Skrítin kreppa hjá Val.

Ég skil ekki alveg kreppuna sem er hjá Valsmönnum þessa dagana. Í byrjun október tilkynntu þeir að þeir ætluðu að losa sig við alla erlendu leikmennina hjá félaginu, bæði karla og kvennaliðinu. Valsmenn voru með 5 erlenda leikmenn í sínum röðum, þá Barry Smith, Henrik Eggerts Hansen, Rassmus Hansen, Rene Carlsen og Dennis Bo Mortensen. En síðastnefndi spilaði ekkert með Val í sumar þar sem hann meiddist illa í deildarbikarnum í vor.

Þessir leikmenn voru losaðir undan samning, þó að nokkrir þeirra séu frábærir knattspyrnumenn og til að koma í veg fyrir enn frekari fjárhagsútlát þá voru leikmönnum tilkynnt að laun þeirra yrðu lækkuð um 30%. Þetta hef ég eftir áreiðanlegum heimildum.

Síðan þetta gerist hafa Valsmenn aftur á móti verið duglegastir allra liða að kaupa leikmenn og núna í dag keyptu þeir tvö leikmenn til viðbótar. Þeir byrjuðu á því að fá Ian Jeffs frá Fylki, þrátt fyrir að hafa losað alla erlendu leikmennina undan samning og ætluðu að spila útelndinga lausir næsta tímabil, en það tók valsmenn bara örfáa daga að standa við það. Síðan fengu þeir Harald Björnsson frá Hearts og þá Reyni Leósson frá Fram og heimildir mínar segja að þar hafi umtalsverð upphæð skipt um hendur. Í dag fengu Valsmenn síðan Ólaf Pál og Pétur Georg Markan til liðs við félagið og er ég nokkuð viss um að þeir komi ekki til að spila frítt.

Ég er nokkuð viss um að knattspyrnudeild Vals stendur vel, þeir seldu tvo af bestu leikmönnum sínum í sumar og hafa eflasut fengið 30-50 milljónir fyrir þá og hafa þess vegna eflaust efni á að kaupa þessa 5 leikmenn. En það sem ég skil ekki af hverju voru þeir að losa sig við þá erlendu leikmenn sem voru að standa sig vel og af hverju eru þeir að lækka laun leikmannanna sinna. Fyrir mér sýnist mér Valsmenn vera að nota kreppuástandið til að lækka launin til að geta keypt aðra leikmenn, ef þetta sé rétt þá finnst mér það óheiðarleg vinnubrögð.


mbl.is Ólafur Páll Snorrason til liðs við Val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri að afla sér upplýsinga fyrst áður en þú blaðrar einhverja svona vitleysu út í loftið?

Ég hef hvergi lesið það að Valur sé búið að losa sig við einhverja leikmenn. Það hefur aðeins verið sagt að eins og staðan sé í dag þá hafi Valur ekki efni á að greiða þessum erlendu leikmönnum laun. Það hefur ekkert komið fram að einhverjum samningum hafi verið rift eða eitthvað í þeim dúr. Svo er heldur ekki hægt að losa sig við leikmenn sem hafa ekki samning, en Barry, Rasmus og Henrik höfðu bara samning út þetta tímabil. Hinir 2 hafa lengri samning en hvort það sé eitthvað uppsagnarákvæði í þeirra samning eftir hvert tímabil veit ég ekki og varla þú heldur. 

Það að Valur sé að "losa" sig við erlenda leikmenn og fá íslenska í staðinn er bara hagræðing fyrir klúbbinn og það er ekki verið að KAUPA leikmenn eins og þú segir orðrétt því að Valur yfirtók samning Reynis því Fram er á kúpunni, Ian Jeffs var ekki með KSÍ samning, Haraldur Björnsson kemur frítt, Ólafur Páll líka og ég geri ráð fyrir því að Pétur Markan sé líka án samnings. Og hvað þeir fái svo í laun hjá Val er ekki vitað, eflaust eru það hærri laun heldur en þeir fengu hjá sínum gömlu félögum en það eru langt frá því að vera einhver ofurlaun. Ég held að það þurfi engan sérfræðing til að finna það út.

Ingólfur (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 18:52

2 identicon

Er valur ekki bara hið nýja KR.  kaupa og kaupa.,

Steinar Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:17

3 Smámynd: Mummi Guð

Það er rétt hjá þér Ingólfur að það er margt sem ég er ekki með á hreinu í þessu máli. En Valsmenn sögðu frá því að þeir ætluðu að spila án erlendra leikmanna næsta sumar og þess vegna losuðu þeir sig við erlendu leikmennina. Ég kalla það að losa sig við leikmenn þegar mönnum er ekki boðin áframhaldandi samningur eða þegar þeir nota eitthvað uppsagnarákvæði. Það má líkja þessu við þegar maður er í vinnu og fær uppsagnarbréf, þá er fyrirtækið að losa sig við starfsmanninn þó að hann noti uppsagnarákvæði.

Ég skrifaði að ég héldi að Valsmenn stæðu vel fjárhagslega og þess vegna finnst mér furðulegt að þeir séu að bera sig illa að einu leyti og slá um sig að öðru leyti.

Þeir sögðu að þeir ætluðu að spila útlendingalausir næsta sumar vegna peningamála, samt er fyrsti leikmaðurinn sem þeir fá útlendingur. Sagan segir að þeir hafa boðað 30% launalækkun yfir línuna, samt eru þeir að styrkja liðið með dýrum leikmönnum. Ég er nokkuð viss að Jeffs, Reynir, Ólafur Páll og Pétur séu að fá hærri laun hjá Val en þeir fengu hjá gamla liðinu sínu.

Spurningin er. Hefur Valur efni á að styrkja liðið sitt eða er liðið svo illa statt að þeir þurfa að lækka laun allra leikmannanna.

Steinar. Ég held að Valur sé að taka við af KR sem kaupaliðið númer 1. Sérstaklega þar sem KR mun sennilega ekki geta náð í margar milljónir hjá Björgólfi. Ég bíð spenntur með að sjá hvað KR ætlar að gera núna. Ég hef grun að KR hafi langhæsta launakostnaðinn og það er spennandi að sjá hvort þeir geti staðið við gerða samninga.

Þeir voru reyndar að selja tvo leikmenn og spurning hvort söluandvirðið fari í launakostnað hjá Bjarna Guðjóns?

Mummi Guð, 13.11.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband