Við hvað er Ólafur ósáttur?
3.5.2008 | 20:01
Mér finnst fréttir af þessu máli furðulegar, það kemur ekkert fram um það af hverju Ólafur er ósáttur við verðlaunatillögurnar eða veit hann kannski ekki sjálfur af hverju hann er ósáttur við hana. Mér finnst þetta dálítið barnalegt eða aumkunarvert hvernig þetta kemur fram í fréttum. Er hann ósáttur við að það sé byggt í Vatnsmýrinni eða er hann ósáttur við að byggðin eigi að vera svona þétt eða vill hann hafa hana þéttari, vill hana hafa húsin lægri eða hærri?
Mér finnst furðulegt að maður í þessu embætti getur leyft sér að segja að hann sé ósáttur við svona stórt mál, án þess að útskýra það nánar.
Borgarstjóri gagnrýnir vinningstillöguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég veit ekki á hvaða veg málflutningur Ólafs var.
Aftur á móti er stórskrítið að á þessu "verðmætasta landi Íslands" (skv. andstæðingum flugvallarins) eigi ekki að nýta lóðirnar nema undir lágreist hús og tjörn. Nógu dýrar eru lóðirnar í úthverfum Reykjavíkur.
Hver á eftir að hafa efni á að búa þarna ef landið er eins dýrt og sumir vilja meina?
Haukur (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 21:12
Þarna er ég sammála þér Haukur. Það er ótrúlegt að jafnlítil sveitarfélög eins og eru á höfupborgarsvæðinu séu byggð á jafn stóru svæði og í raun er. Að borg sem eru með um 150.000 íbúa eru byggð á jafnstóru svæði og 2-3 milljón manna borgir.
Stór ástæða fyrir því hversu mikill umferðarvandi er í borginni er sú að allir stærstu vinnustaðir landsins er í miðborg Reykjavíkur, en fólk býr síðan í úthverfunum. Það þarf að þétta byggðina.
Mummi Guð, 3.5.2008 kl. 21:46
Ég verð nú að viðurkenna, að aldrei þessu vant er ég sammála Ólafi. Mér fannst þessi tillaga aldrei vera góð með reglustikugötum og ferköntuðum reitum. Það minnti mig á einhvern skrúðgarð í útlöndum en ekki líflega borg.
Marinó G. Njálsson, 3.5.2008 kl. 22:22
Marínó. Þú segist vera sammála Ólafi, en er hann sammála þér? Þessi færsla mín snýst um það, hvað vill Ólafur?
Ég hef ekki skoðað vinningstillöguna og veit ekki um hvað hún snýst og hef enga skoðun á hvernig byggðin á að vera í Vatnsmýrinni.
Ég er samt á því að það þurfi að þétta byggðina í Reykjavík og öðrum stórum þéttbýlisstöðum. En eitt get ég sagt að ég er á móti nýjum flugvelli. Ef Reykvíkingar vilja flytja flugvöllinn, þá á að flytja hann til Keflavíkur.
Mummi Guð, 3.5.2008 kl. 22:31
Mummi, ég átti fyrst og fremst við að ég er sammála honum með að vera ósáttur við tillöguna. Ég veit ekkert hvað hann er ósáttur við og þó ég vissi það, þá veit ég ekkert hvort að það sé það sama í dag og í gær.
Marinó G. Njálsson, 3.5.2008 kl. 22:52
Ólafur á við að hann vilji ekki svona viðbjóð í miðborgina. Gott hjá honum að stoppa ósómann. Hann er nokkuð sammála Marinó.
Helga (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 13:04
..en hvað vill hann sjá? Veit hann það sjálfur?
Mummi Guð, 4.5.2008 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.