Hversu mikla þolinmæði hefur flokkurinn gagnvart Vilhjálmi?

Þessar tölur koma mér og örugglega engum öðrum, nema kannski Vilhjálmi á óvart. Ég bloggaði einhvern tíma í vetur að eina ráðið fyrir Sjálfstæðisflokkinn til að bjarga andlitinu í Reykjavík, væri að semja við Samfylkinguna um samstarf í Reykjavík og ég lagði meira að segja til að Geir og Ingibjörg myndi sjálf sjá um meirihlutaviðræðurnar og Dagur yrði borgarstjórinn. Það er nefnilegur hagur Sjálfstæðisflokksins eins og það hljómar asnalega að Dagur verði borgarstjóri og ástæðan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefur engan hæfan mann til að taka við borginni eins og staðan er í dag. Vissulega eru örugglega einhverjir sem myndi nefna Hönnu, Gísla eða Júlíus, en ef einhver af þeim yrði valin núna til að taka við borgarstjórastólnum þá myndi það leiða til óánægju hjá hinum sem myndi jafnvel leiða til leiðinda og verra umtals, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gott af. Svo maður tali ekki um það að fólk er orðið þreytt á eilífum borgarstjóraskiptum. Ég held að enginn vilji að Vilhjálmur taki við borgarstjórastólnum aftur. Hvorki sjálfstæðismenn né aðrir, hann hefur hreinlega ekki kollinn í lagi til að höndla þessa stöðu.


mbl.is Fylgi D-lista aldrei minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þolinmæðin er endalaus eins og brauð sem búið er að skera báða enda af.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.6.2008 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband