Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Fólk er fljótt að gleyma.
16.6.2007 | 10:28
Það er sorglegt að hugsa til þess að það verða að gerast mjög alvarleg slys reglulega til að fólk átti sig á hættunni af hraðakstri. Þrátt fyrir stórhækkun á öllum sektum og fjölgun úrræða fyrir lögreglu til að refsa ökuníðungum þá virðist það engu máli skipta. Halda ökuníðungarnir virkilega að þeir sleppi alltaf við lögregluna?
Tóku fram úr sjúkrabíl í forgangsakstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ameríski draumurinn.
15.6.2007 | 21:00
Þarna rætist amerísku draumurinn fyrir þessa fjölskyldu, þau vilja ekki borða þarna aftur enda munu skaðabæturnar sem þau fá verða til þess að þau munu borða á fimm stjörnu veitingastöðum í framtíðinni.
Tveggja ára gamalt barn fékk áfengi í stað eplasafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja.
14.6.2007 | 22:04
KR enn án sigurs eftir tap gegn FH | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er ekki nógu mikið rugl á gatnakerfinu í Reykjavík?
14.6.2007 | 21:56
Ég vona svo innilega að þessi tillaga samfylkingarinnar nái ekki fram að ganga. Gatnakerfið í Reykjavík eru í nógu miklu ólestri svo ekki eigi að bæta enn öðru ruglinu við. Fyrsta skrefið í bæta umferðina í Reykjavík er að fækka umferðarljósum (og í sumum tilfellum gatnamótum) á Sæbraut, Miklubraut og Kringlumýrabraut. Látið umferðina rúlla áfram með mislægum gatnamótum.
Öskjuhlíðagöng í stað mislægra gatnamóta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tveir þumlar upp.
14.6.2007 | 21:50
Gott að bifhjólamenn séu að fordæma svona aksturslag. Ég heyrði nefnilega í einum bifhjólamanni um daginn sem kenndi lögreglunni og löggjafanum um slysið á Breiðholtsbrautinni. Hann sagði að ef sektirnar væru lægri þá myndi enginn reyna að stinga lögregluna af, í þeim tilfellum sem lögreglan mælir ökumann á ofsaferð þá kjósa þeir frekar að reyna að stinga lögregluna en að þurfa að borga hundruð þúsunda í sekt. Ég skil ekki svona rök (sem betur fer) og er þess vegna hæst ánægður fyrir hönd allra og sérstaklega bifhjólamanna þegar svona fréttatilkynning berst.
Bifhjólasamtök fordæma háskaakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er að pæla.
14.6.2007 | 18:31
Bannað að eiga kærustu næstu þrjú árin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fáránleg lög.
14.6.2007 | 18:23
Ég tel að það sé kominn tími til að breyta þessum fornaldarlögum. Úr því að það má selja og nota þessa vöru hér, þá finnst mér ekkert réttlæta að það sé bannað að auglýsa hana.
Dæmdur í sekt fyrir að láta birta áfengisauglýsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kynþáttafordómar.
14.6.2007 | 18:19
Mig langar að blogga aðeins um þessa frétt en þori ekki að gera vegna þess að ég er hræddur um að verða sakaður um kynþáttafordóma, en ég er ekki með fordómafullur. Aftur á móti þá tel ég Zimbabve vera það land þar sem mestu kynþáttafordómar eru og það sem meira er að þessar fordómar eru að ganga af landinu dauðu.
Algert hrun sagt blasa við í Zimbabve | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lúser að tala.
14.6.2007 | 16:53
Mér finnst eins og þessi orð Raikkonen sýni að hann er lúser. Ef maður pælir í þessum orðum þá var Raikkonen sagður undrabarn, en það hefur ekkert orðið úr honum. Núna kemur Hamilton og valtar yfir alla kappaksturskarlana og auðvitað verður Raikkonen afbrýðissamur. Þessi orð Raikkonen eru ekki mjög djúp, þar sem ferill flestra íþróttamanna ganga í bylgjum og ef Hamilton eigi ekki eftir að lenda í mótbyr þá ætti hann að vera á verðlaunapalli næstu 15 árin.
Þessi yfirlýsing Raikkonen minnir á þegar fótboltalið detta út úr bikarkeppnum, þá segja þjálfarar oft að núna geta þeir einbeitt sér að deildinni. Munið það þegar þið heyrið einhvern þjálfara segja það, þá er hann lúser.
Räikkönen segir að Hamilton eigi eftir að dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er þetta viðunandi?
13.6.2007 | 12:31
Það er ekki hægt að segja að þetta sé góður árangur. Ísland situr núna í 109 sæti ásamt Azerbadijan. Listinn er mjög forvitnilegur og má sjá á honum mörg landslið sem eru ofar en Ísland á listanum en samt teljum við þessi lönd standa Íslandi langt að baki í knattspyrnunni. Lönd eins og Botswana, Gabon, Benin, St. Vincent, Equatorial Guinea, Bahrain, Mozambik, Haiti, Zimbabve, Jordanía. Qatar, Kýpur, Grænhöfðaeyjar, Oman, Burkina Faso, Zambia og Uzbekistan. Ég hálf partinn skammast mín fyrir það að Ísland sé lélegra í fótbolta en þessi lönd og þrátt fyrir að Geir Þorsteinsson segi að þessi listi skiptir engu máli, þá gerir hann það eða gerir hann það bara þegar Ísland er ofarlega á listanum?
Kíkjum á annað, það er hversu mikið Ísland hefur fallið á listanum síðan Guðjón Þórðar hætti með liðið.
1999: 43 sæti.
2000: 50 sæti.
2001: 52 sæti.
2002: 58 sæti.
2003: 58 sæti.
2004: 93 sæti.
2005: 94 sæti.
2006: 93 sæti.
2007: 109 sæti.
Er þetta viðunandi?
Ísland í 109. sæti á FIFA listanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)