Tvöfaldur misskilningur.

Ekki nóg með það að Kári hafi misskilið það að hann væri kominn í landsliðið þegar KSÍ faxaði til AGF að hann þyrfti að vera viðbúinn því að vera valinn í landsliðið. Heldur er líka misskilningur hjá honum að halda að hann sé besti varnartengiliður Íslands. Það er allt í lagi og gott að vera með mikið sjálfstraust, en menn verða að vita hvenær þeir eiga að þegja og hugsa í hljóði. Kári þú ert ekki besti varnartengiliður Íslands.


mbl.is Misskilningur hjá Kára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst nú bara í fínu lagi að segja að hann sé besti varnartengiliður íslands. Ég sé ekki neinn annan koma til greina, og í guðanna bænum ekki segja Brynjar Björn.

Hann ætti að vera valinn í landsliðið... punktur. 

Poxi Poxason (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 10:07

2 Smámynd: Mummi Guð

Miðað við frammistöðu Kára í landsleikjum, þá hika ég ekki við að nefna Brynjar Björn sem mun fremri varnartengilið. Aftur á móti hef ég nánast ekkert séð til Kára nema í landsleikjum og þar hefur hann ekkert sýnt, nema kannski markið um árið á móti Svíum.

Til dæmis í Letta leiknum í haust þá finnst mér að Kári hefði átt að borga sig inn á leikinn, svo slakur var hann.

Mummi Guð, 17.11.2007 kl. 10:22

3 identicon

Ég hef líka athugasemd fram að færa en það er varðandi framkomu KSÍ.

Að hafa samband við leikmann og félag til að fá viðkomandi lausan í landsleik og síðan að velja hann ekki þegar hann er búinn að fá frí, er auðvitað forkastanleg vinnubrögð.

Þar með er verið að hafa viðkomandi að fífli frammi fyrir vinnuveitendum - og væntanlega vinum. Vonandi verður þetta ekki til þess að Kári hætti að gefa kost á sér í liðið - og verði í sívaxandi hópi leikmanna sem svo er ástatt fyrir. 

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 11:43

4 identicon

Það er fáranlegt að velja hann ekki í hópinn og ekki finnst mér hægt að klína slæmu gengi landsliðsins í neinum leikjum á hann. Hann hefur staðið sig mjög vel þegar hann fær tækifæri og þau eiga hiklaust að vera fleiri.

Hann ætti í raun alltaf að vera valinn ef kostur er á því!!!

Arnaldur (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 19:28

5 identicon

Klárlega með þeim ofmetnari... Og þetta með tilkynninguna er nú bara ekkert séríslenskt fyrirbæri, þeir hafa nú lent í þessu hérna í hálöndunum einnig...

Kári bara búinn að vera lélegastur í lélegu liði...

Ólinn (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband