One Hit Wonder. -1. sætið.

Það er langt síðan ég hóf niðurtalið að stærstu One Hit Wonder lögum allra tíma og núna loksins er komið að laginu í fyrsta sæti. Það er lagið 500 Miles með tvíburabræðrunum í The Proclaimers, þeim Charlie og Craig Reid.

Charlie og Craig fæddust í Skotlandi 5. mars 1962 og störfuðu þeir í nokkrum hljómsveitum áður en þeir stofnuðu The Proclaimers árið 1983. Höfðu þeir aðallega spilað pönk rokk og var þeirra þekktasta hljómsveit Eight-Eyes. The Proclaimers vakti fljótlega mikla athygli í Skotlandi og nutu töluverðra vinsælda þar. En fyrsta lag þeirra og það eina sem hefur náð heimsathygli er lagið 500 Miles sem kom út árið 1988.

Lagið er eitt helsta stuðningsmannalag skoska knattspyrnuliðsins Hibernian, en þeir bræður eru miklir stuðningsmenn liðsins. Þá er 500 Miles líka stuðningsmannalag skoska landsliðsins og er alltaf spilað þegar skoska landsliðið skorar á sínum heimavelli og er lagið sungið stöðugt af stuðningsmönnum þess á meðan leik stendur. Það er líka oft talað um að 500 Miles eigi eftir að verða þjóðsöngur Skotlands, en Skotar eiga engan þjóðsöng. Craig og Charlie eru ekki bara þekktir sem knattspyrnuáhugamenn, heldur líka fyrir pólitískan áhuga sinn. En þeir eru báðir virkir innan Skoska Þjóðarflokksins, en þeirra helsta baráttumál er fullt sjálfstæði frá Bretlandi.

500 Miles með The Proclaimers.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Frábært lag

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.4.2008 kl. 23:44

2 identicon

Ég fæ hroll við að heyra lagið. sæluhroll.

Gunnar (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband