Smá sumarfrísblogg.

Vá hvað það getur verið erfitt að blogga þegar það er sól og sumar úti, svo maður tali ekki um á meðan maður er í sumarfríi. Annars gerðum við nokkuð merkilegt í gær, við fórum í okkar fyrstu útilegu á fellihýsinu okkar. Þannig er að ég hef alltaf verið mikið fyrir útilegur og á undanförnum árum hef ég því miður ekki átt kost á að fara í margar útilegur, en núna þegar ég hef tök á því að fara í útilegu þá gat ég einhvern veginn ekki hugsað mér að fara í tjaldútilegur og af vel athuguðu máli þá fjárfesti ég og Fjólan í fellihýsi og í gær var farið í fyrstu útileguna.

Af vel athuguðu máli þá var ákveðið að fara í Krókamýri en þangað fór ég oft í útilegur á unglingsárum mínum, í svokallaðar Halloween helgi (lesist Halló-Vín-helgi). Á þeim tíma var lítið mál að brenna þangað, en það er víst aðeins erfiðara núna með fellihýsi í eftirdragi og eftir töluverðan spotta var ákveðið að breyta um áfangastað enda ljóst að við myndum aldrei komast á áfangastað með fellihýsið. Vegurinn var svo laus í sér að bíllinn spólaði sig bara niður í einni brekkunni svo ég þurfti að bakka eina 2 kílómetra áður en ég gat snúið við, en fyrir vikið er ég orðinn útskrifaður í bakstri. Ég lærði líka eina mikilvæga lexíu, það er að fara aldrei út af þjóðveginum með fellihýsið.

Annars gekk ferðin ágætlega eftir þetta, nýji áfangastaðurinn var okkar helgasti staður, Þingvellir. Þar tjölduðum við meðal útlendinga á fínu tjaldstæði. Meira að segja klósettið var svo hreint og snyrtilegt að María Mey gæti pissað þar.

Úr því að þessi ferð gekk svo vel, þá ætlum við ekki að stoppa lengi heima heldur ætlum við að skella okkur á Írska daga á Akranesi um helgina og athuga hvort það sé eitthvað fjör þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða skemmtun, hafið það sem allra best

KV.

Sara frænka og fjölskylda

Sara Finney Eggertsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 07:59

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Þorir þú uppá skaga Mummi.heheheh nei ég segi svona

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 4.7.2008 kl. 16:44

3 Smámynd: Björg Árnadóttir

Hvar er þessi Krókamýri? Við erum mest í því að reyna að vera utan alfaraleiða og þigg allar ábendingar um skemmtilega staði að skoða

Svo er um að gera að nota fellihýsið vel. Þekki hjón sem voru 50 nætur í fellihýsinu sínu eitt sumarið.... Svolítið mikið en mjög skemmtilegt!

Björg Árnadóttir, 4.7.2008 kl. 21:14

4 Smámynd: Mummi Guð

Úlli, ég hefði sennilega betur sleppt því að fara upp á Skaga, það var nefnilega ekki alltof vel tekið á móti mér þar!

Björg, Krókamýri er á milli Djúpavatns og Vigdísarvallar, eiginlega á bak við Keili. Til að komast þangað er farið Krísuvíkurleiðin frá Hafnarfirði og beygt Djúpavatnsleiðin og þetta er kannski 20-25 kílómetrar frá Reykjanesbrautinni að Krókamýri.

Mummi Guð, 8.7.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband