Núna er kominn tími á að blása aðeins!

Ég hef verið helv... latur við að blogga að undanförnu og tel ég það aðallega verið ástandinu í þjóðfélaginu að kenna. Ég hef ekki nennt að blogga eða lesa fréttir eða lesa bloggin hjá mínum traustu bloggvinum. En núna held ég að það sé kominn tími til að springa út. Ástæðan er sú að þessar nýju fréttir af kóngunum hjá Kaupþingi að þeir skulu fá klapp á bakið frá þjóðinni og verðlaunaðir með 50.000.000.000 króna (lesist 50 þúsund milljónir) starfsloka samning. Meira að segja þurfa margir þeirra ekki einu sinni að hætta að vinna til að fá þennan starfslokasamning.

Geir Haarde hefur verið duglegur að reyna að sannfæra þjóðina um að núna þarf þjóðin að standa saman og komast út úr þeim vandræðum sem hún er komin í og ekki sé tími til að leita að sökudólgum núna, heldur þarf að einbeita sér að því að vinna sig út úr vandanum. Þetta er að mörgu leyti rétt hjá honum, en samt spyr maður sig ætlar Geir sjálfur og Davíð meistari hans sjálfir að rannsaka hvað fór úrskeiðis og þeir hafa ekki tíma til þess núna? Ég vona svo sannarlega ekki vegna þess að þá finnast ekki sökudólgarnir. Það á fá menn erlendis frá til að koma hingað og rannsaka málið, ekki ólíkt því þegar nefnd frá Sameinuðu Þjóðunum fer til spilltra landa til að sjá til þess að kosningasvik séu ekki framin í kosningum. Ísland er gjörspillt land og virðist sem að örfáir menn telja sig eiga landið, það er Davíð Oddsson og þeir sem honum líkar við og þeir vilja auðvitað ekki að það komi fram hverjir það voru sem frömdu þann glæp að gera landið nánast gjaldþrota.

Ég veit ekki hvernig Davíð og co ætla að réttlæta þessa gjörðir Kaupþings að gefa gullkálfunum sínum 50 milljarða, en þeir munu reyna að réttlæta það. Það skal minna á að æðstustrumparnir hjá Kaupþing, þeir Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurjónsson höfðu yfir 70 milljónir í laun hjá Kaupþing á mánuði, ég endurtek 70 milljónir á mánuði. Þegar þeir voru spurðir hvort launin væru ekki alltof há þá sögðu þeir ekki svo vera, þeir bæru svo mikla ábyrgð. Núna hefur það sést hversu mikla ábyrgð þeir bera, nákvæmlega enga, þeir hegðuðu sér líka eins og ábyrgðarlausir vitleysingar.

Hverjir bera skellinn á þessu fjármálafyllerí gullkálfanna, það er almenningur sem hefur ekkert gert af sér, almenningur sem hefur mætt í vinnuna sína fyrir smánarlaun ef miðað er við laun gullkálfanna. Almenningur sem hefur reynt að vera ábyrgt í fjármálum og lifað eftir efnahag sínum. Auðvitað hafa einhverjir misst sig aðeins, en vel flestir hafa lifað ábyrgu lífi og í mesta lagi keypt bíl á erlendu láni. Núna eru gullkálfarnir duglegir að kenna þessum almenna Íslending um að allt hafi farið á versta veg. Þeir hafa sagt að þar sem almenningur hafi farið með offorsi í kaupum á bílum, fellihýsum og flatskjáum þá er landið stórskuldugt og komið á vonarvöl vegna bruðlsins, en þeir nefna ekki einkaþoturnar, snekkjurnar eða stórhýsin um allan heim sem gullkálfarnir hafa verið að kaupa, eða afmælin og veislurnar sem þeir hafa haldið og fengið velþekkta skemmtikrafta til að skemmta sér. Það er hægt að nefna Elton John, 50 sent, Tom Jones svo einhverjir séu nefndir. Nei, það er almenningi að kenna að landið sé á hausnum.

Ég krefst þess að menn beri ábyrgð á gjörðum sínum og þeir menn sem hafa sökkt Íslandi í þetta fjármálavíti eiga að sæta ábyrgð, menn eins og bankastjórar gömlu bankanna, Bjarni Ármannsson, Hannes Smárason, Magnús Þorsteinsson. Þá eiga Geir Haarde og Davíð Oddsson líka að sæta ábyrgð. Davíð fyrir að bandvitlausa peningastefnu og Geir fyrir að leyfa Davíð að gera krónuna einskins virði. Þá þarf Geir að bera ábyrgð á því að leyfa bönkunum að vaxa svona mikið án þess að þeir geta það í raunveruleiknum.

Ég veit það að þegar þeirra tími verður liðinn þá verða Davíðs og Geirs minnst sem mannanna sem steyptu íslensku þjóðinni í glötun. Það er það eina sem kætir mig í dag.

Það eru ekki bara stjórnmálamenn og fjárglæframenn sem bera ábyrgðina, heldur líka fjölmiðlamenn og eftirlitsmenn sem eiga að hafa eftirlit með því að ekki sé hægt að steypa heila þjóð í glötun. Ég heyrði viðtal um daginn við einn blaðamann og hann sagðist að kreppan myndi hafa þær afleiðingar helstar fyrir hann að núna myndu kokteilboðunum og boðsferðunum fækka. Ég held að gullkálfunum hafi tekist að kaupa fjölmiðlamiðlana með feitum boðsferðum og kokteilpartýum. Þegar einhverjir fjölmiðlar hafa þorað að standa upp og reynt að upplýsa almenning um í hvað stefndi þá hafi gullkálfarnir bara hótað fjölmiðlunum þannig að þeir myndu hætta að auglýsa hjá þeim og þar með rífa stoðunum undan miðlinum og þar með tókst gullkálfunum að stjórna nánast allri umræðu um sig í fjölmiðlum, enda eiga þeir líka flesta fjölmiðlana.

Ein pæling að lokum, hvernig haldið þið að Orkuveita Reykjavíkur myndi standa í dag ef Hannesi Smárasyni og Bjarna Ármannsyni hefði tekist að stela Orkuveitunni frá Reykvíkingum? En þeir voru svo nálægt því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Þeir ættu allir að skammast sín, allir saman....segi eins og þú nenni varla að kíkja á blogg eða fréttir, af ótta við að falla með meirihluta þjóðarinnar í þunglyndi, en það er nokkuð ljóst að þannig lagar maður ekki sitt ástand og gerir hvorki sjálfum sér né öðrum greyða með því...ARG!!!!! Ég er líka pisst.....

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 3.11.2008 kl. 22:41

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Gott að þú ert mættur sterkur til leiks Mummi,þessi færsla er hressandi lesning og síst of djúpt í árinni tekið.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 3.11.2008 kl. 23:49

3 identicon

Bara helvíti vel orðað hjá þér, og velkominn svona sterkur til baka.  Það er of mikil skítalykt af þessu, eiginlega algert drullumall.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband