Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Í dag eru 6 mánuðir síðan Huginn dó.
24.9.2008 | 21:45
Það er ótrúlegt að hugsa til þess að í dag eru 6 mánuðir síðan Huginn Heiðar dó, það er bæði svo stutt og langt síðan við vorum á Gjörgæsludeildinni að fylgjast með læknunum reyna að bjarga lífi hans, ekki í fyrsta skiptið en því miður í það síðasta.
Á síðustu 6 mánuðum höfum við þurft að byrja að fóta okkur í lífinu aftur og gengur það þokkalega. Ég tel að við höfum tekið rétta ákvörðun í lífinu eftir að Huginn dó. Í stað þess að falla í sorg og ásökun, þá höfum við hugsað um það sem við áttum og hvað við vorum heppinn að eignast svona yndislegan strák sem gaf okkur svo mikið. Hugins vegna og vegna allra þeirra vísbendinga sem við höfum fengið frá honum, þá getum við ekki annað en hugsað til hans með hlýju og þakklæti.
Mynd sem ég tók af regnboganum í sumar.
Síðan Huginn Heiðar dó þá eru nokkur lög sem mér finnst bara vera Hugins-lög. Til dæmis lagið "Má ég pússa regnbogann?" með Brimkló. Í allt sumar hefur regnbogi verið mjög áberandi og ótrúlega oft sem ég hef séð hann og hann hefur líka verið óvenju skýr á allt sumar, tel ég það sé vegna þess að það sé lítill engill þarna uppi sem sér um að pússa regnbogann. Í dag þegar ég var á leið heim úr vinnu sá ég ótrúlega sjón. Ég sá regnbogann sem er ekki í frásögu færandi, heldur sá ég upptök hans og enda, regnboginn náði frá heimilinu okkar og að kirkjugarðinum og hann var svo skýr og flottur og alveg heill. Maður getur ekki annað en sannfærst um að sá sem sér um að pússa regnbogann vandar sig við og leggur metnað sinn í að ég sjái hann.
Hægt er að hlusta á lagið, "Má ég pússa regnbogann?" hér til hliðar í tónlistarspilaranum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Enn klúðrar Aganefndin málunum.
23.9.2008 | 18:03
Ég veit ekki hvort að það séu FH-ingar sem ráða ríkjum í Aganefndinni, en það lítur út fyrir það þar sem enn og aftur virðist Aganefndin klúðra málunum þegar FH er annars vegar.
Þannig er að þegar þjálfari, aðstoðarþjálfari, liðsstjóri eða annað starfsfólk félaga fær brottvísun í leik þá er félagið undantekningalaust dæmt til peningasektar, nema FH. Jörundur Áki Sveinsson aðstoðarþjálfari FH fékk brottvísun í leik Fram-FH og fyrir það var hann úrskurðaður í eins leiks bann í dag af Aganefndinni, en samt fær FH ekki peningasekt! Þetta mál virðist ætla að falla undir FH greinina hjá KSÍ þar sem þeir fá að komast upp með allt!
Dennis Siim í tveggja leikja bann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Afmælisbarn dagsins: -Paolo Rossi.
23.9.2008 | 15:53
Þá er komið aftur að hinum geysivinsæla lið á þessari síðu, afmælisbarn dagsins og afmælisbarn dagsins í dag er ítalska knattspyrnugoðsögnin Paolo Rossi sem sló svo rækilega í gegn á HM1982. Rossi fæddist í Santa Lucia í Toscana á Ítalíu þann 23 september 1956 og er hann því 52 ára gamall í dag.
Paolo Rossi lék sinn fyrsta deildarleik árið 1976 þegar hann var orðinn 20 ára gamall, en hann var lánaður þangað frá Juventus til öðlast reynslu, en Rossi hafði þá þegar þurft að gangast undir 3 aðgerðir á hné. Eftir stutt stopp hjá Como, keypti smáliðið Vicenza helmingshlut í Rossi en slík viðskipti viðgangast enn þann dag í dag á Ítalíu. Rossi sló í gegn með Vicenza og á næstu þrem árum spilaði hann 94 deildarleiki með liðinu og skoraði 60 mörk. Juventus fór þá fram á að annað félagið keypti hinn hlutann af samningnum hjá Rossi og er það gert þannig að hvort lið gerir lokað kauptilboð í hinn hlutann og það félag sem býður betur fær leikmanninn. Juventus bauð lága upphæð í Rossi vegna þess að þeir vissu að Vicenza hefðu ekki efni á að borga hátt verð fyrir hann. En öllum á óvart bauð Vicenza 2,6 milljónir líra í Rossi sem gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni Ítala.
Árið 1979 féll Vicenza í B-deildina og lánaði þá félagið Rossi til Perugia þar sem hann lék 28 leiki og skoraði 13 mörk. Á meðan Rossi var hjá Perugia kom upp eitt þekktasta hneykslismál ítalskra knattspyrnu þegar í ljós kom að margir leikmenn voru sakaðir um að hagræða úrslitum gegn peningagreiðslum. Paolo Rossi var þekktasti knattspyrnumaðurinn sem kom við í sögu hneykslismálinu og var hann sakfelldur fyrir aðild sína að málinu og dæmdur í 3 ára keppnisbann. Rossi hélt ávallt fram sakleysi sínu og hafa margir tekið upp hanskann fyrir hann í gegnum tíðina, meðal annars menn sem komu að rannsókn málsins og segja þeir að Rossi hafi verið saklaus.
Árið 1982 var ákveðið að stytta leikbann Rossi um eitt ár, margir segja að það hafi verið gert svo hægt væri að nota hann í Heimsmeistarakeppninni þá um sumarið. Rossi byrjaði keppnina rólega og tókst Ítölum með naumindum að komast upp úr riðlinum, en þeir fengu 3 stig úr 3 leikjum og komust áfram á hagstæðari markatölu, en markatalan var 2-2. í milliriðlum lentu Ítalarnir á móti Brasilíu og Argentínu og eftir nauman sigur á Argentínu var ljóst að þeir þyrftu að vinna Brasilíu til að komast í undanúrslit. Þá var komið að Paolo Rossi, hann skoraði öll mörk Ítalanna sem unnu óvæntan 3-2 sigur.
Í undanúrslitum mættu Ítalir Pólverjum og sigruðu Ítalir 2-0 og skoraði Rossi bæði mörkin. Í úrslitaleiknum mættu Ítalirnir Vestur-Þjóðverjum og unnu öruggan sigur 3-1 og skoraði Rossi fyrsta mark leiksins. Urðu þetta ein óvæntustu úrslit í sögu HM. Eftir keppnina varð Paolo Rossi þjóðhetja á Ítalíu og vildu margir gera hann að páfa.
Eftir HM hóf Rossi að spila fyrir Juventus og átti ágætan feril þar, hann gekk síðan til liðs við AC Milan og lauk síðan ferlinum hjá Verona. Paolo Rossi lék 251 deildarleik á Ítalíu og skoraði 103 mörk, hann lék 48 landsleiki fyrir Ítalíu og skoraði í þeim 20 mörk. En Paolo Rossi verður ætíð minnst sem maður sem tryggði Ítölum heimsmeistaratitilinn 1982.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skammarleg vinnubrögð hjá KSÍ.
22.9.2008 | 14:42
Stundum finnst manni eins og starfsfólk KSÍ sé ekki hæft til að vinna þau störf sem þau eiga að sjá um. Það ætti ekki að vera flókið mál að skoða leikskýrslur og setja þær rétt inn, en slík vinna virðist vera of flókin fyrir þau hjá KSÍ. Þetta eru ekki fyrstu afdrifaríku mistökin hjá KSÍ, hver man ekki eftir klúðrinu sem varð þegar KSÍ veitti leikmanni leikheimild þrátt fyrir að mega það ekki og þeir leystu klúðrið með því að fjölga liðum í deildinni svo hægt væri að ljúka málinu.
Það sorglega fyrir KSÍ í þessu máli er það þeir eru þekktir fyrir að refsa mönnum með leikbönnum og peningasektum ef þeir gera eitthvað sem er KSÍ ekki þóknanlegt. Hvaða refsing ætli starfsmaðurinn hjá KSÍ fái sem klúðraði málunum svona?
Siim væntanlega í banni í lokaumferðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég var klukkaður.
16.9.2008 | 20:27
Ég hef að undanförnu þjáðst af krónískri bloggleti og er enn að berjast við það, til að tryggir lesendur bloggsins viti að ég er í fantaformi þá ætla ég svara klukkinu, en ég var klukkaður af af minnsta kosti tveim aðilum.
4 störf sem ég hef unnið:
Smíðar, sundlaugavörður, leigubílstjóri og skrifstofumaður.
4 bíómyndir sem ég held upp á:
My Cousin Vinny, Braindead, Casablanca og Serendipity.
4 staðir sem ég hef búið á:
Smáratún 31, Heiðarholt 28, Greniteigur 49 og 529 East Waterfront Drive Apt 3201 Pittsburgh.
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríi:
Pompei, Liechtenstein, London og Portúgal.
4 sjónvarpsþættir sem ég hef mætur á:
Apprentice, Simpsons, Áramótaskaupið og Landsbankamörkin.
4 vefsíður sem ég sæki oft:
fjolan.blog.is, mbl.is, barnaland.is/barn/23007 og keflvikingar.com
4 réttir í uppáhaldi:
Kjúklingur a la Fjóla, Grillmatur a la Fjóla, Kjúklingasalat a la Fjóla og Hamborgari frá Fuel & Fuddish í Pittsburgh.
4 staðir sem ég vildi vera á núna:
Á sólarströnd, í Pittsburgh, á skemmtiferðaskipi í karabískahafinu, á leik með Keflavík í Meistaradeildinni!
4 bækur sem ég les oft:
Fótboltafélagið Falur, Handbók KSÍ, Íslensk Knattspyrna og dagbókina hennar Fjólu.
4 bloggarar sem ég klukka:
Magga Ö, Dellina, Fríða Kristbjörg og Ásdís Rán.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)