Ekki er mannorð dómarans hátt metið.

Ekki metur KSÍ mikið mannorð Ólafs Ragnarssonar dómara, Guðjón Þórðarson fékk bara eins leiks bann og 20.000 króna sekt fyrir draga nafn Ólafs niður í svaðið. Ekki nóg með að Guðjón sakaði Ólaf um hlutdrægni, heldur sakaði hann Ólaf um að beita Stefán Þórðarson ofbeldi.  Guðjón var froðufellandi í umræddu viðtali og er það kannski ástæðan fyrir því af hverju KSÍ þorði ekki að dæma hann í þyngri refsingu.

Ég er viss um að Guðjón er sáttur við þennan dóm, enda hef ég enga trú á að þessi ummæli hafi ekki verið ákveðin fyrirfram. Með þessari umræðu náði Guðjón að draga athyglina frá slöku gengi sinna manna og hann nær að kenna dómaranum um hið slaka árangri Skagamanna og notar síðan umræðuna til að pempa upp mannskapinn sinn. Mér finnst atburðarásin í kringum þetta Guðjónsmál er keimlíkt Guðjónsmálinu í fyrra þegar Skagamenn beittu fáheyrðum óheiðarleika í leik gegn Keflavík og tókst einhvern veginn að gera Ía að fórnarlambi í málinu. Líkt og í fyrra, þá eru Skagamenn orðnir að fórnarlambi í ráðabruggi dómara og núna er það Ólafur Ragnarsson dómari orðinn vondi karlinn.

Ég var á umræddum leik og ég get staðfest það að Ólafur dæmdi leikinn vel. Auðvitað gerði hann nokkur mistök eins og oft verða, en mistökin voru á báða bóga og komu ekki verr niður á Skagamönnum frekar en Keflavík. Það sem meira er þá voru bæði gulu spjöldin sem Stefán fékk hárrétt, það getur enginn mótmælt fyrra spjaldinu, svo ljótt var brotið. Það sem eftir lifði leiks var Stefán brjótandi af sér sí og æ og tuðaði þess á milli í dómaranum. Var það umtalað í stúkunni að það væri bara tímaspursmál hvenær Stefán fengi aftur gult spjald og hann fékk það að lokum réttilega fyrir ljótt brot.


mbl.is Guðjón í eins leiks bann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var ekki á umræddum leik en hann Guðjón er greinilega nöldurseggur alveg út í gegn. Ætli þessi 20.000 króna sekt verði tekin af laununum hans Guðjóns? Þvílíkt högg sem það er örugglega fyrir hann. Frekar skammarlegt.

Viðar Kristinsson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 19:10

2 identicon

Upphæðin er hlægileg, af hverju höfðu þeir hana ekki bara 2000 kr.? Guðjón hefur og verður kjaftaskur alla sína tíð. Það er erfitt að hrapa niður af toppnum, hann er að krafsa í bakkann með munninum.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 20:52

3 identicon

Hann kemst alltaf upp með allt frekjuhundurinn..

Ólinn (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 20:58

4 identicon

Guðjón er hálfviti.

jonni (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband