Það er að koma sumarfrí!

Mikið svakalega hef ég verið latur að undanförnu að blogga, mér finnst ég líka hafa ágætar ástæður fyrir því. Æðislegt veður, EM í fótbolta, síðan hef ég verið að fylgjast með Fjólunni að saga, negla og bora, svo er það vinnan mín. Ég hef að undanförnu verið að telja niður dagana í sumarfríið mitt sem hefst á morgun og ég get sagt ykkur að ég þrái þetta frí sem ég er að fara í svo mikið. Þetta er dálítið skrýtin tilfinning þar sem ég hef aldrei beðið með svona mikilli tilhlökkun að fara í sumarfrí, þar sem mér finnst gaman í vinnunni og ég hef einstaklega skemmtilega vinnufélaga. En ég held bara að ég þrái þetta frí vegna mikillar uppsafnaðra þreytu undanfarinna ára og loksins á morgun skellur fríið á, hvað ég ætla að gera í fríinu veit ég ekki alveg, en það verður eitthvað skemmtilegt.

Það stóð til að það yrði fjölskylduhátíð í ættinni minni um helgina, en núna hefur því verið slegið af og ég er þvílíkt hneykslaður yfir því. Það er svona þegar margir ætla að skipuleggja dagskránna og allir vinna gegn hvorum öðrum. En svona er þetta bara, það er merkilegt að hugsa til þess að þó einhver geti ekki komist á svona fjölskylduhátíð að sá aðili þurfi að berjast fyrir því að aðrir mæti ekki, en svona eru bara sumir og ég er hundfúll þar sem ég ætlaði að byrja sumarfríið með ættinni minni. En fall er fararheill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Til hamingju með nýbyrjað sumarfrí. Endilega njóttu þess að gera sem allra minnst og alls ekki neitt nema það sem þig langar sjálfan að gera! Til þess eru sumarfrí 

Björg Árnadóttir, 27.6.2008 kl. 21:19

2 identicon

hey ljúfur, ekki vera í vondu skapi, það fer svo mikil orka í það. Vonandi hefur þú það samt gott í fríinu.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 21:45

3 Smámynd: Mummi Guð

HA!! Ég í vondu skapi. Nei, núna er ég í sumarfríi, með bloggleti á háu stigi.

Mummi Guð, 3.7.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband