 breytti Alþjóða Olympíunefndin reglunum um keppni í skíðastökki, sem gerðu mönnum erfiðara með að vinna rétt til að keppa á leikunum, þessar reglur hafa síðan verið kallaðar "Eddie The Eagle Rule". Í kjölfarið tókst Eddie ekki að vinna sér sæti á Olympíuleikunum 1992, 1994 og 1998.
Eddie gaf út nokkur lög og það þekktasta var "Fly Eddie Fly" sem komst á top 50 lá breska vinsældarlistanum. Þá söng hann líka nokkur lög á finnsku, þrátt fyrir að kunna ekki orð í málinu. Þá gaf Eddie bæði út bók og myndband.
Væntanleg er bíómynd um ævi Eddie, sem heitir "Eddie The Eagle". Með hlutverk Eddie fer Steve Coogan, Eddie var ekki alveg sáttur við að Coogan ætti að leika hann, hann taldi betra að Tom Cruise eða Brad Pitt færi með hlutverkið.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)