Stóri leikurinn er á morgun.

palaceÁ morgun klukkan eitt hefst leikur Crystal Palace og Burnley, er þetta stærsti leikur Palace á þessu tímabili þar sem ef Palace vinnur leikinn munu þeir tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni um laust sæti í úrvalsdeildinni.

Í byrjun tímabilsins gekk ekkert upp hjá Palace og í byrjun október sátu þeir í fallsæti í deildinni, þá ákvað hinn litskrúðugi eigandi Palace Simon Jordan að reka framkvæmdastjórann Peter Taylor og voru margir ósáttir við brottreksturinn þar sem Taylor var Palace-goðsögn og lék í mörg ár með Palace og var valinn leikmaður ársins 1974 og 1976. Árið 1974 lék Taylor 4 landsleiki fyrir England og skoraði í 2 mörk. Á þeim tíma lék Taylor með Palace í ensku 3ju deildinni, sem gerir þetta að ótrúlegum árangri.

Ef menn voru ósáttir við brottrekstur Taylors, þá byrjaði óánægjan fyrst þegar klikkhausinn Neil Warnock var ráðinn í staðinn. Warnock hefur náð ágætis árangri sem framkvæmdastjóri, en hann er betur þekktur fyrir miklar yfirlýsingar og óþolandi framkomu. Fljótlega fyrirgáfu stuðningsmenn Palace Jordan fyrir að reka Taylor og ráða Warnock, því liðið gjörbreyttist. Liðið spilaði síðan í 3 mánuði án þess að tapa leik og voru skyndilega komnir í toppbaráttuna. Crystal Palace hefur síðan aðeins gefið eftir í toppbaráttunni og eru núna í umspilsæti og sigur á morgun gulltryggir þeim sætið í umspilinu.

Það sem gerir þetta tímabil að spennandi tíma fyrir Palace er hinn mikli fjöldi af ungum leikmönnum sem er að koma upp. Á meðan Taylor lagði allt traust sitt á gömlu leikmennina, þá fór Warnock í unglingaliðið hjá Palace og fann hvern unglinginn af fætum öðrum til tefla fram í liðinu. Til dæmis í einum leiknum voru 5 leikmenn 17 ára eða yngri í byrjunarliðinu, sá yngsti John Bostock var aðeins 15 ára þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir Palace og þeir sem fylgjast aðeins með fótbolta ættu að leggja nafnið hans á minnið, hann á eftir að verða einn af þeim stóru.

Fyrir þá sem ætla að hafa samband við mig á morgun, þá verð ég utan þjónususvæðis á milli klukkan 1 og 3.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Já ég stend með þér á morgun Mummi,þetta er stór dagur hjá bæði þér og C.P bestu óskir um sigur þinna manna.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 3.5.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband