Munurinn á karla og kvennaboltanum.
8.7.2008 | 23:06
Ég fór í kvöld á leik í kvennaknattspyrnunni og ekki í fyrsta sinn í sumar. Það vita það allir að það er mikill munur á karla og kvennaknattspyrnunni og þegar ég fer á leik hjá stelpunum þá fer ég í annan gír en þegar ég fer á leik í karladeildinni. Það er sama þegar ég fer á leik í karladeildinni, þá geri ég mér grein fyrir að ég fái ekki sömu gæði og tilþrif og sáust á EM. Þannig að ég fer með öðruvísi hugafari á leiki eftir því hverjir eru að spila.
En það sem fer í taugarnar á mér þegar ég fer á leiki í kvennadeildinni, er hinn gríðarlegi munur á dómgæslu í efstu deild kvenna og karla. Ég hef það stundum á tilfinningunni að dómararnir sem dæma í kvennadeildinni eru í einhverskonar þjálfun um hvort þeir séu hæfir til að dæma í íslensku þriðjudeildinni hjá körlunum. Ég er ekki saka dómarann sem ég sá í kvöld um hlutdrægni, heldur hreinlega um getuleysi. Ég vona að KSÍ fari að taka á þessum málum svo fótboltastelpurnar fái líka að njóta sín án þess að láta getulausa dómara skemma leikinn.
Markasúpa í Landsbankadeild kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fór einmitt á Kef leikinn í kvöld og þær voru virkilega slakar í kvöld. En Porca var samt sáttur við spilamennskuna hjá þeim samkvæmt fotbolti.net Það er alveg óskiljanlegt að vera sáttur eftir 0-5 tap á heimavelli gegn Þór/KA.
Friðrik B, 9.7.2008 kl. 00:46
Talandi um dómgæsluna, þá finnst mér oft eins og það sé einhverjar aðrar reglur í gangi þegar kemur að kvennabolta. Dómarar eiga ekki að skoða leikbrot með tilliti til hvers kyns leikmaðurinn er.
Geir R (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.