Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Atvinnumótmælendur óskast.

Í Fréttablaðinu í dag er auglýst eftir atvinnumótmælendum, er auglýsingin svohljóðandi:

Atvinnumótmælendur vantar núna. Reynsla æskileg en allir velkomnir. Borgað samkvæmt taxta, bónus fyrir kranakilifur. Sendið umsóknir á atvinnumotmaelendur@gmail.com.

Af hverju ætli það sé verið að auglýsa eftir atvinnumótmælendum núna?


mbl.is Átta mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vondir vinnuveitendur.

Ég tek það skýrt fram að ég veit ekki hvort það sem ég ætla að segja eigi við þessa frétt, en þessi frétt rifjar upp fullt af sögum af lélegum vinnuveitendum.

Þannig er það oft að vinnuveitandinn sem á bílinn neitar að lagfæra hann, vill ekki láta skoða hann eða jafnvel neitar að kaupa dekk undir hann þegar bíllinn er gatslitnum dekkjum. Ef starfsmaðurinn fer fram á lagfæringar þá honum sagt að þegja og skipta sér ekki af þessu, ef hann vill ekki keyra bílinn þá er alltaf hægt að finna annan starfsmann. Ég veit dæmi um að bílstjóri sem keyrir um 50 tonna bíl lenti í svona stríði við yfirmann sinn vegna þess að yfirmaðurinn vildi ekki kaupa ný dekk undir bílinn. Síðan eru þessir vinnubílar stórhættulegir í umferðinni, oft eru þeir bílar sem verst er hugsað um vinnubílar og þegar eitthvað gerist þá er ökumaðurinn ábyrgur fyrir lélegu ástandi bílsins.


mbl.is Bremsur gáfu sig á óskoðuðum bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann þorir ekki.

Ég held að karlinn þori ekki í okkur víkingana.
mbl.is Watson: Aðstæður réðu því að Íslandsför var frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan endalausa.

Af hverju finnst mér að Frakklandshjólreiðarnar snúist um lyfjahneyksli á hverju ári. Núna var næst frægasti Kazakstaninn að falla á lyfjaprófi, frægasti Kazakstaninn er að sjálfsögðu Borat og ekki hefur hann fallið á lyfjaprófi. Það er spurning hvor þeirra er þjóð sinni til meiri sóma!


mbl.is Vinokourov féll á lyfjaprófi í Frakklandshjólreiðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Zoey og Lúkas.

Það eru hetju hundar í fréttum á hverjum degi núorðið, það er bara spurning hvor hundurinn verður valinn hundur ársins, Zoey eða Lúkas.


mbl.is Hundur bjargar barni frá skröltormsbiti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skil ekki símasölumenn.

Það er ekki það skemmtilegasta sem ég geri að tala við símasölumenn, en stundum eru þeir að bjóða hluti sem ég hafði ætlað mér að fá. Þannig var það í síðustu viku að það hringdi sölumaður frá 365 og vildi bjóða mér áskrift að Sýn2, sjónvarpsstöðinni sem sýnir ensku knattspyrnuna. Ég hafði hugsað mér að gerast áskrifandi að sjónvarpsstöðinni og þegar þessi sölumaður hringdi þá hlustaði ég á hvað hann hafði að bjóða og ég lét hann vita hvað ég væri ósáttur við. Ég er ósáttur við hvað Digital Ísland dettur oft út, ég er kannski að horfa á spennandi mynd og skyndilega er skjárinn svartur og ekkert gerist næstu 20-30 mínúturnar. Ég sagði honum að ég væri ekki tilbúinn að borga áskrift að Sýn2 og fá bara að sjá valda kafla í leikjunum.

Sölumaðurinn benti mér að 365 ætlar að fara að bjóða upp á adsl-myndlykla og fannst mér það frábært að geta loksins notið sjónvarpsins, vitandi það að ég geti horft á alla myndina eða allan leikinn. Þar sem matartími var hjá mér þegar hann hringdi, þá bað ég sölumanninn að hringja aftur eftir 10 mínútur og þá væri ég búinn að taka ákvörðun. Núna er liðin heil vika og hann hefur enn ekki hringt. Ég er núna að pæla hvort það að biðja manninn að hringja eftir 10 mínútur hafi verið svo mikil ókurteisi að hann ætli aldrei að hringja í mig.


Fangar eða gíslar?

Eftir að hafa fylgst með fréttum frá Líbíu að undanförnu þá er ég farinn að halda að þetta fólk sé fangelsað og dæmt saklaust og Líbíumenn eru að nota gíslana til að fá Evrópusambandið að fjármagna vegagerðir í landinu. Mér finnst þessi framganga Líbíumanna til mikillar skammar.


mbl.is Líbýumenn vilja að ESB kosti vegi og járnbrautarteina í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær verður bíómyndin gerð?

Núna þegar Lúkas er kominn heim þá hljóta menn að vera farnir að hugsa um að gera bíómynd um hundinn og ævintýri hans. Það er ekki langt síðan að köttur týndist á Holtavörðuheiðinni og það var gerð bók um ævintýri hans og hvað hann upplifði á meðan hann var týndur. Þá er bara spurning hver eigi að leika hundinn. Ég legg til að Steve Buscemi leiki strákinn sem var sakaður ranglega um að drepa Lúkas.


mbl.is Lúkas kominn heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rasisti!

Bjarni formaður SVFR er óhræddur að segja sitt álit á ummælum framkvæmdastjóra Alþjóðahúss, þrátt fyrir að eiga á hættu að verða kallaður rasisti. Það er nefnilega þannig að það er þegar einhver talar um útlendinga og málefni útlendinga þar sem umræðan er ekki jákvæð, þá er sá aðili fljótlega stimplaður rasisti sem er einn versti glæpur á Íslandi. Eflaust er einhver sem stimplar mig rasista vegna þessara athugasemdar. En ég er ekki rasisti og grein Bjarna er mjög góð.


mbl.is Stjórn SVFR furðar sig á ummælum framkvæmdastjóra Alþjóðahússins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir á RUV.

Í kvöld var gömul frétt í Ríkissjónvarpinu, það var frétt frá 1967 og fjallaði um ferð Gullfoss til sólarlanda með farþega. Ætlar RUV að koma með svona fréttir reglulega, enda er það skrýtið að RUV eigi allt þetta efni án þess að ætla að sýna það. Það var skemmtilegt að sjá þessa frétt og hlakka ég til að sjá næstu gömlu frétt á Ríkissjónvarpinu.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband