Ég er búinn að hafa það fínt. Takk fyrir....

Núna eru jólafrídagarnir búnir og kominn tími á að koma sér í daglega lífið, að minnsta kosti fram á helgi og þá byrjar áramóta fríið. Ég er búinn að hafa það stórfínt um jólin og hef verið duglegur að borða og nota sumar af jólagjöfunum sem ég fékk, sérstaklega þeim sem heita DVD. Ég er hæstánægður með jólagjafirnar sem ég fékk og núna hefst upptalning á jólagjöfum sem ég fékk eins og tíðkast á bloggsíðum hjá unglingum. Enda er ég ennþá unglingur rétt rúmlega þrítugur eða nákvæmlega 39 ára og 358 daga gamall. Ég fékk Steffi dúkku í jólagjöf og fylgdi kafarabúningur henni, ekki spyrja um hvernig stendur á þeirri jólagjöf! Þá rættist gamall draumur þegar ég fékk hinn stór góða geisladisk Thriller með Michael Jackson í jólagjöf.

Aðfangadagur er líka góður dagur fyrir þær sakir að þá kemst maður oft að því hvað er að í sambandinu sínu og ég komst að því að Fjólan er orðin leið á að horfa á Laugardagslögin á RÚV með mér, en ég hef varla mátt missa af þætti hingað til og það er ekki vegna þess að mér finnst Laugardagslögin svona góður þáttur, heldur vegna þess að ég vil fyrir engan mun missa af Hrútnum Hreini sem er á milli Laugardagslaganna. En Fjóla gaf mér Hrútinn Hrein á DVD.

Ég skellti mér í jólaboð á jóladag í Hornbjarg og fór Huginn Heiðar líka, en hann hefur ekki komist í veislu síðan fyrir stóru aðgerðina í maí 2004. Var það frábært að geta loksins mætt á meðal fólks með alla fjölskylduna. Í gær kom síðan smá umfjöllun um stóru hetjuna mína á vísi.is og hvet ég alla til að sjá Gullrassinn á mynd og hægt er að sjá hana hér.

Í dag fórum við með Hugin í Rjóðrið og verður hann þar til laugardags, við notuðum aðeins tímann til að fara í smá búðarrölt í Reykjavíkinni, án þess að ná að versla eitthvað. En við nutum dagsins og það skiptir öllu máli og það að við keyptum áramótasteikina, þó við séum ekki búnir að fá hana. Núna ætla ég ekki að blogga meira í kvöld, ætla að fá mér kók og MacKintosh's og horfa á Hrútinn Hrein.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Fram að þessu hef ég bara séð Huginn litla á ljósmyndum. Ég horfði á hann á vísi og nú er hann búinn að heilla eina gamla konu. Mikið óskaplega er drengurinn ykkar mikið yndi  Hann er alveg yndislega fallegur með stóru augun sín.

Hann er líka orðinn heljarinnar stór strákur.....ohhhh....bráðn...

Ég ákvað að setja þetta inn hjá þér, ég er búin að sjá svo ansi margar mjúkar taugar í þér undanfarið. Ég veit líka að Fjóla les hérna megin alveg eins.

Megadúllurnar mínar, Mummi og Fjóla, megi árið 2008 vera ykkur og börnum ykkar heillaríkt á allan hátt. Kærar þakkir fyrir yndisleg bloggsamskipti á árinu.

Ragnheiður , 27.12.2007 kl. 22:44

2 identicon

Hah, ertu ekki ánægður með dúkkuna eða.. ég hefði átt að kaupa í dýralæknafötunum,, ohh!:D

Hafrún (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 01:43

3 Smámynd: Mummi Guð

Hafrún, ég er í skýjunum með dúkkuna mína. Þetta er fyrsta dúkkan sem ég eignast og svo voru kafarafötin svo flott.

Mummi Guð, 28.12.2007 kl. 20:02

4 identicon

Mummi, fékkstu ekki Búbbana eða geisladiskinn "Þetta er fíflið" nei afsakið "Þetta er lífið" með Geir Ólafs.  Ég hélt að það hefði verið efst á óskalistanum.

Njáll (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 12:45

5 Smámynd: Mummi Guð

Sem betur fer losnaði ég við að fá þær hörmungargjafir.

Mummi Guð, 29.12.2007 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband