One Hit Wonder. -5.sætið.
24.2.2008 | 20:49
Í fimmta sæti yfir mestu One Hit Wonder lög allra tíma er lagið What's Up með 4 Non Blondes. Hljómsveitin var stofnuð árið 1989 af fjórum dökkhærðum konum og þannig kom nafnið til. 4 Non Blondes náði að gefa út tvær plötur áður en hún lagði upp laupanna árið 1995. Lagið What's Up kom út á seinni plötunni sem kom út árið 1993 og varð lagið að stórsmelli og eina smelli hljómsveitarinnar. Þegar hljómsveitin leystist upp þá reyndi söngkona 4 Non Blondes, Linda Perry að hefja sólóferil án þess að ná koma með annan smell.
What's Up með 4 Non Blondes.
Athugasemdir
Eitthvað kannast ég við þetta lag.
Huld S. Ringsted, 24.2.2008 kl. 22:22
Hehehe það var mikið hlustað á þetta í "gamla daga" sko
Gerða Kristjáns, 25.2.2008 kl. 09:25
Frábært lag sem ég hef hlustað mikið á í gegnum tíðina.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.