Eiga sögusagnir um fjárhagsvandræði Fylkis við rök að styðjast?
20.5.2008 | 23:00
Þær sögusagnir um að Fylkir eigi við alvarleg fjárhagsvandræði virðist eiga við rök að styðjast. Stöð 2 sagði frá því fyrir stuttu að mikil óáængja væri hjá leikmönnum Fylkis þar sem Fylkir gæti ekki staðið við gerða samninga. Kom það fram í fréttinni að íslenskir leikmenn Fylkis fengu greitt 50% af umsömdum launum, en erlendu leikmennirnir fengu 75%. Samt væri meiri óánægja hjá erlendu leikmönnunum.
Það er ljóst að Fylkir eru með marga dýra leikmenn, leikmenn eins og Gravesen, Dyring, Hannah, Jeffs, Valur Fannar og Ólafur Ingi eru ekki á lágum launum, samt er falldraugurinn Jóhann Þórhallsson sennilega dýrasti leikmaður Fylkis. En núna virðist sem Fylkir hafi áttað sig á hæfileikum Jóhanns þar sem hann hefur ekkert komið við sögu Fylkis í síðustu tveim leikjum liðsins. Núna hafa Fylkismenn losað sig við Hannah og spurning er hver mun fara næst frá Fylki.
Hannah hættur hjá Fylki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.