Afmælisbarn dagsins: -Andrea Absolonová
26.12.2007 | 00:04
Andrea Absolonová fæddist í gömlu Tékkóslóvakíu þann 26. desember 1976. Andrea vakti fljótlega mikla athygli fyrir afrek sin í dýfingum, en ferill hennar skaðaðist mikið þegar hún varð fyrir alvarlegu slysi þegar hún var að undirbúa sig fyrir Olympíuleikana í Atlanta 1996. Andrea sýndi undraverðan kraft þegar hún náði að hefja keppni aftur í dýfingum og reyndi hún að komast á Olympíuleikana í Sydney árið 2000, en náði ekki því ekki og kjölfarið hætti hún að æfa og keppa í dýfingum.
Andrea vakti mikla athygli fyrir útlit sitt og hóf hún að sitja fyrir eftir að stuttum íþróttaferli lauk. Hún náði ekki að höndla hefðbundin fyrirsætustörf og hóf að sitja fyrir nakin og síðar hóf hún leik í klámmyndum, fyrst i Bandaríkjunum og síðar í heimalandi sínu Tékklandi. Andrea tók upp nafnið Lea De Mae á meðan hún starfaði í klámiðnaðinum og náði hún töluverðum frama þar og var meðal annars tilnefnd til AVN-verðlaunanna 2004 sem besti erlendi kvenleikarinn.
Ferill Andreu í klámiðnaðinum varð ekki heldur langur, því í júlí 2004 greindist hún með krabbamein í heila og þann 9. desember sama ár lést Andrea eftir hetjulega baráttu við krabbameinið, 17 dögum fyrir 28 afmælisdaginn sinn.
Líf Andreu Absolonová fór töluvert öðruvísi en það leit út fyrir að verða. Andrea var frábær íþróttamaður og átti bjarta framtíð þegar hún slasast, við þetta slys breytist allt líf hennar og hin glæsta framtíð verður að martröð.
Athugasemdir
Merkileg frásögn ! og ótrúlega falleg kona...
Vonandi höfðuð þið það sem best með gullrassinum litla. Þakka þér hlýja kveðju mín megin.
Ragnheiður , 26.12.2007 kl. 01:31
Lífið getur orðið undarlegt ferðalag Mummi,allavegana les ég það úr þessari færslu.Það hefur geinilega tekið mikið á blessaða stúlkuna að þurfa að hætta í dýfingum,og þá skipti engu lengur hvað hún gerði við líf sitt.En gott að minnast hennar ekki bara sem pornstjörnu enda manneskjan miklu meir.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 26.12.2007 kl. 08:31
Ja, hérna. Undarlegt að stúlka með slíkan metnað skuli leita á þessa braut en kannski var veggurinn henni óbærilegur.
Halla Rut , 26.12.2007 kl. 21:03
Það er greinilegt að þessi kona hafi ekki náð að höndla mótlætið og lífið hennar og sjálfstraust hefur sigið neðar og neðar. Það er nefnilega þannig að því hærra sem fólk stefnir, því hærra verður fallið.
Andrea Absolonová hefur greinilegar fengið að kynnast hinu háa falli.
Mummi Guð, 26.12.2007 kl. 21:54
hmmm,, þetta er sorgleg saga Mummi. Það að hún hafi leiðst út í klámiðnaðinn eftir glæsilegann feril hlýtur að hafa verið neyð, það fer enginn út í klámið bara að því að það er gaman eða áhugavert, trúi því aldrei.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.