Wenger ætti að líta sér aðeins nær.
23.2.2008 | 17:33
Ég er sammála öllum um að brotið hafi mjög ljótt. En ég get ekki séð að það hafi verið ásetningur hjá Martin Taylor að fótbrjóta Eduardo. Rautt spjald er réttur dómur og 3-5 leikja bann eðlileg refsing miðað við það sem gengur og gerist í fótboltanum. En ef það á að fara taka harðar á svona brotum og þyngja refsingar þá er það bara hið besta mál, en menn mega ekki missa sig í yfirlýsingunum eins og Wenger geri. Ef Martin Taylor á ekki að spila fótbolta framar vegna brotsins, þá á Emmanuel Eboue ekki heldur að fá að spila fótbolta framar, hann hefur kannski ekki orðið uppvís að einu broti sem hefur kostað einhvern svona mikil meiðsli, en hann hefur slasað marga og oftast með glæfralausum og hættulegum tæklingum.
Wenger: Þessi maður á ekki að spila fótbolta framar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
æji vá haltu fucking kjafti maður, það kemur þessu máli ekkert við hvað Eboue hefur gert eða ekki gert.
Arnar (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 17:46
Alltaf gaman af málefnalegum smábörnum sem stelast í tölvuna hans pabba síns!
Mummi Guð, 23.2.2008 kl. 17:52
Ertu fáviti????
Auðvitað var það ekki ásetningur hjá honum að fótbrjóta hann en hann ætlaði sér svo sannarlega að meiða hann og því þarf að refsa honum.
Eftir að hafa skoðað myndir af brotinu þá sést það greinilega að hann fer á fullum krafti með löbbina á undan sér beint í leggin á Dudu og rennur niður hann þangað til að hann stoppar á ökklanum og brýtur hann í mask,eftir að hafa spilað og æft fótbolta í 40 ár þá þekki ég þegar menn ætla sér að brjóta og meiða menn og þetta var eitt af þeim tilfellum,því legg ég til að Taylor fái jafn langt bann og að Dudu verði frá leik!!!
Gunner (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 17:56
Hvaða menn hefur Eboue slasað illa með hættulegum og glæfralegum tæklingum??
Ég bíð spenntur eftir svari!!
Gunner (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 18:00
Brotið var ljótt en auðvitað verður að vera samræmi í refsingum fyrir slík brot
Ragnheiður , 23.2.2008 kl. 18:00
Æi strákar hættum þessu fótboltarugli og förum í legó, þar verða sumir alavegana ekki jafn hörundsárir !
Einsó (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 18:01
Ja hérna. Þetta er eitthvað ljótasta brot sem ég hef nokkurn tíma séð. Það virðist augljóst að tæklingin er til að meiða. Eboue er vissulega oft grófur en ég hef aldrei staðið hann að vísvitandi meiðslatæklingum. Því miður er þetta rétt hjá Wenger. Eina leið margra liða virðist vera að meiða leikmenn Arsenal. Sama á reyndar við um Man.U.
Ég verð að játa það að í fyrsta sinn velti ég því fyrir mér hvort lífstíðar leikbann sér réttlætanlegt.
Og það skyldi vera Martin Taylor.
Svei
Sveinn Ingi Lýðsson, 23.2.2008 kl. 18:07
http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=58478
Runólfur Jónatan Hauksson, 23.2.2008 kl. 18:20
Gunner. Það er ekki langt síðan að Eboue fótbraut John Terry með fáránlegri tæklingu.
Og hvað sagði Wenegr um þá tæklingu!
Mummi Guð, 23.2.2008 kl. 18:36
Bíddu hefur leikmaður aldrei fótbrotnað áður í fótbolta. Þeir sem að hafa einhvern tíma spilað fótbolta vita að svona lagað getur alltaf gerst. Varnarmenn verða að taka ákvörðun á sekúndubroti þegar þeir fara í tæklingu og ef að þeir eru sekúndu of seinir... ja þá getur farið svona. Menn virðast ekki skilja að það er enginn grundvallar munur á að fara í tæklingu þar sem að varnarmaðurinn tekur boltann og tæklingin er lögleg, eða hann verður sekúndubroti of seinn og varnarmaðurinn er farinn út af með rautt spjald á bakinu. Ég efast ekki um að allir þeir sem að hafa æft fótbolta hafa séð atvik svipuð þessu, þetta er einfaldlega það sem að gerist í fótbolta.
Jóhann Pétur Pétursson, 23.2.2008 kl. 19:42
3-5 leikja bann eru bara verðlaun fyrir grófa árás eins og gerist í þessu tilviki, það er ekki réttlátur dómur miðað við gang mála, leikmaður sem fótbrýtur annan leikmann á að fá jafnlangan tíma frá fótbolta og sá sem hann slasar eða jafnvel lengri og eins og raunin er varðandi leikmann Arsenal þá er útlit fyrir að hans leikferli er lokið fyrir fullt og allt.
brassi (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 19:47
djöfull er hræðilegt að sjá þetta á fotbolti.net tenglinum hans Runólfs. Ég hef bara aldrei séð annað eins! Maðurinn alveg augljóslega miðaði á löppina á aumingjans Eduardo. Ég skil nú bara ekki hvernig þú, Mummi guð, dirfist til að líkja þessu saman við nokkuð það sem Eboue eða nokkur annar hefur gert af hálfu Arsenal. Ég sá þetta brot hans Eboue og það er bara algjörlega útí hreinasta helvítis hött að líkja því saman við þessa skelfingu í dag. Mér finnst bara fáránlegt að þessi maður skuli ekki vera handtekinn, því þetta er augljóslega ekkert annað en líkamsárás!
besservissinn, 23.2.2008 kl. 19:51
Það má ekki taka þetta eina brot og dæma manninn í mjög þunga refsingu nema að þetta sé það sem koma skal í framtíðinni. Það er oft þannig að menn gleyma sér í hita augnabliksins og segja eitthvað sem ekki er hægt að standa við.
Ef það á að dæma mann í jafnlangt bann og sá sem brotið var á er frá fótbolta, þá þarf að sanna að sá brotlegi hafi fótbrotið manninn af ásetningi. Í þessu tilfelli og flestum öðrum þá er mjög erfitt að sanna það. Það er ekki hægt að dæma menn í langt keppnisbann fyrir slys.
Mummi Guð, 23.2.2008 kl. 20:04
Besservissen. Miðaði Eboue ekki á löppina á Tery þegar hann fótbraut hann!!? Annars er það rétt hjá þér að brotin eru ekki sambærileg nema að litlu leyti.
Það sem ég er að segja er það að það er ekki hægt að dæma einn mann í þunga refsingu fyrir ákveðið brot en sleppa öllum öðrum fyrir sambærileg brot. Ef það á dæma mann í svona þunga refsingu, þá er það lína sem þarf alltaf að fara eftir, en ekki bara þegar Arsenal maður slasast.
Mummi Guð, 23.2.2008 kl. 20:10
Þið eruð semsagt allir að gefa í skyn að menn eins og Roy Keane hefðu átt að vera lífstíðarbannaðir fyrir mörgum árum síðan? Það að maðurinn eigi að vera í banni jafn lengi og sá sem brotnar er það alheimskulegasta sem ég hef heyrt. Þetta er ekki fyrsta ljóta tæklingin í sögu fótboltans þrátt fyrir að þetta hafi vissulega verið mjög ljót tækling og verðskuldaði auðvitað rautt spjald og jafnvel 1-2 mánaða leikbann
Hjörtur (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 21:02
Alveg 110% sammála þér Mummi!!
Adam (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 21:15
J P P þú hlýtur að sjá að hann er aldrei á leið í boltann, nema boltanum sé spilað í 30 sentimetra hæð frá vellinum, og segja svo að þetta hafi alltaf gerst og muni alltaf gerast er bara þvæla þetta er það sem enginn vill sjá og allir stefna á að útrýma úr boltanum og það gerist bara með því að refsa svona helvítis tréhestum eins og Taylor sem hafa enga hæfileika og þurfa því að nota svona óþverra til að stöðva sér betri menn.
Ágúst (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 21:39
Tek undir með Ágústi, þetta kvikindi hvað sem aðrir besservisserar segja, þá verðskulda svona brot mjög langt bann og það að banna Taylor frá knattspyrnuiðkun í jafn langan tíma og Eduardo er frá er réttlætanlegt!!!!
Árni Þ (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 22:10
Ég vil gjarnan benda á þessa mynd þegar menn tala um að hér hafi verið óviljaverk á ferð.
http://www.index.hr/images2/Taylorsenasmijesio.jpg
Hér er ekki að sjá mikla eftirsjá. Allar tilraunir til að réttlæta eða draga úr framgöngu Martin Taylors eru hallærislegar og brjóstumkennanlegar. Ef taugaskaði í öklabeinum hefur átt sér stað hjá Eduardo er afar ólíklegt að hann notað fótinn aftur.
Sindri Kristjánsson, 23.2.2008 kl. 22:49
Mér finnst fólk hérna "þeir sem eru málefnalegir" stundum líta á eins og fótbolti sé einhver vélræn íþrótt , þar sem hver hreyfing sé nákvæmlega spekúleruð og fyrirfram ákveðin.
En það er tekist á í boltanum og það sem á að vera tækling verður fótbrot , og það sem á kannski að verða fótbrot verður það ekki (Roy keane). Það sem á að vera mark verður það og öfugt o.s.frv.
Það er eins og maðurinn sé glæpamaður fyrir það að takast á í fótbolta. Ég veit það ekki , en hann Taylor var varla að byrja í gær í boltanum , þekki ekki sögu hans í gulum og rauðum spjöldum. Kannski er hann grófur leikmaður að margra mati . Kannski ekki.
Ég held að brotna svona illa sé einfaldlega óheppni í langflestum tilfellum . Að vera rangur maður með fótinn á röngum stað. það er pæling
jonas (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 22:57
Ég hef ekki sagt að þetta hafi verið óviljaverk, ég hef sagt að ég geti ekki séð að það hafi verið ætlun Taylors að fótbrjóta Eduardo.
Upphaf þessara færslu má rekja til ummæla Wengers sem ég tel koma úr hörðustu átt. En auðvitað eru menn vondir eftir svona brot og vilja fá refsingu. En refsingin þarf að vera í samræmi við reglur og venjur og það þýðir ekkert að dæma Taylor í ævilangt bann og sleppa síðan þeim næsta við langt bann fyrir svipað brot. Það er það sem þetta snýst um.
Ég sagði orðrétt í færslunni minni og ég hélt að það væri ekki hægt að misskilja orð mín, "En ef það á að fara taka harðar á svona brotum og þyngja refsingar þá er það bara hið besta mál".
Mummi Guð, 23.2.2008 kl. 23:04
ég tel að þetta hafi verið algjört óviljaverk hjá honum taylor, og finnst mér arsenalmenn vera dálítið hlutlægir og séu strax búnir að ákveða að þetta hafði verið viljaverk. en slys gerast.
http://youtube.com/watch?v=N6X0zpNCDgU
hérna er myndband af þessu, og það sýnir mjög augljóslega að eduardo er enn með boltann þegar taylor fer í tæklinguna. Svo viljaverk eða óviljaverk veit enginn nema hann.
Lífstíðarbann, alls ekki. Það hefur ekki verið gert áður svo ég viti, og mjög hart að gera það. Fyrst að ben thatcher fékk ekki lífstíðarbann fyrir árásina á pedro mendez finnst mér það ekki réttlætanlegt fyrir þessa tæklingu
http://youtube.com/watch?v=N6X0zpNCDgU - árás ben thatcher á pedro mendez
Hálfdán (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 23:27
Thetta er alltaf sama sagan med Arsenalmenn, ef eitthvad er gert á theirra hlut thá ad refsa annars ekki. Er samt sammala ad thetta kallar a endurskodun regla um refsingar vid svona brotum.
Þórður, 23.2.2008 kl. 23:31
Þórður ert þú heimskur?
Ágúst (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 00:38
Ágúst. Vá hvað þú ert málefnalegur. Hvað er það sem Þórður segir sem réttlætir að þú kallar hann heimskan?
Jón (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 00:53
spurði hann jón kallaði hann það ekki. Thetta er alltaf sama sagan með arsenalmenn, ef eitthvað er gert á theirra hlut thá ad refsa annars ekki. fannst þetta bara heimskulegt "comment" og spurði því manninn sem setti það inn hvort hann væri það.
Ágúst (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 01:42
Ágúst. ég er búinn að lesa athugasemdina þína nokkrum sinnum yfir og skil ekkert hvað þú ert að tala um. Ef þú hefur fundist kommentið hans heimskulegt er það sennilega vegna þess að þú ert heimskur!
Jón (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 02:22
Eru menn ekki dæmdir í fangelsið fyrir morð af gáleysi?
Dark Side, 24.2.2008 kl. 03:16
Nei. Menn eru nefnilega ekki dæmdir í fangelsi fyrir morð af gáleysi, þar sem það er ekki hægt að fremja morð af gáleysi.
Jón (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 03:21
Mér finnst ógeðfellt þegar fólk gefur í skyn að þetta sé bara eðlilegur hlutur.
Mér finnst mjög eðlilegt að menn eins og Wenger séu heitir í fjölmiðlum eftir svona atburð og það verður að hafa í huga þær kringumstæður sem eru þegar þessi ummæli er látin falla.
Það hefur ekki þurft svona alvarlega hluti til að kveikja í knattspyrnuþjálfurum efstu liða.
Ef umræðan á að snúast um ummæli Wenger eftir leikinn held ég að menn séu á villigötum. Hún ætti frekar að snúast um hvernig er hægt að koma í veg fyrir að svona hlutir gerist á vellinum.
Steinn Hafliðason, 24.2.2008 kl. 10:17
öllu jöfnu hef ég álíka áhuga á fótbolta og að horfa á málningu þorna.
þetta brot er þó ekkert nema fantaskapur og hryðjuverk. það ætti að senda manninn til Guatanamo.
Brjánn Guðjónsson, 24.2.2008 kl. 13:34
Já vertu blessaður Jón.
Dark Side, 24.2.2008 kl. 14:29
Menn fremja manndráp af gáleysi. Merkingin á bakvið myrða er önnur. Morð eru framin af yfirlögðu ráði.
Páll Geir Bjarnason, 24.2.2008 kl. 14:52
Það er greinilegt að Wenger hafi séð að sér, þar sem hann er búinn að biðja Taylor afsökunar á ummælum sínum.
Mummi Guð, 24.2.2008 kl. 15:39
Það er ljótt að segja frá,en málið er auðvitað að mínir menn hagnast á þessu ljóta broti.Villa mun mæta Arsenal hinn 1 mars og ég er að gera mér vonir um sigur í þeim leik.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 24.2.2008 kl. 17:18
Því miður þá hagnast flest lið á þessu atviki, nema Arsenal og Króatía.
Mummi Guð, 24.2.2008 kl. 17:57
Þeir sem sáu þessar tvær mínutur af leiknum fram að brotinu sáu að leikmenn Birmingham voru ákaflega hátt stefndir. Svipað og þegar utandeildarlið mætir liði úr úrvalsdeild. Ekkert slæmt um það að segja svosem. Þeir sem þekkja til enska boltans vita að besta leiðin fyrir minni liðin hingað til til að vinna Arsenal hefur verið að vinna þá á hörkunni.
Taylor var greinilega hærra stefndur en aðrir á vellinum. Þetta brot er klárlega það verst sem ég hef séð í boltanum. Brot Roy Keane á Alf Inge Haaland sem allir hafa verið að væla útaf síðustu 9 árin er kettlingaskítur miðað við þetta. Keane fekk nú meira en 3 leiki fyrir það.
Wenger er búinn að vera að væla undan grófum tæklingum í mörg ár. Vælið hans varð háværara eftir að hann missti Diaby í svipuð meiðls fyrir 2 árum eftir slæma tæklingur frá leikmanni Sunderland. Sá leikmaður fekk gult spjald. Diaby var frá í 9 mánuði.
Hann sjálfur hefur skammað Eboue fyrir sinn grófa leik og sagði fyrir Milan leikinn að ef hann hefði haft annan hægri væng mann heilan hefði hann sett Eboue í salt eftir árás Eboue á Evra hér um daginn.
Fyrir nokkrum árum fekk Patrick Vieira 6 leikja bann fyrir að hrækja á öðlinginn Neil Ruddock eftir að sá síðarnefndi kallaði hann "F*cking black b*stard"
Fyrir mitt leiti finnst mér munnvatn á skirtu ekki neitt miðað við tæklingu af þessari gerð.
Enska sambandi er í dauðafæri til að gefa tóninn. Ef þeir sleppa Taylor fækkar þessum tæklingum ekki neitt. Ef þeir setja hann í langt bann fær fótboltinn að njóta sín. Þeir varnarmenn sem ráða ekki við það þurfa bara fara í deild með lægri standard.
6 leikja bann er algjört lágmark, annað er skandall.
Einar Guðna (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 18:26
Hvað er að ykkur? vitiði bara fyrir víst að hann gerði þetta viljandi.
Hver hefur ekki séð mörg hundruð tæklingar af þessari gerð ha?
Ég hef allavega séð og lent í svona. Einn af hverjum milljón lendir kanski óheppilega í því að brotna svona hræðilega eins og Eduardo en haldiði virkilega að maðurinn setji upp með það að meiða hann ??
3-5 leikja bann er bara alveg rétt og ég er ekki að mótmæla því
En drengir það er að minnsta kosti 1 svona tækling í hverjum leik !
Hún bara hittir oftast ekki manninn en stundum gerir hún það og þá meiðast menn illa eins ug Eduardo eða kannski sleppa þeir ágætlega.
Bjarki (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 20:20
Ef að hann fær janfnlangt bann og Eduardo er meiddur, ættu þá ekki allir sem meiða aðra að fara í sama bann?
Sindri Már (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 20:33
Brotið var ekki svo ljótt, hann var bara svo óheppinn að standa í fótinn! Við höful öll séð svona brot margoft í ensku deildinni, Brynjar Björn brýtur 38 sinnum svona af sér á leiktíð, no big deal
Ólafur (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 21:33
Ekki að mér finnist það neitt réttlæta brot Taylors á Eduardo, en það má samt benda á að í leik Manchester og Arsenal síðustu helgi átti Eduardo stórhættulega tveggja fóta tæklingu á Nani sem hefði leikandi geta endað með fótbroti ef Nani hefði ekki hoppað uppúr henni. Þar fer hann meira að segja með annan fótinn í hnéhæð. Brotið er á 70. mínútu og má sjá að hann hendir sér í tæklinguna, lítur undan og vonar það besta. Þetta verðskuldaði ekki meira en gult spjald að mati dómara.... Ef brot Taylors verskuldar ævilangt bann, bara vegna þess að hann "hitti" þá er spurning hvort fyrr nefnt brot hafi ekki á meira skilið en gult spjald ?
Manufan (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 23:37
Wenger veit ekkert hvað hann er að tala um. Eboue er mesti hálfvitinn í enska boltanum.
Ág´sut (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 10:53
Sammála því að taka harðar á svona brotum. Engin spurning. Þó menn ætli sér ekki að meiða neinn þá getur það gerst í hita leiksins. Menn myndu þá hugsa aðeins áður en þeir færu í glórulausar tæklingar. Arsenal menn eru hinsvegar gjörsamlega að kasta grjóti úr glerhúsum ef þeir segjast ennþá vera alsaklausir af glórulausum tæklingum. Hér fáiði að sjá 2 úr síðasta bikarleik Arsenal.
http://youtube.com/watch?v=j-709TRnPa4
http://youtube.com/watch?v=xN40jsmVe6I
Anon (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 12:21
haha gunner þvílík skita, hvenær hefur Eboue slasað mann með glæfralegri tæklingu? Hann ristarbraut nú Terry stupid. Hafðu meira vit á fótbolta áður en þú lætur svona út úr þér elsku kallinn minn.
Christopher (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 17:00
Christopher það var búið að svara þessu commenti
Arnar (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 17:40
Sammála sumu, og ósammála sumu. Sjálfsögðu var þetta gróft brot, en ég er samt frekar sammála því að þetta hafi að sjálfsögðu verið frekar glórulaus tækling en hver segir að hann hafi eitthvað endilega verið að reyna að slasa Eboue alvarlega ? Þegar menn verða æstir í boltanum er auðvitað gott að losa um spennuna með því að tækla og meiða smá til að láta finna fyrir sér ! Það er sjálfsagt mál. En Eboue var bara ekki nógu snöggur að stökkva frá tæklingunni. Auðvitað hefur komið nokkrum sinnum fyrir að tæklingar hafa verið aðeins misreiknaðar og sköflungar brotnað og hangið á skinninu eða jafnvel legghlífinni einni. Og hvað með það ? Þetta er óheppni blönduð saman við glæfraskap sem fylgir þessari íþrótt, þannig er það bara. Þú tæklar, vonandi hittirðu boltann.. annars ert þú og andstæðingurinn afar óheppnir ef illa fer. ÓHEPPNI, lýsir þessu mjög vel.
Henny (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.