Maður vikunnar: -Ólafur F Magnússon.

Maður vikunnar er að þessu sinni Ólafur F Magnússon borgarstjóri í Reykjavík. Heiðurinn og titillinn fær hann ekki fyrir plottið sem gerði hann að borgarstjóra, heldur fyrir að spara ríkissjóði Íslands hundruði milljóna. Hann var svo klár að ákveða að kaupa Laugaveg 4-6 áður en Þorgerður Katrín náði að friða húsin. Ef Ólafur hefði beðið í nokkra daga með að kaupa kofana þá hefði þessi hundruð milljón króna reikningur fallið á ríkissjóð. En þökk sé Ólafi þá þurfa skattgreiðendur í Reykjavík að greiða fyrir kofana.

Annað sem kemur á óvart í þessu kofamáli. Hvernig stendur á því að húsfriðunarnefnd leggur til að kofarnir verða friðaðir vegna menningarlega verðmæta, en um leið og borgin kaupir kofana þá eru þeir ekki lengur menningarleg verðmæti og húsfriðunarnefnd dregur óskina um friðun til baka!

Ólafur F Magnússon

Maður vikunnar: Ólafur F Magnússon borgarstjóri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband