Maður vikunnar: -Brynjólfur Árnason.
2.12.2007 | 00:06
Maður vikunnar að þessu sinni er Brynjólfur Árnason sveitastjóri í Grímsey og fyrrverandi umboðsmaður Olíudreifingar í Grímsey. Brynjólfur er fyrsti maðurinn sem nær að taka eitthvað til baka af því sem olíufélögin hafa stolið af landsmönnum í gegnum árin og fyrir það er hann dæmdur til skilorðsbundins fangelsis. Þrátt fyrir að hafa borgað allt til baka sem hann tók af Olíudreifingu, þannig að hann ólíkt olíufélögunum stal engu, heldur fékk að láni og það til að halda hita á sér og sínum.
Maður vikunnar: Brynjólfur Árnason.
Flokkur: Maður vikunnar | Facebook
Athugasemdir
og tugmilljónirnar sem hann dró sér úr sjóðum Grímseyjarhrepps, hann er þessvegna Grímseyingur aldarinnar að mínu mati.
Og ef hann borgar ekkert til baka af þeim milljónum sem hann tók frá Grímseyingum, þá er hann samt maður aldarinnar að mínu mati. Enda eins og þú segir "heldur fékk að láni og það til að halda hita á sér og sínum.".
Maðurinn verður auðvitað að hafa í sig og á, þó svo að það kosti það, að hann gangi í opinbera sjóði í leiðinni. Hann er kominn í sama hóp og Árni Jónsson, sem einmitt ætlaði bara á sínum tíma að hafa eitthvað til hnífs og skeiðar.
Ingólfur Þór Guðmundsson, 4.12.2007 kl. 18:36
Kannski er Árni Johnsen Ædolið hans Brynjólfs. Ég veitti honum honum titillinn fyrir ná smá pening til baka frá Olíudreifingu, en ekki fyrir að stela af almenningi.
En auðvitað þurfti maðurinn líka að borða, ekki borðar hann olíuna. Annars veit ég ekkert um þetta mál sem komið upp núna, nema það að Brynjólfur er flúinn til Akureyrar og endurskoðendur réðust inn í Grímsey.
Mummi Guð, 4.12.2007 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.