Góður þessi.

Guðjón segist eiga góðar minningar frá Stoke, Barnsley og Notts County, en það skondna er að Stoke, Barnsley og Notts County eiga ekki góðar minningar af Guðjóni. Hann kom reyndar Stoke upp um deild, en hann var líka rekinn frá Stoke og hann var rekinn frá Barnsley og Notts County. Í millitíðinni tók Guðjón að sér að stýra norska liðinu Start og var rekinn þaðan fljótlega.

Guðjón átti frábær ár sem þjálfari hjá KA, ÍA, KR og síðan íslenska landsliðinu. Síðan hann hætti þar hefur leið hans legið niður á við og hann hefur helst unnið sér til frægðar að vera rekinn hjá nánast öllum liðum sem hann hefur komið nálægt og hann hefur líka verið þekktur fyrir allskonar vafasamar uppákomur aðallega utanvallar.


mbl.is Guðjón hyggst sækja um störf á Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Gott samt að hann eigi góðar minningar

Björg Árnadóttir, 13.11.2008 kl. 18:03

2 Smámynd: Mummi Guð

Alltaf gott að eiga góðar minningar.

En það er sennilega gott á Bretana ef við náum að senda Guðjón þangað og spurning hvort það myndi kalla á nýja milliríkjadeilu!

Mummi Guð, 13.11.2008 kl. 18:44

3 identicon

hann var nú rekinn frá stoke af persónulegum aðstæðum Gunnars, eins og hann sagði sjálfur. Rekinn frá Barnsley eftir að nýjir eigendur keyptu liðið og réðu eigin mann, og hann sagði upp störfum hjá Notts County. Bara svona svo að staðreyndirnar séu til staðar. Og það voru einnig stuðningsmennir Stoke og Barnsley sem mótmæltu því að hann hafi látinn víkja úr starfi.

Jóel (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 21:16

4 Smámynd: Mummi Guð

Jóel, ég skrifaði að hann hefði verið rekinn frá Stoke vegna ósættis við stjórnarformanninn, hann var samt rekinn. Hann var rekinn frá Barnsley vegna slaks árangurs. Hann hóf tímabilið með látum og liðinu gekk þrælvel, en fljótlega fór að síga á ógæfuhliðina og þegar nýr eigandi tók við þá gaf hann Guðjóni nokkrar vikur, en liðið sýndi engin batamerki og þá var Guðjón rekinn.

Guðjón hefur alltaf haldið fram að hann hafi hætt hjá Notts County, en þeir hjá Notts County segjast hafa rekið Guðjón og hverjum ætti maður að trúa? hmmm. Guðjón náði góðum árangri með liðið fyrra árið sitt með Notts County en rétt missti af sæti í play-offinu. Þegar hann var rekinn í maí ári seinna var liðið í 21 sæti í neðstu deildinni á Englandi.

Mummi Guð, 13.11.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband