Afmælisbarn dagsins. -Mathias Rust.

Rust 1987Afmælisbarn dagsins að þessu sinni er þýski flugmaðurinn eða hvað sem á að kalla hann, Mathias Rust. Mathias fæddist í Vestur-Þýskalandi 6 júní 1968 og er því 40 ára í dag.

Mathias varð heimsfrægur þann 28. maí 1987 þegar hann lenti flugvél sinni á Rauða Torginu í Moskvu, á þeim tíma var kaldastríðið í hámarki og þótti ótrúlegt að Mathias skyldi geta flogið alla leið til Moskvu og lent eins og ekkert væri einfaldara á Rauða Torginu, einum helgasta stað kommúnista í Sovétríkjunum.

Flugvél RustFerðalag Mathiasar hófst í Uetersen í Þýskalandi þar sem hann tók flugvélina á leigu, að morgni 28. maí lagði Mathias af stað í flugið fræga frá Helsinki-Malmi flugvellinum í Finnlandi eftir að hafa fyllt vélina af eldsneyti. Hann tilkynnti flugumferðarstjórn að hann ætlaði að fljúga til Stokkhólms, en fljótlega eftir flugtak breytti hann um stefnu og flaug til austurs yfir Eystrasaltið í átt til Eistlands, fljótlega eftir það rofnaði samband við flugvélina og var talið að hún hefði farið í sjóinn og var gerð umfangsmikil leit að vélinni, en á sama tíma hélt Mathias fluginu áfram og lenti hann síðan á Vasilevsky Spusk við St. Basil kirkjuna, eftir lendinguna keyrði hann vélinni í átt að sjálfu Rauða Torginu og stöðvaði í um 100 metra fjarlægð frá því og þar var hann handtekinn.

Mathias Rust var dæmdur í 4 ára fangelsi og sat hann inni í Lefortovo fangelsinu í Moskvu í 432 daga, þá var hann leystur úr haldið og sendur til Þýskalands.

Matthias Rust komst aftur í heimsfréttirnar árið 1991, þegar hann réðist á samstarfskonu sína sem vildi ekki taka upp ástarsamband við hann. Mathias stakk hana með hnífi og sat hann inni fyrir þá árás í tvö og hálft ár.

Rust 2007Af Mathias er það að frétta að hann býr núna í Berlin með seinni eiginkonu sinni Athenu. Litlar fréttir hafa annars borist af Mathias, en hans verður alltaf minnst sem unglingsins sem niðurlægði sovéska herinn og gerði lítið úr loftvörnum Sovétríkjanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband