Verðbólgan orðin 150%.

Í dag hækkaði IKEA verð á öllum vörum sínum um að meðaltali 25%. IKEA hefur verið þekkt fyrir að festa verðið hjá sér í heilt ár í einu og hefur verið nokkuð raunhæft að skoða verðhækkanirnar sem verða í IKEA á haustin til sjá verðbólguna í landinu. Um mánaðarmótin ágúst/september kynnti IKEA nýjan sölubækling og nýja verðskrá sem átti að duga í heilt ár, en núna tveim mánuðum síðar þá neyðast þeir að hækka vörurnar hjá sér um heil 25%. 25% á tveim mánuðum gerir 150% á ársgrundvelli og það er hin raunverulega verðbólga í dag samkvæmt IKEA-vísitöluna. Ég ætla ekki alveg að mála skrattann á vegginn og segja að við eigum von á 150% verðbólgu á næstu 12 mánuðum, en við eigum von á mikilli verðbólgu á næstunni, mun meiri en seðlabankastjóri sagði í dag.

Í dag eru Íslendingar að hætta að spara. Fyrir nokkrum árum þá var mikill áróður fyrir því að spara örursvo fólk gæti eignast varasjóð til að hafa að hlaupa upp á í ellinni eða þegar harðnar á dalnum. Núna þegar harðnað hefur á dalnum þá hefur fólk misst sinn sparnað vegna sukks í bankakerfinu. Fólk er búið að sjá að það borgar sig ekki að spara í dag og það er best að eyða peningnum sem maður þénar sem fyrst svo hann rýrnar ekki. Í dag er það þannig að ef fólk hefur hugsað sér að kaupa nýtt sjónvarp, ísskáp, myndavél eða heitan pott, þá er best að gera það strax. Þessar vörur eiga eftir að hækka mikið á næstu vikum.

Mitt ráð er, ef þið eigið pening, notið hann áður en hann fuðrar upp í verðbólgunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég varð hundspæld við IKEA en hvað eiga þeir svosem að gera ?

Ragnheiður , 6.11.2008 kl. 23:58

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Skil alveg forsendurnar hjá Ikea. Þeir geta ekki annað. Svo þurfa þeir reyndar að auki að hafa vörurnar það dýrar að færri geti keypt þær svo það verði ekki eins áberandi þegar hillurnar verða tómar hjá þeim af því þeir geta ekki keypt inn vörur vegna gjaldeyrisskorts!

Þetta með sparnaðinn skil ég líka alveg. Ég held að ég hafi ekki tapað miklu af mínum séreignarsparnaði en ég ætla að hætta í honum núna. Í svona verðbólgu borgar sig frekar að fá aurinn og nota hann strax frekar en að láta hann liggja á reikningi með mun lægri vöxtum en verðbólgan er. Ljótt en satt!

Björg Árnadóttir, 7.11.2008 kl. 20:06

3 identicon

Ég var einhvernvegin svo helvíti skynsöm þegar við fengum að bæta við lífeyrissparnaðinn okkar og fór í Allianz. Einhverstaðar las ég hér um daginn að séreignarsparnaður fólks myndi minnka hjá lífeyrissjóðum landsins?

Djöfull var ég klár á sínum tíma, því ég veit að minn rýrnar ekki þar sem hann er undir hatti Þýsku ríkisstjórnarinnar og þar með undir Evrópuráðinu. En við töpuðum smá pening, sem betur fer ekki  miklu,,,,,,,,,,,,,,, það er helvíti hart að það skuli vera hægt að taka af peningum sem við höfum safnað og lagt inn í banka. Ég var líka klár þegar ég hreinlega lét minn mann fara líka í Allianz, en það var nú ekki fyrr en í september s.l. var reyndar aðeins of sein en ,,,, betra er seint en aldrei :).

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 00:40

4 Smámynd: Mummi Guð

Helv... varstu klár að fara til Aliianz og gaman að segja frá því að ég er þar líka með minn séreignarsparnað. Við þurfum ekki að fá sms eins og einn sem ég þekki vel, hann er með sinn sparnað hjá almenna lífeyrissjóðnum og fékk sms þar sem honum var tjáð að lífeyrissparnaðurinn hans hefði lækkað um rúma milljón og hann slapp bara ágætlega.

Mummi Guð, 9.11.2008 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband