Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Hungurverkfall?
20.6.2007 | 21:27
Ég held að Paris vinkona mín sé búin að horfa á of margar bíómyndir og núna er hún komin í hungurverkfall, eða það lítur út fyrir það.
París kann að verða neydd til að fá næringu í æð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er þetta ekki innanríkismál?
20.6.2007 | 19:22
Við eigum ekki að hlusta á Kínverjana, þeir halda að þeir geti stjórnað innanríkismálum Íslands. Sennilega vita þeir að þeir geta það eftir að þeir bönnuðu Falum Gong liðum að koma til landsins um árið og stjörnvöld sögðu já og amen.
Ég er algjörlega á móti því að við leyfum kínverskum stjórnvöldum að stjórna Íslandi í fjarlægð. Ég vil líka minna á að Kína er eitt af löndum þar sem mannréttindi eru fótum troðin, barnaþrælkun eru viðurkennd og svo maður tali ekki um dómskerfið þar sem grunaðir menn hafa engin réttindi.
Mótmæla því að fána Taívans sé flaggað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mikið til í þessu.
19.6.2007 | 17:42
Ég er sammála Kastljósmönnum um að vinnubrögð Siðanefndar eru furðuleg. Það virðist sem Siðanefnd Blaðamannafélagsins vilji banna fjölmiðlum að fjalla um mál sem geta orðið vandræðaleg fyrir alþingismenn eða ráðherra.
Ég held að allir sem fylgdust með þessu máli á sínum tíma eru sammála um að ekki hafi verið staðið eðlilega að veitingu ríkisborgararéttsins og hafi umræðan verið fyllilega réttlætanleg. Reyndar fannst mér Jónína ekki fara síður illa út úr þessu viðtali þegar hún fór að tala um mannréttindabrot í Gvatemala, en síðar kom í ljós að mannréttindabrot í Gvatemala áttu ekkert erindi í þessa umræðu.
Það er spurning hvort Jónína Bartmarz hafi beitt áhrifum sínum á niðurstöðu Siðanefndar?
Kastljós mótmælir harðlega niðurstöðum og vinnubrögðum Siðanefndar BÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Whole Foods.
18.6.2007 | 21:26
Ein af verslununum sem hafa verið að kaupa íslenskar afurðir af fyrirtæki Baldvins er Whole Foods. Ég fékk tækifæri að kynnast þeirri verslun þegar ég bjó í Pittsburgh í Pensylvaniu og verslaði þar stundum. Búðin telst ekki lágvöruverslun og vöruúrvalið var slíkt að ég hef aldrei séð annað eins. Ég hef til dæmis aldrei séð annað eins úrval af grænmeti og ávöxtum og hvernig því er raða upp er ótrúlegt. Ég vissi til dæmis ekki að hægt er að raða bönunum á skipulegan og flottan hátt fyrr en ég kom í Whole Foods.
Vöruúrvalið hentaði líka fyrir Íslending með mikla heimþrá. Íslenskt lambakjöt, fiskur, smjör, ostur og síðast en ekki síst skyrið ég var duglegur að bjóða bandarískum vinum mínum upp á. Þetta er sömuleiðis sennilega eina matvöruverslunin sem ég hef komið í þar sem ekki var hægt að kaupa gos, það passaði ekki við matvöruna sem búðin bauð upp á.
Til hamingju Baldvin og Áform.
Sjálfbært Ísland fékk verðlaun veitingahúsaeigenda í Washington | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Boring.
18.6.2007 | 21:11
Ég vil fá fréttir af Paris Hilton og Britney Spears! Það er ekkert gaman að fá slúðurfréttir af venjulegu frægu sem lifir nokkuð eðlilegu lífi.
Júlía Roberts eignast sitt þriðja barn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvert fer Saviola?
18.6.2007 | 20:23
Ég vona að mínir menn í Crystal Palace nái að krækja sér í Saviola, en einhvern efast ég samt um það. En ef það tækist þá myndi hann styrkja liðið töluvert.
Saviola kveður Barcelona ósáttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sá kasti fyrsta....
17.6.2007 | 11:49
Er ekki orðatiltækið þannig að sá kasti fyrsta steininum sem syndlaus er! Þeir hljóta að læra þetta hjá Sheffield United. En mikið held ég að hlakki í West Ham mönnum við þessa frétt.
Kannað hvort Sheffield United hafi brotið reglur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Muga Reserva.
16.6.2007 | 19:58
Muga Reserva er rauðvín frá Rioja héraði á Spáni. Það er þurrt og ferskt og er með tannín og eikarbragði. Það er með með miklu eftirbragði. Það er gott með nautakjöti.
Tegund: Muga Reserva.
Framleiðsluland: Spánn.
Verð í vínbúðum: 1.890 krónur.
Einkunn: 1 (Allt í lagi)
Ásthildur hefur rétt fyrir sér.
16.6.2007 | 16:14
Ásthildur Helgadóttir fyrirliði Íslands hafði rétt fyrir sér þegar hún sagði að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta væri besta lið Íslands. Glæsilegur sigur á sjöunda besta liði heims í dag samkvæmt lista FIFA. Ég hefði viljað að íþróttafréttamaður RÚV hefði kysst Sigurð þjálfara í lokin eins og þegar Ingólfur kyssti Guðjón um árið þegar karla landsliðið gerði jafntefli við Frakkana.
Ísland sigraði Frakkland 1:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Maður vikunnar. -Paris Hilton.
16.6.2007 | 10:42
Það kemur örugglega fáum á óvart að maður vikunnar er Paris Hilton, konan sem er fræg fyrir að vera fræg. Paris var dæmt í 45 daga fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur en dómurinn var síðan lækkaður í 23 daga fangelsi. Þegar Paris var búinn að vera 3 daga í fangelsi ákvað dómari að sleppa henni lausri af heilsufarsástæðum. Varð þá allt vitlaust í Ameríkunni og til að koma í veg fyrir óeirðir og annað Rodney King mál ákvað saksóknari að ná í Paris aftur og skella henni í steininn.
Reyndar er fólk núna að gera sér grein fyrir að kannski hafi verið rétt að sleppa henni af heilsufarsástæðum þar sem læknir hefur ítrekað þurft að fara í fangelsið til að skoða Paris, reyndar kemur fram í fréttinni að læknirinn sé lýtalæknir.
Maður vikunnar: Paris Hilton.
Maður vikunnar | Breytt 28.10.2007 kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)