Litlar 580 milljónir fyrir gamla kofa!
25.1.2008 | 18:31
Vísir.is segir að Reykjavíkurborg muni borga 580 milljónir fyrir þessa kofa. Mikið er ég feginn að vera ekki skattborgari í Reykjavík þegar maður heyrir svona sögur. Ég held að Reykjavíkurborg gæti notað peningana í eitthvað þarfara en þessi hús sem enginn hafði tekið eftir nema fyrir hvað þau væru ljót, þar til loksins einhver vildi nýta lóðina í eitthvað þarfara.
Mér finnst þessi fyrstu verk nýja meirihlutans í Reykjavík ekki góð byrjun, enda ekki von þegar Steini og Olli stjórna borginni saman. Reyndar finnst mér borgin fara eins rangt í að kaupa þessa kofa og hugsast getur. Steini og Olli segja það strax að þeir ætla að kaupa þessa kofa og varðveita þau og þar með láta þeir eigendur kofanna fá vald til að ákveða verðmæti kofanna og núna virðist þeir vera búnir að ákveða að þeir vilja að borgin borgi 580 milljónir fyrir kofanna og allir sáttir, eða eru allir sáttir?
Borgin kaupir Laugaveg 4 og 6 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er algert járnbrautarslys í borginni
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 21:43
Velkominn aftur. Mig grunar nú reyndar að þessi "tölvubilun" hafi verið yfirvarp hjá þér til að einbeita þér að horfa að landsliðið spila á evrópumótinu í handbolta .
Og ekki nóg með að eyða öllum þessum pening í að kaupa þessi hús heldur á líka eftir að henda álíka upphæð í að gera þau upp.
ps. gaman fá þig aftur, því þá get ég hætt að tuða í konunni
Njáll (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 21:58
Vá, hvað ég er sammála þér! Ljótir kumbaldar! Kolröng ákvörðun!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.1.2008 kl. 22:42
Það sem vantaði eiginlega í bloggið hjá mér var það hvað ég er sáttur við að Reykjavíkurborg bauðst til að borga þennan hálfa milljarð fyrir ríkið. Vegna þess að ef borgin hefði ekki keypt kofanna, þá hefðu þeir verið friðaðir og þá hefði ríkið þurft að borga brúsann.
Mummi Guð, 25.1.2008 kl. 23:21
Njáll. Þetta var ekkert yfirvarp hjá mér og allra síst vegna EM í handbolta. Það er nefnilega þannig að ég íþróttafíkillinn er algjörlega sneyddur þessum handboltaáhuga.
Ástæðan fyrir því að ég er mættur aftur á svæðið er sú að konan þín hringdi á tölvuverkstæðið og bað um flýtimeðferð á tölvunni minni, hún var víst orðin þreytt á tuðinu í þér!
Mummi Guð, 25.1.2008 kl. 23:25
Já guð minn góður hversu illa farið er með fé almennings í Höfuðborg okkar er alveg að fara með mig þessa dagana,en gott að muðlingsvélin sé komin með andlitslyftingu á ný og þú kominn sterkur inn.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 25.1.2008 kl. 23:56
Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kostningum, vegna þess að ég taldi að fulltrúar hans færu betur með fjármuni okkar borgarbúa heldur en vinstriskríllinn (sorry, en eftir síðustu uppákomu hefur orðið skríll fests við VG- og Samfylkingarfólk í mínum huga) sem hefur ítrekað í gegnum árin sýnt og sannað að hann ber enga virðingu fyrir almanna fé. Eftir þennan hálfvitaskap af hálfu sjálfstæðismanna hef ég misst alla trú á fulltrúum flokksins í borgarstjórn.
Það er ekki bara að þarna sé verið að sólunda a.m.k. 500 milljónum (endar sennilega í enn hærri tölu, skv. reynslu af opinberum framkvæmdum), heldur þýðir þetta líka að þróun Laugavegarins og miðbæjar Reykjavíkur stöðvast og hnignunin heldur áfram, þar til að eftir stendur algjört "slömm", því fjárfestar munu eftir þetta alveg örugglega draga að sér hendurnar.
Þetta er líka heimskulegt fyrir nýjan meirihluta, sem veitir ekki af að reyna að öðlast stuðning og traust borgarbúa, í ljósi þess að skoðanakannanir hafa sýnt að 80% borgarbúa eru á móti því að þessir húskofar, sem ef eitthvað er, eru lýti á menningarsögu okkar, verði þarna áfram.
Ég lít á þetta sem svik við fólk sem aðhyllist grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins!
María J. (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 05:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.