Eru brauðstangir ekki matur?
21.12.2007 | 23:43
Á föstudögum tíðgast á mínu heimili að fá ruslmat á föstudagskvöldum og oft verður Dominos fyrir valinu og varð Dominos fyrir valinu í kvöld. Við pöntuðum tvennutilboð eins og svo oft áður, en þá pantar maður pizzu og brauðstangir og færð aðra pizzu fría. Mjög hentugt fyrir stóra fjölskyldu. Við fáum að vita hvenær pizzan verði klár og skömmu síðar fæ ég sms sem segir að pizzan sé komin í ofninn og við getum sótt hana á ákveðnum tíma og allt í lagi með það.
Ég mætti fljótlega eftir það á Dominos og pizzan var klár en ekki brauðstangirnar. Halló ég pantaði pizzu og brauðstangir og pöntunin átti að vera tilbúin. Mér er sagt að bíða og ég geri það eins og prúðum pilti sæmi. Skömmu seinna kemur maður og liggur honum mikið á og hann fær sömu sögu og ég pizzan er tilbúin en ekki brauðstangirnar. Hann brýnir röddina og segir að hann sé tímabundin og maturinn á að vera til. Þá segir afgreiðslustúlkan viltu þá ekki sleppa brauðstöngunum! Ég sá hökuna á manninum detta í gólfið "nei ég er búinn að borga fyrir brauðstangirnar!" svaraði hann og þá segir afgreiðslustúlkan. "Okkur finnst svo leiðinlegt þegar brauðstangirnar klárast!" Maðurinn horfði á stúlkuna og ég sá að hann hugsaði er hún svona vitlaus eða...!
Ég þurfti að bíða í 15 mínútur eftir brauðstöngunum og þá var komin löng röð viðskiptavina sem átti pizzu en þurfti að bíða eftir brauðstöngunum. Ég fékk brauðstangirnar loksins 30 mínútum eftir að maturinn átti að vera klár og ég kom heim skömmu seinna með kalda pizzu og heitar brauðstangir.
Mér þótti fyndin svörin hjá afgreiðslustúlkunni þegar hún var að svara tímabundna manninum, vegna þess að þessi vinnubrögð er frekar regla en undantekning hjá Dominos í Keflavík. Ég get ekki skilið af hverju brauðstangirnar eru aldrei til þegar ég sæki matinn, ég pantaði pizzu og brauðstangir og það er eins og þeir hjá Dominos halda að það sé aðalatriðið að pizzan sé klár, en viðskiptavinurinn getur alveg beðið eftir brauðstöngunum!
Athugasemdir
þarsem ég bý er ekkert dóminos, hér er að vísu mjög fínn pizzustaður sko en það er bara ekki það sama, Domino´s er uppáhaldið mitt, umm, namm, ég fékk vatn í munninn við að lesa þetta og get núna ekki beðið eftir að fara suður og panta mér pizzu, takk fyrir að blogga um domino´s (og jamm, brauðstangir eru alveg matur, amk lifði ég á þeim meðan ég bjó í Reykjavík og í göngufæri við þennan dásamlega matsölustað...)
halkatla, 21.12.2007 kl. 23:50
ég kannast við þetta vandamál hjá dominos. þetta er óþolandi.
gísli (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 08:38
Það eru fleirri sem kannast við þetta vandmál, og það er alveg óþolandi að lenda í þessu að bíða eftir brauðstöngunum á meðan pizzan kólnar niður.
Njáll (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 10:28
Þetta er virkilega óþolandi. Stundum veit maður ekki hvort fólkið sem er að afgreiða þarna sé starfmenn eða vistmenn! Eins og það sem afgreiðslukonan sagði og fannst bara eðlilegt að maðurinn myndi sleppa brauðstöngunum af því að þær voru ekki til. Ef pizzurnar hefðu ekki verið til, hefði hún lagt til að hann myndi sleppa pizzunni og fá brauðstangirnar?
Mummi Guð, 23.12.2007 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.