One Hit Wonder. -2.sćtiđ.
22.3.2008 | 21:44
Í öđru sćti yfir stćrstu One Hit Wonder lög allra tíma er lagiđ "Sugar Sugar" međ The Archies frá árinu 1969. Hljómsveitin starfađi í 10 ár frá árinu 1968-1978 og var lagiđ Sugar Sugar eina ţeirra sem náđi einhverjum vinsćldum. The Archies tókst ţó ađ koma ţrem öđrum lögum á topp 40 listann í Bandaríkjunum, en ţau lög eru flestum gleymd.
Sugar Sugar komst í efsta sćti bandaríska vinsćldalistans í september 1969 og sat ţar í 4 vikur, lagiđ gerđi enn betur í Bretlandi en ţar sat lagiđ í efsta sćti vinsćldalistans í 8 vikur. Ári síđar kom Wilson Pickett ţessu sama lagi í topp 40 á bandaríska listanum og snemma á níunda áratuginum sló lagiđ aftur í gegn og komst á vinsćldalista viđsvegar um Evrópu ţegar hollenska hljómsveitin Stars on 45 gaf lagiđ út í nokkurskonar remix-útgáfu. Ađrir sem hafa gefiđ lagiđ út eru međal annars, Ike og Tina Turner, Tom Jones og Bob Marley.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.