Áskorun til Morgunblaðsins!!!

MorgunblaðiðÉg skora á Morgunblaðið að halda áfram ábyrgum fréttaflutningi, ábyrgur og traustur fréttaflutningur Morgunblaðsins hefur gert Morgunblaðið að einni traustustu og virtustu fréttastofu landsins.

Ég tel að myndir af umferðarslysum, hvort sem það séu alvarleg slys eða banaslys eigi erindi til almennings, svo lengi að myndirnar vekja ekki óhug hjá almenningi. Myndbirting í fjölmiðlum af slysum hafa forvarnargildi, það er staðreynd, sú staðreynd ætti að vera næg ástæða til að halda áfram slíkum myndbirtingum. Fjölmiðlar verða samt að passa sig á því að birta ekki myndir of snemma.

Þannig er að umferðarfræðsla er góð og skilar eflaust einhverju, en ég held að umferðarhræðsla skili jafnvel enn meiri árangri í fækkun umferðarslysa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Tek heilshugar undir þetta. Það er fátt betri áminning um að fara varlega en myndir af slysum þar sem menn og konur, já tala nú ekki um unglingar sem nýkomnir eru með bílpróf og eru ósigrandi í eigin huga á vegum úti, sjá hörmungina á ljósmynd, alir með heilbrigða skynsemi staldra við og spá í hvað gerðist og taka kannski með sér smá viðvörun úti í umferðina næst þegar lagt er af stað.

Gísli Foster Hjartarson, 28.10.2007 kl. 12:10

2 identicon

hahahhaa,,,,, góður Mummi, en ég er samt ósámmála þér í þessum efnum. Gangi þér samt allt í haginn kútur

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband