Crystal Palace eru á fleygiferð upp í úrvalsdeild.
29.12.2007 | 20:49
Mínir menn í Crystal Palace er núna á fullri ferð upp í úrvalsdeildina eftir frekar slaka byrjun. Gengið hjá Palace var slæmt þar til að Peter Taylor var rekinn í byrjun október, en þá hafði Palace náð í 10 stig í 10 leikjum. Undir stjórn Neil Warnock sem var ráðinn í stað Taylors, hefur Palace spilað 15 leiki og náð í 27 stig og Þar af 23 stig í síðustu 9 leikjum, sem gerir 2,6 stig að meðaltali í leik. Síðan Warnock tók við liðinu hefur það farið úr fallsæti upp í 7. sæti deildarinnar.
Ekki nóg með að Palace spili mun betri fótbolta og eru á fullri ferð upp stigatöfluna, þá hefur Warnock verið duglegur að gefa ungu strákunum tækifæri og halda menn í Englandi varla vatni yfir unglingunum í Palace og sagt er að Palace hafi hafnað 8 milljón punda (992 milljónum íslenskra króna) tilboði frá Chelsea í hinn 15 ára John Bostock. Þá hafa mörg lið sýnt áhuga á að kaupa Victor Moses og Sean Scannell sem báðir eru 17 ára gamlir.
Ég skellti mér í morgun á Ölver, en þar mættu stuðningsmenn Crystal Palace til að horfa á þá sýna snilli sína gegn Sheffield United og auðvitað unnu Crystal Palace verðskuldaðan sigur 0-1. Það var mikil stemning á Ölver og var nokkuð góð mæting. Ég held að ekkert enskt lið hafi eins trygga stuðningsmenn á Íslandi og Crystal Palace, vegna þess að þegar Palace-leikur er sýndur á Ölver þá er yfirleitt um 70-90% mæting hjá stuðningsmönnum liðsins. Mér þætt gaman að sjá svona hátt hlutfall stuðningsmanna Liverpool mæta á pöbbinn til sjá leiki með þeim.
Að lokum vil ég óska Neil Warnock til hamingju með að vera valinn framkvæmdastjóri mánaðarins í desember. Þó að valið hafi ekki verið tilkynnt enn þá, þá kemur bara einn framkvæmdastjóri til greina.
Athugasemdir
Ég hef enga aðra trú á öðru en að Crystal Palace haldi áfram á þessari siglingu. Ef við vinnum á nýársdag, þá erum við komnir í play-off sæti og þá getum hætt þessum eltingaleik um hvað eru mörg stig í play-off sætið. Við verðum þar og kannski spurning um að fara að eltast um annað sætið! Við erum ekki nema sjö stigum frá því!
Mummi Guð, 29.12.2007 kl. 22:50
HEHE sorry en 70-90% mæting. Það er nú ekki svo erfitt. Til hamingju með sigurinn
Fríða K (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 22:51
Fríða ef þú myndir fara að mæta líka þá kæmi að því að við næðum 100% mætingu!
Mummi Guð, 29.12.2007 kl. 23:00
já og tek kannski mömmu og unnustann með og þá er prósentan kannski orðin 110% það væri ágætt.
Fríða K (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 10:27
Ætli mætingin fari þá ekki hátt í 150%
Mummi Guð, 30.12.2007 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.