Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Íslandsmótið í knattspyrnu 2007. Uppskeran II. hluti.
10.10.2007 | 15:05
Þá er komið að öðrum hluta uppskeruhátíðarinnar minnar. Hægt er að skoða fyrsta hlutann hér. Núna vel ég lið ársins og er það þannig skipað:
Markmaður: Stefán Logi Magnússon KR.
Varnarmenn: Guðjón Árni Antoníusson Keflavík, Sverrir Garðarson FH, Valur Fannar Gíslason Fylki og Atli Sveinn Þórarinsson Val.
Miðjumenn: Jónas Grani Garðarson Fram, Jónas Guðni Sævarsson Keflavík, Pálmi Rafn Pálmason Val og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson FH.
Sóknarmenn: Helgi Sigurðsson VAl og Prince Rajcomar Breiðablik.
Varamenn: Ómar Jóhannsson Keflavík, Birkir Már Sævarsson Val, Matthías Guðmundsson FH, Magnús Páll Gunnarsson Breiðablik, Arnar Grétarsson Breiðablik, Baldur Sigurðsson Keflavík og Sinisa Kekic Víking.
Þjálfari: Ólafur Kristjánsson Breiðablik.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það vantar Guðinn á listann!
10.10.2007 | 11:02
Ótrúlegt að Francesco Totti einn allra besti knattspyrnumaður í heimi skuli ekki vera á listanum. Totti er búinn að eiga frábært ár, varð markahæsti leikmaður Sería A með 26 mörk. Það sem af er þessu tímabili hefur Totti enn og aftur sýnt hvers konar snillingur hann er og það er hann fyrst og fremst sem drífur þetta Roma lið áfram. Hann er nú þegar búinn að skora 6 mörk eftir 6 leiki.
Auðvitað er listinn skipaður knattspyrnusnillingum, en það er auðvelt að finna leikmenn sem eiga ekki heima á listanum úr því að Totti er þar ekki. Fyrstan skal nefna Tevez, eina sem hann hefur gert á árinu er að skrifa undir samning hjá United. Síðan eru nokkrir leikmenn eins og Cannavaro sem átti afleitt tímabil með Real Madrid, Deco, Juninho, Marquez, Pirlo, Ribery, Thuram og Torres sem eiga ekkert erindi á listann.
Eins og þeir segja í Róm, Benedikt er Páfinn, en Totti er Guðinn.
Þrjátíu koma til greina sem knattspyrnumenn ársins hjá FIFA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Peter Taylor rekinn frá Crystal Palace.
8.10.2007 | 21:08
Peter Taylor framkvæmdarstjóri Crystal Palace var rekinn frá félaginu í dag. Í fréttatilkynningu sem birtist á opinberri heimasíðu Palace er sagt að ástæðan fyrir brottrekstrinum sé léleg byrjun á tímabilinu. Liðið er með 10 stig eftir 10 leiki og situr í 19. sæti af 24. í deildinni. Þá hefur liðið eingöngu sigrað í einum leik af síðustu tíu í deild og bikar.
Taylor var við stjórnvölin hjá Palace í 16 mánuði og verður að segjast að árangur hans hafi ekki verið viðunandi á þessum tíma. Það kemur fáum stuðningsmönnum Palace á óvart að hann skyldi verða rekinn og greinilegt að Simon Jordan eigandi Palace var að bíða eftir réttum tímapunkti til að reka hann. Núna er 12 dagar í næsta leik vegna landsleikjahlés og mun því nýr framkvæmdastjóri hafa smá tíma til að koma sínum hugmyndum á framfæri fyrir næsta leik.
Strax eru komnar vangaveltur um hver muni taka við Palace og eru þeir sem oftast eru nefndir, Neil Warnock fyrrum stjóri Sheffield United, Paul Jewell fyrrum stjóri Wigan, Kit Symons aðstoðarframkvæmdastjóri Palace og Palace-goðsögn, Chris Coleman fyrrum stjóri Fulham og Palace-goðsögn og að lokum Martin Allen framkvæmdastjóri Leicester. Þá er hægt að rifja upp að Jose Maurinho fyrrum stjóri Chelsea sagði að ef hann væri ekki að stýra Chelsea þá vildi hann vera stjóri hjá Crystal Palace. Núna er spurning hvort að Simon Jordan ætli að bjóða Maurinho starfið? Ég held að niðurstöðurnar veri þær að á morgun verði tilkynnt að Neil Warnock verði nýr framkvæmdarstjóri Crystal Palace.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dida má skammast sín.
8.10.2007 | 14:45
Dida má skammast sín fyrir framkomu sína þetta kvöld. Það að stuðningsmaður Celtic hafi hlaupið inn á völlinn og ögrað Dida er alvarlegt og á ekki að sjást í fótboltanum, en það sem Dida gerði er mun alvarlegra. Hann gerði sér upp meiðsli og var væntanlega að vona að dómarinn myndi flauta leikinn af líkt og var gert í landsleik Dana og Svía í vor.
Dida þarf að svara fyrir sig hjá UEFA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Besta tónlistarmyndbandið kemur frá Finnlandi.
8.10.2007 | 11:24
Bohemian Rhapsody er frábært lag og myndbandið gott. En besta myndband sögunnar er að mínu mati er myndbandið við lagið Love Me Tender með finnska dúettinu Sawyer og Kate. Hægt er að horfa á myndbandið hér og góða skemmtun.
Bohemian Rhapsody valið besta tónlistarmyndbandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Er ég kona?
7.10.2007 | 20:45
Í fréttatímanum á Ríkissjónvarpinu í kvöld var frétt af einhverjum skotglöðum austfirðingum sem fóru til Namibíu til að drepa falleg dýr. Á þessum 8 daga veiðitúr náðu þeir að murka lífið úr 15 dýrum, þar á meðal sebrahesti, hlébarða og einhverju dádýri. Veiðimaðurinn sagði sigri hrósandi að það væri munurinn á karlmönnum og kvenmönnum að karlmenn geta og vilja skjóta svona dýr. Eftir þessa staðhæfingu verð ég sennilega að játa að ég er kvenmaður, þar sem ég hef engan vilja til að drepa dýr. Til dæmis þá gæti ég aldrei verið bóndi og mér finnst ágætt að trúa því að kjötið verði til í kjötbúðum. Samt ber ég mikla virðingu fyrir bóndanum, þó ég gæti aldrei verið bóndi.
Aftur að fréttinni. Ég get ekki skilið hvað var svona merkilegt við hana til að ástæða var að birta hana í sjónvarpinu. Ekki finnst mér það merkilegt að fara til Afríku að drepa dýr sér til gamans. Það er alla vega ekki jákvæð frétt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Íslandsmótið í knattspyrnu 2007. Uppskeran I. hluti.
7.10.2007 | 18:00
Ég ætla að halda smá uppskeruhátíð í sambandi við knattspyrnusumarið sem var að ljúka. Ég ætla að byrja á því að birta ekki lið ársins. Það er úrvalslið þeirra leikmanna sem ollu vonbrigðum í sumar. Liðið er þannig skipað:
Markmaður: Daði Lárusson FH.
Varnarmenn: Guðmundur Sævarsson FH, Grétar Sigfinnur Sigurðarson Víking, Gunnlaugur Jónsson KR og Pétur Hafliði Marteinsson KR.
Miðjumenn: Bjarki Gunnlaugsson FH, Þórður Guðjónsson ÍA, Gunnar Kristjánsson Víking og Bjarnólfur Lárusson KR.
Sóknarmenn: Jóhann Þórhallsson KR og Grétar Ólafur Hjartarson KR.
Varamenn: Hannes Þór Halldórsson Fram, Kristján Hauksson Fram, Óðinn Árnason Fram, Allan Dyring FH, Hjálmar Þórarinsson Fram, Ingvar Ólason Fram og Igor Pesic Fram
Þjálfari: Ólafur Þórðarson Fram.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Maður vikunnar: -Lottóvinningshafinn.
7.10.2007 | 17:45
Maður vikunnar að þessu sinni er Akureyringurinn heppni sem vann rúmlega 105 milljónir í Víkingalottóinu. Ég vona að þessir peningar komi manninum og fjölskyldu hans vel og verði til þess að þau geti átt gott ævikvöld.
Maður vikunnar: Lottóvinningshafinn.
Maður vikunnar | Breytt 28.10.2007 kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Innflytjendavandamál.
7.10.2007 | 15:06
Það má víst ekki segja frá því að þeir sem eru að slást í Keflavík eru nær undantekningalaust Pólverjar. Ég vil ekki vera kallaður rasisti, en þannig er það samt ef maður fer að tala um þessi gegndarlausu ofbeldisverk Pólverjanna þá er sagt að það séu fordóma og kynþáttahatur að benda á þá staðreynd. En á meðan ekki er tekið á þessu vandamáli þá mun vandamálið ekki minnka, heldur halda áfram að aukast.
Táragasi beitt til að leysa upp slagsmál í Reykjanesbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Bloggið hennar Fjólu.
4.10.2007 | 23:54
Fjólan mín var að blogga aðeins um líf okkar. Ég vil benda bloggvinum mínum og öðrum til að skoða bloggið hennar. Bloggið hennar Fjólu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)