Hroki og út úr snúningur.

Það er stéttarfélagi eins og VR til vansa að hafa slíkan formann eins og Gunnar Páll Pálsson er. Að verkalýðsleiðtogi verji það sem Kaupþing gerði þegar þeir gáfu nokkrum valin kunnum starfsmönnum bankans 50 þúsund milljónir rétt fyrir gjaldþrot bankans og núna lætur verkalýðsformaðurinn verkalýðinn borga þessar 50.000.000.000 krónur úr eigin vasa og hann kann greinilega ekki að skammast sín þar sem hann ver gjörðir sínir, en hann var stjórnarmaður í Kaupþing og samþykkti að veita fjárglæframönnunum hjá Kaupþing sakauppgjöf. Ég segi bara við VR-menn, losið ykkur við þennan mann áður en hann skaðar VR meira.

Mér fannst Gunnar sína almenningi mikla vanvirðingu í Kastljósi í kvöld þegar hann sagði að hann bæri ekki ábyrgð á ástandinu í heiminum í dag. Það er nefnilega alveg rétt, en hann er einn af þeim sem ber ábyrgð á ástandinu á Íslandi í dag og það er grjótalvarlegt. Það að fjárglæframenn Íslands séu alltaf að kenna ástandinu í heiminum um kreppuna á Íslandi er út úr snúningur og hroki og þeir eru með því að benda alltaf á ástandið annarsstaðar að reyna að hvítþvo sig af gjörðum sínum. Þetta var ekki spurning um hvort heldur hvenær þessir menn myndu rústa efnahagnum á Íslandi og sem betur fer fyrir þá gerist það á sama tíma og slæmt ástand er í heiminum. Það má ekki heldur gleyma að margir telja að slæmt ástand í Evrópu sé að mörgu leyti íslensku fjárglæframönnunum að kenna. 

Að lokum legg ég til við Geir Haarde að hann gerir afgreiðslumanninn sem tók við 10.000 króna seðlinum og gaf til baka að seðlabankastjóra. Þessi afgreiðslumaður er sennilega eini Íslendingurinn sem hefur minna vit á peningum en Davíð Oddsson og fyrir það ætti hann að taka við stjórn Seðlabankans.


mbl.is Ekki hægt að taka aðra ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

hehehehe.... satt hjá þér - þú ert greinilega í vígahug!

En góður pistill og alveg hárrétt metið! (því miður!)

Björg Árnadóttir, 5.11.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband