Skagamenn hættir að koma manni á óvart.
11.6.2008 | 16:21
Það er ljóst að gullaldartímabil ÍA er löngu liðið, Skagaliðið sem var þekkt fyrir skemmtilega knattspyrnu og leikgleði má muna fífil sinn fegri. Í dag er Skagaliðið þekkt fyrst og fremst fyrir óheiðarleika og svindl og þessi dómur í dag er enn ein staðfestingin á því að það þarf að taka alvarlega til hjá knattspyrnudeildinni. Vegna þess að oft er talað um að íþróttafélög eru merki bæjarins og þess vegna leggja mörg bæjarfélög mikið upp úr íþróttaiðkun. Á Akranesi er þetta öðruvísi farið, íþróttafélag bæjarins er að koma ljótu orði á bæjarfélagið með alls konar óheiðarlegum vinnubrögðum.
Í fyrra fengu Skagamenn ávítur fyrir að leika óheiðarlega knattspyrnu frá KSÍ og fyrir viku fengu Skagamenn sekt fyrir ótrúleg ummæli í garð dómara, ummæli sem eiga ekkert skylt við íþróttir og íþróttaandann. Álíta Skagamenn að það sé verið að leggja sig í einelti og saka þeir KSÍ og dómara um óheiðarleika gagnvart þeim. Þar sannast máltækið að sá er sannleikanum sárreiðastur.
Það að nokkurt lið skuli gera sig seka um að tefla fram ólöglegum leikmanni er ótrúlegt og ekkert nema svindl. Mér finnst umræddur þjálfari Haraldur S. Magnússon (sem varð landsfrægur þegar hann tók þátt í Ástarfleyinu á Skjá einum á sínum tíma) fá sanngjarnan dóm og sama með leikmanninn. Þó þjálfarinn hafi verið að reyna að vernda leikmanninn í dag og segja að hún hafi ekki vitað að hún væri að spila niður fyrir sig, er það bara niðurlægjandi yfirklór. Leikmaðurinn Karitas Hrafns Elvarsdóttir er 20 ára gömul og ætti að gera sér grein fyrir því þegar hún mætir í leikinn að hún er að spila með yngri leikmönnum. Ég held að það væri best fyrir leikmanninn og þjálfarann að biðja íslenska knattspyrnu afsökunar á óheiðarleika sínum og þá væru þau meiri menn fyrir vikið. Það er nefnilega ágætt að taka ábyrgð á gerðum sínum.
Mér finnst leiðinlegt hvernig knattspyrnudeild Akranes eru búnir að draga nafn bæjarfélagsins niður í svaðið. Ég þekki marga góða Skagamenn og eiga þeir það flestir sameiginlegt að koma ekki nálægt fótboltanum. Þessi færsla mín er beint gegn þeim sem stjórna knattspyrnumálunum á Akranesi, en ekki almennum íbúum, ég get nefnilega gert greinarmun á þessu tvennu.
Þjálfari og leikmaður ÍA í löng keppnisbönn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert náttúrulega bara vankaður...talar um að draga niður í svað og ég veit ekki hvað og hvað. Ógurleg dramatík í gangi. Þett kemur bæjarfélaginu og bæjarbúum nákvæmlega ekkert við, sér í lagi þeim sem ekki fylgjast með fótbolta. Þetta kallar maður að gera úlfalda úr mýflugu.
Stefán (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 09:48
íþróttafélög eru auglýsing fyrir bæjarfélagið. Þú ert greinilega stoltur skagamaður Stefán!! ég trúi ekki að skagamenn séu að verja óheiðarleika knattspyrnuforkálfanna.
Gísli (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 10:39
Vá! Auðvitað er ég stoltur Skagamaður og ég er engan vegin að vernda manninn. Finnst meira að segja að hann eigi að segja af sér. En ég get bara ekki séð að eitthvað íþróttaatvik á að sverta mig eða aðra Skagamenn. Þetta er fyrst og fremst skömm fyrir þann sem á hlut að máli. Þótt ólánsmenn séu margir í Reykjavíkurborg eru þar margir öðlingsmenn. Þegar einhver sauðurinn brýtur af sér er hann ekki að sverta alla borgarbúa athugaðu það.
Stefán (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 11:54
Hvernig stendur á því að svona mörg umdeild atvik koma upp í sambandi við knattspyrnuna á Akranesi? Er þetta allt tilviljanir eða er engin stjórn á knattspyrnumálunum þarna? spyr sá sem ekkert veit, en grunar ýmislegt.
Ég er sammála þér og sagði að ég þekki marga góða skagamenn. En það breytir samt ekki þeirri staðreynd að knattspyrnudeildin er búin að koma miklu óorði á allt bæjarfélagið. Maður fær ekki lengur fréttir frá knattspyrnubænum Akranesi núorðið, nema slæmar fréttir. Það er bara staðreynd!
Mummi Guð, 12.6.2008 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.