Af kurteisum börnum og öðrum börnum.

Í síðustu viku var ég á leið að Lúllinu hans Hugins, en það er rétt fyrir utan Keflavík á leiðinni út í Garð. Þegar ég keyrði út úr Keflavíkinni voru þar unglingar á puttanum, þar sem ég var hvorki á leið til Sandgerðis eða Garðs ók ég framhjá þeim og sá síðan í speglinum þar sem þeir senda mér ljóta puttann. Ég vissi ekki hvað ég átti að halda, sem betur fer eru þessir krakkar ekki lýsandi dæmi um ungu kynslóðina í dag. En ég held að þessum börnum veitti ekki af smá námskeiði í kurteisi.

Nokkrum dögum áður varð ég fyrir annari reynslu í sambandi við unga fólkið. Þannig var að ég sat í stofunni heima hjá mér og hafði það gott, þetta var í hádegishléinu hjá mér. Þá heyrðist mikill hávaði eins og eitthvað hafði lent í glugganum. Ég fór út og þar lá golfkúla á blettinum við gluggann. Fyrir aftan húsið er bara mói og klettar og þar voru engir kylfingar. Skömmu seinna er bankað á dyrnar hjá mér og þar standa tveir skömmustulegir piltar og biðjast afsökunar á að hafa skotið golfkúlunni í húsið og lýstu þeir fyrir mér hvað hafði gerst sem varð þess valdandi að kúlunni fór í ranga átt og í húsið. Að lokum spurðu þessir ungu menn mig hvort þeir mættu fá kúluna aftur og ég gat ekki neitað þeim um það, þar sem kurteisin og iðrunin var svo einlæg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Það hefur þurft dágóðan skammt af kjarki til að banka uppá og bera upp erindið. Svona á að þakka fyrir og gefur góðar vonir um framtíð þeirra sem þannig gera. Verra með þessa sem fá stöðugt krampa í fingurna þegar eitthvað bjátar á!

Björg Árnadóttir, 9.8.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband